Síða 1 af 1

Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 20:26
af Gisminn
Fór og núllaði inn kína græjuna með svaka stækkununi og hún kemur glettilega á óvart :)
http://www.ebay.com/itm/Yukon-10-40x56- ... 1324104788
virðist svara vel klikkum í færslu og FFP krossinn er fínn og stækkar eftir því sem maður eykur stækkunina og mildottið passar á öllum stækkunum.
Prófaði að trakka 2 moa upp =16 klikk og skjóta svo aftur til baka og það gekk vel í þessari tilraun krossin virðist fara á samastað og vera kjurr.
Ljósið í krossinum er þægilegt og grænt og blindar ekki né stelur af því sem er fyrir framan það
Þar sem ég nota gleraugu stundum og stundum ekki er ég mjög ánægður með hafið á + og - stillinguni það er mikið.
Prófaði að skjóta á 300 metrum á blað með krossi sem var einfalt tússpennastik upp og til hliðar hann sá það vel á 30 stækkun og auðvelt að vera kross í kross.
Gallar !
Þetta er stór sjónauki og sjónsvið mætti vera meira.Maður má ekki vera með kæruleisi með paralaxið heldur stilla fókus strax annars er paralax og ónákvæmni en ekkert mál að stilla og er þægilegt á hliðini og á þeirri stilliturni er hnappurinn fyrir ljósið.
Þannig að so far so good ;) Til mín komin á 39500 og ef hann mun halda núllinu og þeim gæðum sem hna er í er þetta góð kaup miðað við verð.Ég geri nátturulega ekki sömu kröfur til hans og 160.000+ sjónaukana
204 tikka er orðin skondin með þennan dreka á sér :lol:

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 21:10
af karlguðna
Til hamingju með þetta ,, flottur gripur og vonandi goður,

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 21:19
af gylfisig
Hmm... hmm.....
Set frekar hæpið við svona græju.

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 21:38
af Gisminn
Veit gylfi þessvegna kemur hann mér virkilega á óvart ekki gleyma að ég er Sightron maður og birta og sjónsvið eru ekki sambærileg en að því sögðu er á meðan er og meðan ekki er vandamál með paralax eða að halda núlli er þetta fínt fyrir 600 metra með 204 :-)
Og hver veit ef han færi á höggþyngra verkfæri þyldi hann það kannski ekki en eins og ég sagði er á meðan er.Hann er í augnablikinu fullkomin fyrir 400-600 metra skarfana mína :twisted:

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 21:51
af skepnan
Mynd Steini af gripnum á leikfanginu ;)

Kveðja Keli

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 21:59
af Gisminn
Ég nenni ekki að læra þetta smækkunardót og allt það en ekkert mál að senda þér eina :-)

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 22:24
af TotiOla
Gisminn skrifaði:Ég nenni ekki að læra þetta smækkunardót og allt það ...
Sæll Steini

Ein ábending varðandi þetta vandamál sem margir virðast glíma við. Flestar myndavélar og símar bjóða upp á að stilla gæði (stærð) myndarinnar.

Það gæti reynst auðveldara en að læra á ný tölvutæki og tól ;) Ég væri líka til í að sjá mynd af græjunum.

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 22:28
af skepnan
Allt í fína frá Kína
204 Ruger 007.JPG

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 23:12
af TotiOla
Smekkleg veiðigræja hjá þér, eins og við var að búast.

Nú skulu gæsirnar halda sig í minnst 1km fjarlægð ;)

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 23:16
af Gísli Snæ
Riffilinn er bara flottur - ef þú getur notað sjónaukann þá er þetta hið besta mál. Það þarf ekki alltaf græjur upp á hundruðir þúsunda.

Varðandi myndir þá set ég þær alltaf inn á photobucket.com fyrst og linka hingað inn. Þarf aldrei að eiga neitt við myndirnar.

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 23:30
af Gisminn
Takk strákar ég á voða fína myndavel núna einhverja canon s 120 sem maður getur potað á skjáinn á til að láta vita hvar ég vil hafa áherslu og fl og maður verður að passa að vera ekki með puttann þar sem flassið kemur og maður tekur mynd með að ýta á venjulega takkann og þá er mín þekking upptalin :oops: en það verður gaman á löngu færunum þegar ekki er mikill vindur ;)

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 23:41
af Jenni Jóns
Þetta er flott græja hjá þér Þorsteinn og auðvita áttu að láta menn sem eru að heimta myndir sjá um að minnka þær :)

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 04 Feb 2014 23:57
af TotiOla
Sendi þér einkapóst með meira myndavéla-off topic-i ;)

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 05 Feb 2014 08:05
af Sveinn
Allar tölvur með Microsoft Office pakkanum eru með MS Office Picture Manager forritinu sem er fínt í alla minniháttar myndvinnslu t.d. smækka myndir, laga kontrast, lýsingu o.fl. Ég nota mest Autocorrect takkann :)

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 05 Feb 2014 11:53
af Stebbi Sniper
Hér eru mjög góð addon fyrir Windows til þess að smækka myndir.

Windows 8
Windows 7
Windows XP

Win XP og Win 7 Forritin hef ég notað sjálfur, en ég hef aldrei notað Win 8... enda einum of mikið Facebook stýrikefi fyrir minn smekk...

Win 7 útgáfan er svolítið hægvirk, en ég man að XP útgáfan svínvirkaði... Ég mæli líka EKKI með því að þið notið Replace Orginal. því þá yfirskrifið þið orginal myndina.

Þegar þið setjið Custom stærð þá getið þið sagt t.d. 800 x 800, en myndin heldur samt alltaf réttum hlutföllum. Eða 800 x 640 og þá miðar forritið við að myndin verði aldrei stærri en 800 á breidd eða 640 á hæð.

Þetta virkar þannig að þú finnur myndina á drifinu hjá þér og hægri smellir á hana þá er komið svona menu þar sem heitir "Resize Pictures".
ImageResize.jpg
Image Resize

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 05 Feb 2014 15:26
af Gisminn
Takk Stebbi skoða þetta við tækifæri

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 05 Feb 2014 17:32
af gkristjansson
Pínu "hint" til viðbótar. Ef þú velur "send email" fyrir myndina þá er myndin sjálfkrafa minnkuð og þú getur sent myndina á sjálfan þig og ert þar með kominn með minnkaða mynd.

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 05 Feb 2014 17:56
af Gisminn
Takk ég skoða þetta en ég fór og skaut á 382 metrum áðan og fæ skepnuna til að setja árangurinn inn

Re: Nýr sjónauki prófaður

Posted: 05 Feb 2014 18:04
af Gisminn
Ættla að prófa og snild það tókst :lol:
skot 1 er til að sjá fallið næsta gott :-) svo kom ca 1-2 metrar á sekundu það er 3 skot svo skrúfaði ég bara niður á núllið aftur og var ekkert að leirétta vind og það er þarna á endanum á tommustokkinum ekki slæmt