Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 17
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 May 2014 14:15

Jú Jón ég er með mína í skúrnum og hiti misjafn og einmitt fannst þetta sama vigtin.En ég er ekkert að kúlusetja eða neitt og vandin er að vigtin sýnir alltaf alt í lagi þegar pannan er sett á en er eins og hún sé með innri leiðréttingu erfitt að lýsa því en ég sé það best ef ég tara og lyfti pönnuni af þá vil ég sjá -130,00gr en sé jafnan eftir fyrstu vigtun -130,1 og upp í 130,3 eða 129,8-129,9. En ef statikin ætti að vera rétt og vill fá 28,8 (miðað við -130) ég sé 130,1 ætti ég að vigta 28,9 en raun ef ég geri það þá getur sú hleðsla einhverra hluta verið frá 28,7-29gr. Tók smá test um daginn þar sem ég vigtaði 8 hleðslur og skráði þyngd hverrar tók um mínutu.Taraði svo í hvert skipti og viktaði og mesti munurinn var 0,6gr.Er með massíft slétt borð en það getur verið að hún sé svona fjandi viðkvæm fyrir hitabreytinguni því ég kyndi upp þegar ég er í skúrherberginu mínu.
Og alveg rétt ábendingin um að vera að fikta í mörgum vogum er góð. En samt treysti ég skálavogini betur að því leyti að maður sér ef hún ætlar að breyta sér vegna ytri aðstæðna strax og vigt sem var vigtuð fyrir 30mín og tékkuð af nú er enn sú sama.
Ég fór í digitalið af því að ég get ekki haft skálavogina í þægilegri hæð til að stemma línurnar.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Padrone
Póstar í umræðu: 1
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Padrone » 18 May 2014 21:43

Losaði aðeins til hjá mér og fékk mér í staðin
Beretta ES100 í camo
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 18 May 2014 21:47

Já og áður en ég gleymi því.

Aron - alveg hrikalega flottur riffill hjá þér.

Til hamingju með hann.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Aron Kr Jónsson
Póstar í umræðu: 4
Póstar:29
Skráður:24 Ágú 2012 23:17

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Aron Kr Jónsson » 18 May 2014 22:07

takk fyrir Gísli vonandi á hann eftir að virka vel:-)
Kveðja
Aron Kristinn Jónsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 15
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 19 May 2014 00:43

Sælir.
Það hefur ýmislegt komið í hús seinnipartin í vetur kem með eh. myndir af því seinna. En þetta er það nýasta var færð þessi snildar græja í dag XXL trikler frá Petrolhead Enginering þessi er sko full sise :twisted: Takk Gæi
Viðhengi
IMG_3718.JPG
IMG_3718.JPG (104.09KiB)Skoðað 2497 sinnum
IMG_3718.JPG
IMG_3718.JPG (104.09KiB)Skoðað 2497 sinnum
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 19 May 2014 11:07

Aron - hvernig gler setja menn á svona flottan riffil?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

konnari
Póstar í umræðu: 10
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af konnari » 19 May 2014 13:57

Gísli Snæ skrifaði:Aron - hvernig gler setja menn á svona flottan riffil?
ehmm ehmm.....á svona alvöru riffil setja menn bara alvöru sjónauka þ.e. Zeiss, Schmidt & Bender, Swarovski eða Kahles ;)
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 17
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gisminn » 19 May 2014 14:08

Merkjasnobbari ;) :P
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Aron Kr Jónsson
Póstar í umræðu: 4
Póstar:29
Skráður:24 Ágú 2012 23:17

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Aron Kr Jónsson » 19 May 2014 17:51

sælir strákar ég er með zeiss conquest 6,5-20x50 sem verður notaður í sumar :) en stefnan er sett á zeiss victory 6-24x56 eða nightforce :D
Kveðja
Aron Kristinn Jónsson

konnari
Póstar í umræðu: 10
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af konnari » 19 May 2014 19:33

Aron Kr Jónsson skrifaði:sælir strákar ég er með zeiss conquest 6,5-20x50 sem verður notaður í sumar :) en stefnan er sett á zeiss victory 6-24x56 eða nightforce :D
Ég get sagt þér af eigin reynslu að ég hef átt alla þessa sjónauka sem þú nefnir og ég myndi aldrei skipta Zeiss conquest út fyrir nightforce !! Hins vegar myndi ég hiklaust mæla með zeiss victory, ég á 2 slíka og það er topp græja og þú færð ekki mikið betri sjónauka.
Kv. Ingvar Kristjánsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 19 May 2014 20:33

Af hverju ekki Ingvar? Nightforce er snilldargræja sem tracka frábærlega. Glerin er flott en, ekki eins og Zeiss Victory en mjög fín. Síðan er það ATACR eða nýji Competition. Einhver er amk ástæðan fyrir því að þetta er algengasta gerðin í BR og F-Class.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

konnari
Póstar í umræðu: 10
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af konnari » 19 May 2014 21:54

Ástæðan Gísli er einmitt eins og þú segir að Zeiss er með mun betri gler en Nightforce....hins vegar framleiðir Zeiss ekki BR eða F-class sjónauka og því er það augljóst að þeir eru ekki brúkaðir þar :)

Fyrir long range tactical þá ber ég ekki saman gæðamunin á Schmidt & Bender 5-25x56 PMII og svo Nightforce NXS 5.5-22x56 eða NXS 8-32x56.........búinn að bera þá sama og það er himinn og haf þar á milli enda verðmiðinn eftir því.
Síðast breytt af konnari þann 19 May 2014 22:02, breytt í 1 skipti samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 19 May 2014 21:58

If you can see it - you can shoot it.

Við erum allt of snobbaðir í glerjum - þ.e. leggjum of mikila áherslu á að allt sé sem skírast.

Verð að segja eins og er að síðustu 2 dýr sem ég hef skotið, með S&B sjónauka ofan á rifflinum, horfði ég á í nokkrar sekúndur samanlagt. Gat lítið pælt í því hversu skýr þau voru.

En jú - menn hafa nú víst notað Zeiss/Hensholt í F-Class :) En nóg um það - tölum um græjur.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 15
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 20 May 2014 23:07

Sælir.
Sagðist ætla að koma með eitthvað meira hér er vetrardundið.
IMG_3713.JPG
BSA
IMG_3713.JPG (112.64KiB)Skoðað 2273 sinnum
IMG_3713.JPG
BSA
IMG_3713.JPG (112.64KiB)Skoðað 2273 sinnum
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 15
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 22 May 2014 22:54

Sælir.
Góður vinur færði mér langþráðan pakka í dag nú verður sko gamann að fikta :? verst að það er allt að gerast þegar ég hef akkurat engan tíma fyrir þessa hluti.
IMG_3723.JPG
IMG_3723.JPG (60.08KiB)Skoðað 2179 sinnum
IMG_3723.JPG
IMG_3723.JPG (60.08KiB)Skoðað 2179 sinnum
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 17
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 May 2014 23:17

Koma tímar koma ráð til lukku með dótið :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Aron Kr Jónsson
Póstar í umræðu: 4
Póstar:29
Skráður:24 Ágú 2012 23:17

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Aron Kr Jónsson » 26 May 2014 20:08

Sælir ég hef verið að reina að versla hjá http://www.sinclairintl.com/ en eitthvað er ekki rétt hjá mér sem gerir það að verkum að ég næ ekki að klára pöntun........ :oops:

ég væri til i aðstoð ef hún er í boði :D

http://www.sinclairintl.com/reloading-e ... Benchrest)
Kveðja
Aron Kristinn Jónsson

KarlJ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:15 Feb 2013 09:15
Fullt nafn:Karl Jónsson

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af KarlJ » 27 May 2014 01:17

Sæll Aron lenti í þessu um daginn. Þá var vandamálið að borga með vísakortinu inn á pöntunarsíðunni. Ef þú skoðar ferlið þá er boðið upp á að hringja inn og borga, þú vísar í order conformation númerið sem þú færð sent í tölvupósti. Þ.e. Þú klárar pöntunina merkir við að þú munir hringja inn seinna, hringir svo inn og borgar með kortinu.
Vona að þetta skiljist.
Karl Jónsson. Akureyri.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 17
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 May 2014 10:28

MÉR HEFUR GENGIÐ MJÖG VEL AÐ PANTA FRÁ ÞEIM EN ÉG NOTA REYNDAR PAY PAL
Var of fljótur á mér þarna er með masterinn á sinclair en á paypal allstaðar annarstaðar þar sem það er í boði
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Árni
Póstar í umræðu: 7
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Árni » 27 May 2014 21:16

Var að fá þessa elsku í hendurnar í dag
Schmidt & Bender 3-12x50 Zenith með flashdot, að sjálfsögðu með nýju festingunum (hringirnir hefðu mátt vera aðeins lægri...)

Það verður farið beint uppá svæði á morgun!
Viðhengi
CAM00140.jpg
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Svara