Síða 1 af 1

Er einhver áhugi á smá myndaseriu?

Posted: 22 Jan 2014 19:37
af iceboy
Mér datt í hug, svona þar sem að menn hafa mikinn áhuga á myndum af öllum vopnum sem verið er að gera upp, hvort að það sé áhugi á að ég skelli inn myndum af því þegar ég tek í gegn veiðibílinn?

Þetta er kannski ekki beint vopna tengt en alveg pottþétt veiðitengt :-)

Þetta er langtímaverkefni og það kæmu þá myndir svona annað slagið,

Er einhver áhugi á svoleiðis???

Re: Er einhver áhugi á smá myndaseriu?

Posted: 22 Jan 2014 20:22
af Gísli Snæ
Já takk Árnmar

Re: Er einhver áhugi á smá myndaseriu?

Posted: 22 Jan 2014 23:00
af T.K.
Láta vaða maður

Re: Er einhver áhugi á smá myndaseriu?

Posted: 23 Jan 2014 21:01
af iceboy
Já er það ekki bara, ég skelli inn myndum þegar ég kem á klakann aftur og svo öðru hvoru eftir því hvernig framvindan verður

Re: Er einhver áhugi á smá myndaseriu?

Posted: 23 Jan 2014 21:27
af Gísli Snæ
Hvernig bíll er þetta og hvað stendur til?

Re: Er einhver áhugi á smá myndaseriu?

Posted: 23 Jan 2014 21:37
af iceboy
Nissan Patrol 91 model.

Hvað stendur til.. hehehe

Við erum rétt að byrja, en það er komin ný grind, búið að sandblása annað body, hásingar og stífur eru i blæstri þessa dagana. Svo förum við að raða saman, skera úr bodyi og ryðbæta

Bíllinn er á 38", fer líklega a 42".

Svo kemur ýmislegt sma dót á hann, spil, úrhleypibúnaður, loftpúðar að aftan jafnvel og eitthvað sniðugt. öll bremsurör og þessháttar verður allt sett nýtt, spil tengi framan og aftan. geri eitthvað sniðugt inni í honum fyrir hundana.

Svo er bara stóra spurningin hvaða lit á að setja á kvikindið :D en það er svosem langt þangað til það verður

Re: Er einhver áhugi á smá myndaseriu?

Posted: 23 Jan 2014 21:38
af Veiðimeistarinn
CAMO auðvitað 8-)

Re: Er einhver áhugi á smá myndaseriu?

Posted: 23 Jan 2014 21:47
af iceboy
hehehe ég var nú að hugsa einhvern dökkan lit, en camo hefur komið inn í umræðuna, kosturinn við camo er að málarinn sem mun mála bílinn getur þá jafnvel bara notað afganga úr skápnum..hehehe

Re: Er einhver áhugi á smá myndaseriu?

Posted: 24 Jan 2014 00:54
af Stebbi Sniper
Sástu svarta matta runnerinn sem var til sölu hérna um daginn... það væri líka flott...

Re: Er einhver áhugi á smá myndaseriu?

Posted: 24 Jan 2014 19:07
af iceboy
Já matt svartur hefur líka komið til umræðu, það er verið að skoða þetta allt :-)

Re: Er einhver áhugi á smá myndaseriu?

Posted: 01 Feb 2014 12:35
af Veiðimeistarinn
Hvíti og svarti liturinn eru verstir hvað hreindýr varðar.
Hreindýrin sjá í svarthvítu þess vegna nema þau hvíta og svarta liti best, að ég tali nú ekki um eitthvað ljóst eða krómað sem glampar á.
Það er hægt að skoða þetta með því að taka mynd af hlutnum hvort sem það er bíll eða eitthvað annað og breyta henni í svarthvíta mynd, þá sést munurinn.
Apelsínu eða neongulu litirnir eru til dæmis allt í lagi hvað hreindýr varðar.
Bestu litirnir eru litir með órglulegum skellum, helst í jarðlitunum, það er skýringin á því hvers vegna camo litir eru svo góðir til að dyljast fyrir hreindýrum.