Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 14
Póstar: 1900
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Feb 2015 15:36

Ég hef nú ekkert verið að kaupa mér nýlega en þetta áskotnaðist mér á dögunum eftir umsóknarferli.
Viðhengi
image1 (1).jpeg
Virðuleg utanáskrift sem hæfir!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
aeiriksson
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 2
Skráður: 26 Feb 2015 23:04
Fullt nafn: Axel Freyr Eiríksson
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af aeiriksson » 28 Feb 2015 09:06

Var að leita að nýliðaþræðinum, enginn slíkur fannst. Allavega, var að skrá mig en hef verið að lesa spjallið í þónokkurn tíma.
Ég var nú svo sem ekki að "kaupa" mér en næsti bær við. Fékk í hendurnar Sabatti .308 sem er með 700 lás og Bushnell kíki sem ég set Leupold festingar á. Sem sagt þá er ég nýbyrjaður að feta mig eftir krákustiga riffilskotfiminar eftir að brúkað einungis haglabyssu, gaman að bæta þessu við :) langaði bara að kynna mig í leiðinni.
Kveðja
Axel Freyr Eiríksson - Borgarfirði
8667733 - axeleiriks@gmail.com

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 101
Skráður: 18 Feb 2012 17:10

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 28 Feb 2015 09:19

Sako 85 laminated stainless varmint .260Rem nýjasta dótið :-) fyrst ég fékk ekki dýr gat ég verslað hann :-)
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 285
Skráður: 11 May 2013 21:37
Fullt nafn: Jens Jónsson

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 28 Feb 2015 11:00

aeiriksson skrifaði:langaði bara að kynna mig í leiðinni.
Velkominn á spjallið Axel og vel við hæfi að þú byrjir að spjalla undir skotvopnaleyfinu hjá Veiðimeistaranum, hann hefur öðrum fremur miklar skoðanir á þessu eðal caliberi sem þú ert að byrja brúka.

Ég var að kaupa mér nýjan fjarlægðarmæli Zeiss Victory 10 x 45 RF sem ætti að duga fyrir cal 308 riffilinn minn ef ekki þá má alltaf létta kúluna svo hún fari ekki eins langt :) .
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 115
Skráður: 03 Oct 2012 22:07
Staðsetning: Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Morri » 28 Feb 2015 11:17

Sæll Jens

Hvar verslaðir þú Zeissinn? og hvaða prís?

Ég þarf að fá mér svona græju.
Síðast breytt af Morri þann 28 Feb 2015 11:49, breytt í 1 skipti samtals.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
aeiriksson
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 2
Skráður: 26 Feb 2015 23:04
Fullt nafn: Axel Freyr Eiríksson
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af aeiriksson » 28 Feb 2015 11:40

Hahaha já ég var einmitt að hugsa það þegar ég skrifaði póstinn. :)
Kveðja
Axel Freyr Eiríksson - Borgarfirði
8667733 - axeleiriks@gmail.com

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 285
Skráður: 11 May 2013 21:37
Fullt nafn: Jens Jónsson

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 28 Feb 2015 11:55

Sæll Ómar

Ég hélt uppá 20 ára reykleysi og keypti hann í Hlað. (konan dregur í efa að ég hafi reykt svona mikið) :roll:
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 177
Skráður: 16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Staðsetning: Sauðárkróki

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 28 Feb 2015 14:20

Sælir/ar.
Óska Sigurði til hamingju með skýrteinið. Magnað hvað sumir sleppa í gegnum nákvæma skoðun :)
Gaman að nýtt fólk á spjallinu kynni sig.
Jens, til lukku með gripinn. Og ég trúi þessu ekki upp á mína ágætu frænku :)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 115
Skráður: 03 Oct 2012 22:07
Staðsetning: Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Morri » 28 Feb 2015 14:36

Var hann sérpantaður fyrir þig Jens?
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 28 Feb 2015 14:42

Þá veit ég um þrjá þannig Sako í 260 Rem. Hvernig gler fór á hann?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 285
Skráður: 11 May 2013 21:37
Fullt nafn: Jens Jónsson

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 28 Feb 2015 14:49

Morri skrifaði:Var hann sérpantaður fyrir þig Jens?
Nei hann var bara uppí hillu hjá þeim en ég var búinn að hringja fyrst og ath hvort hann væri ekki örugglega til.
Jón Pálmason skrifaði:Og ég trúi þessu ekki upp á mína ágætu frænku
Það er nú líka óþarfi hún gerði engar athugasemdir við þessi kaup hjá mér.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 177
Skráður: 16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Staðsetning: Sauðárkróki

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 28 Feb 2015 16:05

Sæll Jens.
Jú, ég hélt það.
Ég er jafnvel giftur.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 256
Skráður: 25 Feb 2012 09:16

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Spíri » 28 Feb 2015 20:11

Ég myndi aldrei gefa allt upp hér sem ég er að kaupa, konan, vítisenglar, vinstri grænir eða aðrir öfgahópar gætu komið sér upp gagnagrunn um hvað ég á til og gert allskyns óskunda í leikherberginu hjá mér :lol: Annars lét ég senda mér einn Sig Sauer SSG 3000 (að sjálfsögðu í .308win) um daginn og setti á hann
Night Force NXS 8-32x56 á hann. Skaut sjónaukan inn með þrem skotum og eftir að hafa skotið og þrifið skv bókinni sendi ég eina 165grs sierra hlussu í 740 metra ferðalag (mælt með nýja Zeiss fjarlægða mælinum :mrgreen: ) þar sem hún átti stefnumót við 30x30cm stálplötu! Til gamans að þá er kíkirinn nullaður á 200metrum og þegar er komið uppí 740 metra hefur hún fallið 5,72 metra! Sem gera 26,5MOA
Alveg hrikalega skemmtilegur riffill í einhverju besta cal sem fundið hefur verið upp!!! :lol: :lol: :lol:
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 15
Póstar: 490
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 01 Mar 2015 11:10

Kænski ekki nýr í minni eigu en! Nýtt vín, gamall belgur
Þessi er búinn að fylgja mér nokkuð lengi og verið notaður í ýmsar tilraunir og bras.
Grunnurinn er Carl Gustav M96 lás og hlaup í 6,5x55 frá því um 1902-3 og er trúlega fluttur inn í þessu skefti sem er sennilega af Ítölskum ættum frá Grænlandi.
Í núverandi mynd er hann með Cervellati skeftispúða frá Sportvík ásettur af Guðmanni (257 Wetherby hér á spjallinu) restina af skeftinu vann ég sjálfur bæs og olíu. Gikkurinn er Timney sportsman stilltur í tæp 2 lbs. Sjónaukafestingar eru af óvissri gerð en hringirnir eru Burris Signerature Zee með hjámiðju insertum Sjónaukinn í augnablikinu er Carl Zeiss Jena 8x56. Tvífóturinn er Harris 6-9“ með veltingi. Hlaupið snittuðum við félagarnir í vinnunni með 14-1 gengjum, brakeið er „TRG“ í 2/3 skalla smíðað af Garðari (Petrolhead hér á spjallinu).
Næst er að skafa innan úr skeftinu og bedda upp á nýtt, fá hann svo til að skjóta einhverju léttara en 140 grn vel, langar til að prufa 120 grn markkúlur .
Viðhengi
Allur.jpg
Allur.jpg (125.04 KiB) Skoðað 1209 sinnum
Allur.jpg
Allur.jpg (125.04 KiB) Skoðað 1209 sinnum
púði.jpg
púði.jpg (73 KiB) Skoðað 1209 sinnum
púði.jpg
púði.jpg (73 KiB) Skoðað 1209 sinnum
sjónauki.jpg
sjónauki.jpg (85.98 KiB) Skoðað 1209 sinnum
sjónauki.jpg
sjónauki.jpg (85.98 KiB) Skoðað 1209 sinnum
Brake.jpg
Brake.jpg (48.09 KiB) Skoðað 1209 sinnum
Brake.jpg
Brake.jpg (48.09 KiB) Skoðað 1209 sinnum
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 12
Póstar: 334
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af petrolhead » 02 Mar 2015 23:56

Þetta er orðinn hinn huggulegasti gripur hjá þér félagi Jón :-)
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 14
Póstar: 1900
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Mar 2015 07:18

Flottur Jens til hamingju, þá getur þú kannski farið að nota 308una til veiða af einhhverju viti, hún notast illa við það nema með fjarlægðarmæli að mínu viti, mannstu :lol:
Jón, er ekki hlaupið á gamla Carl Gustaf snittað orginal? Flottur riffill eftir þessa upplyftingu :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 285
Skráður: 11 May 2013 21:37
Fullt nafn: Jens Jónsson

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 03 Mar 2015 09:11

Þakka þér fyrir Siggi, já hver þarf flatan riffil þegar búið er að stilla kíkirinn á færið sem dýrið er á
Jens Jónsson
Akureyri

BrynjarM
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 70
Skráður: 12 Jun 2012 13:16

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af BrynjarM » 03 Mar 2015 17:57

Ordnung muß sein, segja þýskir. Gaman að sjá hvað Jón Aflabrestur fylgir því vel eftir við uppröðun verkfæra.
Brynjar Magnússon

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 15
Póstar: 490
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 03 Mar 2015 21:32

Sælir Félagar.
Takk fyrir hólið er loksins sáttur við þennan nema að brakeið fær að fjúka þegar/ef kútar verða löglegir,
Garðar, þú átt nú töluverðan hlut að máli.
Siggi, sumir eru snittaðir og þá fyrir tól til að tvístra trékúlum sem voru notaðar til æfinga, en svo eru aðrir það ekki, á 2 orginal annar 1900 Obendorf sem er snittaður hinn er 1943 Husqvarna sem er ekki snittaður en hann er að vísu ekki smíðaður fyrir herin heldur Frivilliga skytte rölsen, en þessi er nú talsvert mikið styttri en orginal :P
Brynjar, ekki slæmt þegar maður er nefndur í sömu setningu og quote í Von Hindenburg, annars er ég verkfæraperri á háu stigi :roll:
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 12
Póstar: 334
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af petrolhead » 04 Mar 2015 03:00

Félagi Aflabrestur: Er verið að gefa það í skyn að í þér búi prússnesk sál, eins og það hefði verið kallað á þeim tíma er við vorum saman í námi ??? :lol: en þar er nú ekki leiðum að líkjast.
Og þeim sem ekki þekkja Jón get ég bent á að það er ekki nóg með að verkfærin séu hengd upp af stakri reglu heldur eru þau svo hrein þegar þau eru hengd upp að það mætti snæða með þeim :mrgreen:
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara