HEYRNASKJÓL

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33
Re: HEYRNASKJÓL

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 13 Jan 2014 11:21

Sælir

Keyptir Howard Leigh heyrnahlífar fyrir 8-9 árum, held ég bulli ekkert með þetta. Nota þær mikið og það var fyrst í haust sem þær fóru að gefa sig. Þá var komið sambandsleysi í vírinn sem liggur ofan í heyrnahlífina sökum þess að hann beyglast alltaf aðeins þegar þau eru lögð saman. Hef skipt um batterí nokkrum sinnum en þau endast mjög vel.

Ég keypti mér nýjar svona hlífar en á meða ég beið eftir þeim datt mér í hug að láta gera við þær. Á því einar viðgerðar sem virka fínt og aðrar óopnaðar, sem er gott.

Ef þið skoðið samanburð á heyrnahlífum þá getið þið séð að þessar hlífar gefa eina bestu vörn fyrir háum hljóðum af öllum þessum hlífum, -22db, það gerist ekki mikið betra.

Þessar hlífar eru líka einstaklega góðar sökum þess að þær eru fyrirferðalitlar í tösku sem og á höfðinu á manni og trufla mann því ekkert við æfingar eða veiði.

Kv,
Hrafn
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 3
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: HEYRNASKJÓL

Ólesinn póstur af 257wby » 13 Jan 2014 12:50

Veiðimeistarinn skrifaði:Guðmann, já það er satt þetta er góð græja en eruð þið ekki með þær í camo litunum, ég tók þær í camo litunum úti í Aeríkuhreppi :D
Get ekki hætt á að einhver snúi sér við og sjái mig vegna eitur grænna heyrnahlífanna 8-) :lol:
Sæll Sigurður.

Okkar birgir í ameríkuhreppnum hefur ekki verið með þessar hlífar í camo en ef breyting verður þar á munum við örugglega skoða að taka þá týpu inn ásamt þeirri grænu :)
Svo höfum við líka verið að skoða hlífar sem heita "Impact Pro" og eru
með "noice reduction rating upp á 30 decibel, gæti verið sniðugt fyrir riffilskyttur.

kv.

Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: HEYRNASKJÓL

Ólesinn póstur af karlguðna » 08 Feb 2014 15:04

Jæja kominn með græjurnar Impact Sport og búinn að prófa og er meira en sáttur ,,, er með 270 cal, ólátabelg og óttaðist að þessar hlífar dygðu ekki til,, en eru alveg frábærar og svo eru þær ekki að rekast i skeptið eins og önnur heyrnaskjól sem ég hef prófað plús þá fynnst mér hljómurinn alveg frábær ,,, segi bara takk sporvík og takk fyrir ábendinguna allir :D :D :D :D :D
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 3
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: HEYRNASKJÓL

Ólesinn póstur af 257wby » 08 Feb 2014 20:28

Verði þér að góðu og kærar þakkir fyrir viðskiptin :)

Erum að ganga frá pöntun á þessum hlífum þannig að þær ættu að verða til hjá okkur aftur innan skamms :)

kv.
Guðmann
Sportvík ehf.
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Svara