Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
Sveinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Sveinn » 30 Jan 2014 21:35

Hvar finn ég átakslykil (torque wrench) á sanngjörnu verði? Þarf að ráða við 1-5 Nm, t.d. við að festa sjónauka eða herða skefti á lás (ekki pillar beddað). Brownells er með einn gæðalegan, 1-8 Nm en hann kostar hálfan handlegg hingað kominn, ca 30-35 þ.

Proxxon er með nokkur verkfæri sem líta vel út, 1-5 Nm er á ca 12-13 þ hingað kominn:
http://www.bike-discount.de/shop/k1242/ ... c-5-s.html

Logey í Kópavogi er með einn en hann nær bara upp í 4 Nm og kostar um 19 þ.

Öll tips vel þegin.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 30 Jan 2014 21:45

Er sjálfur með Wheeler Fat wrench - hvað kostar hann hingað kominn? Get mælt með honum.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Sveinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Sveinn » 30 Jan 2014 22:01

Góð ábending, ræður við tog 1-7 Nm (10-65 in-lb) sem er kostur. Hins vegar sendir hvorki Brownells eða Amazon þennan út fyrir USA, líka uppseldur á Brownells. Kostar ca 50$ úti, verðið hingað kominn væri í kringum 11-12 þ. Þá er bara að leita að einhverjum sem sendir...
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Ingvi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:41
Skráður:23 Jul 2013 10:28
Fullt nafn:Ingvi Reynir Berndsen
Staðsetning:Akureyri

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Ingvi » 30 Jan 2014 22:10

Gap var á ca 10.000
Ingvi Reynir Berndsen
Savage 10/110 FCP HS Precision
Finn Classic 512
Remingtone 870
Xreme 2
CZ 455

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 30 Jan 2014 22:19

Sveinn skrifaði:Góð ábending, ræður við tog 1-7 Nm (10-65 in-lb) sem er kostur. Hins vegar sendir hvorki Brownells eða Amazon þennan út fyrir USA, líka uppseldur á Brownells. Kostar ca 50$ úti, verðið hingað kominn væri í kringum 11-12 þ. Þá er bara að leita að einhverjum sem sendir...
Sæll Sveinn

Hefuru athugað hvað kostar að fá hann í gegnum ShopUSA?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Jan 2014 22:56

Þennan hafði ég hugsað mér að panta mér fljótlega, reyndar búið að standa til lengi, svo spurningin er hvað er fljótlega. Finnst hann sniðugur og fjölhæfur.

graejur/borka-herslulykill-t312.html
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Aglix
Póstar í umræðu: 1
Póstar:4
Skráður:15 Jan 2013 22:21
Fullt nafn:Egill Steingrímsson

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Aglix » 31 Jan 2014 00:18

Sælir dregir
Það er líka spurning að fara bara stuttu leiðina og þá ódýru og kaupa bara hersluskrúfjárn frá toptul
það eru margar verslanir með vörur frá þeim á boðstólum,hersluskrúfjárn frá þeim (1-7 nt)kostar 10,000 kr og er það til á lager innflytjanda. :D
Kveðja
Egill Steingrímsson
Akureyri
Sími: 849-4642
egill@rekverk.is

Sveinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Sveinn » 31 Jan 2014 17:35

Takk fyrir þetta, strákar, vildi endilega fara stuttu leiðina, þess vegna auglýsti ég eftir hugmyndum :)

Tékkaði á Toptul græjunum hjá Sindra, Viðarhöfða, R., gæði og verð virkaði vel á mig og starfsmenn vel með á nótunum.

Fékk mér Toptul hersluskrúfjárn í 1-8 Nm (spekkar segja 1,5-8 Nm en skalinn fer niður í 0,8 Nm) sem er akkúrat það svið sem tekur allar herslur sem rifill og kíkjafestingar þurfa, nema að skrúfa á hlaup. 1-8 Nm er 9-71 in-lb í imp kerfinu. Gert fyrir 1/4" bita (standard bitar, sexkantur og torx). Kemur með T-skafti sem hægt er að smeygja í botninn á því, ef vill.
TopTul Tq Wr 2.jpg
TopTul Tq Wr 2.jpg (15.91KiB)Skoðað 3037 sinnum
TopTul Tq Wr 2.jpg
TopTul Tq Wr 2.jpg (15.91KiB)Skoðað 3037 sinnum
Linkur á græjuna á vefsíðu Toptul.

Verðið er rúmar 11 þ. kr. Nú er bara að ná sér í bita í tommumáli - eða þjala gætilega til mm bita...
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 1
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 31 Jan 2014 17:59

Rólegur með þjölina,flest bitasett eru 1/4" held ég örugglega. Ég þarf að fá mér svona lítinn herslumæli við tækifæri líka :D
Sveinbjörn V. Jóhannsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Sveinn » 31 Jan 2014 18:28

Stemmir, 1/4" er standard sæti fyrir bita. Hinn endinn er málið... Ég veit, um leið og bitinn hitnar er hann ónýtur :)
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 4
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 04 Feb 2014 22:24

Sælir.
Svona í framhaldinu vitið þið um eh. svipað sett og þetta hér:
http://www.amazon.com/TEKTON-2841-Elect ... pd_cp_hi_0
sem fæst hér heima er mest að spá í tommu sexkanntbitana en þetta væri flott til að hafa í töskunni með Fat Max hersluskrúfjárninu mínu
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

gni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:10
Skráður:24 Feb 2012 12:42

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af gni » 05 Feb 2014 15:06

Ég keypti tommu sexkant í Ísól í Ármúlanum, þú gætir athugað hjá þeim.
Kveðja,
Gunnar Júlíusson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 05 Feb 2014 17:18

Það gæti líka verð hægt að fá tommubita í Fossberg eða skrúfur sem eru fyrir Tors
En ef menn ætla skipta um skrúfur þá er líklegt að þetta séu tommu gengjur það er allavega betra að hafa með sér sýnishorn og þetta gæti líka verð sterkari skrúfur en venjulegar það er 10-9 eða 12-9
Jens Jónsson
Akureyri

karlguðna
Póstar í umræðu: 9
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af karlguðna » 05 Feb 2014 17:34

Hvernig er það félagar er þetta tæki alveg nauðsinlegt ??? var að fatta að kíkirinn á tikkunni var orðin laf laus og hittnin eftir því ,,, hann var nú samt settur á af byssusmið sem hefur fúskað
eitthvað við djobbið og ekki verið að ónáða sig með svona herslumæli,,,, :x :x :x
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Sveinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Sveinn » 05 Feb 2014 18:25

Þarf ekki að vera byssusmið að kenna, þessar skrúfur geta losnað með tímanum, sérstaklega á léttum byssum með góðu bakslagi. Sérstaklega ef þetta eru álhringir, þar eru menn feimnari að herða. Margir mæla með bláu (non-permanent) Loctite á gengjur.

Almenn hersluviðmið fyrir álhringi er á bilinu 1,1-2,3 Nm, fyrir stálhringi 1,7-2,8 Nm. Betra að byrja neðar og sjá hvernig það heldur. Sumir framleiðendur gætu verið neðar, aðrir ofar. Ódýrir kíkjar þola varla þessi hærri mörk. Birt algerlega án ábyrgðar :)
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 9
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af karlguðna » 05 Feb 2014 19:42

Þetta er Tikka Varmint 270 w, skotin ca 40 skotum þegar þessar lélegu grúbbur gerðu vart við sig en var bara ekki að fatta að kíkirinn væri laus ,,, fynnst það ekki viðunandi að dótið hristist í sundur eftir nokkur skot,,, rándýrir basar og hryngir undir 170 þús. kr. kíki,,, ef þetta er eitthvað sem má búast við er þá ekki rétt að nota gengjulím ???
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Sveinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Sveinn » 05 Feb 2014 19:50

Rétt, þetta er engin ending á herslu. Hvaða basa og hringa ertu með?
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 9
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af karlguðna » 05 Feb 2014 19:59

þekki það ekki en er frá ellingsen og var sagt vera mjög góðir basar og hryngir ,,, en hvernig er það er ekki í góðu lagi að nota gengjulím ???
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Gisminn » 05 Feb 2014 20:09

Þá eru þetta Tikka basar og Sako optilock hringir en með gengjulímið er spurning ég hef ekki lent í veseni með mínar svona samsetningar en ég reyndar er ekki með herslu lykil heldur herði bara þétt með lengri endanum á lyklinum og svo 1/6 úr hring í viðbót með styttri endanum og svo ath ég þetta þegar ég þríf með lengri endanum ekki enn verið laus skrúfa en ég geri þetta samt.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Átakslykill/herslulykill (torque wrench)?

Ólesinn póstur af Sveinn » 05 Feb 2014 20:19

Tikka mælir með þessari herslu á Optilock (hef ekki upprunaheimild við hendina en er 100% viss):

hringi á basa: max 5,2 Nm
(held að það sé miðað við Optilock 2pc basa, ekki rail eins og á Tikku Varmint, ætti þá að vera minna eða ca 2,5 Nm)

Hringir: 1,7 - 1,9 Nm

Ekki verra að nota blátt Locktite en það á ekki að þurfa.

Rétt, færð varla betri festingar.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Svara