Síða 1 af 11

Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 17 Mar 2014 16:24
af Veiðimeistarinn
Mér datt til hugar að starta þræði sem við getum montað okkur af nýjum græjum, byssum og tilheyrandi.
Ég var að fjárfesta í nýjum sjónauka á riffilinn hjá mér, niðurstaðan var Zeiss Conquest 6,5-20x50 silver með hunting turrets, mil dot krossi og áfestum hallamæli.
Fékk hann örlítið notaðan á góðu verði og nú verður 30 ára gamla góða Taskoinum sem ég keypti af Árna Loga forðum, skipt út og hann geymdur til vara í skápnum.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 17 Mar 2014 19:11
af Gisminn
Maður er alltaf að versla sér dót :-)
Hallamálið er algjört þarfaþing á lengri færin fyrir svona pésa eins og mig sem á það til að halla sketinu að mér :-)
Hjá mér er það nýjasta Sonic hreinsivél,Úrsláttarhamar þar sem ég komst að að ég á ekki að hlaða ársbirgðir af skotum eftir 6mánuði + fer að bera á ónákvmni þar sem sumar kúlurnar eru að bíta sig í brassið svo ég slæ þar örlítið út og set þær á sinn stað.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 17 Mar 2014 23:17
af Sveinbjörn
Já Browning veiðijakka sem mín góða kona gaf mér í afmælisgjöf og frétti hún það eftir á.

Og hverju ætlar þú svo að henda vildi hún vita því eitthvað er til fyrir sem tekur full mykið pláss.

Svo er ég farinn að trimma á morgnanna. það er bara gaman með kaffi og hlusta á útvarpið á meðan. Var mjög duglegur í morgun og tók tuttu hylki yfir morgunfréttum.

Svo á ég hlaup í pöntun hjá Hjálmari í Hlað sem kemur í næsta mánuði.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 01 May 2014 00:01
af Veiðimeistarinn
Þá er Zeiss Conquest 6,5-20x50 sjónaukinn kominn á 6,5-284 riffilinn hjá mér, og riffillinn kominn frá Gylfa vini mínum Sig og er eins og nýhreinsaður hundur.
Gylfi prufaði hann eftir þrifabaðið með massa, skóp og alles......og varð alveg standandi bit hvað hann setti vel með þessar léttu kúlur 95 gr. V-Max á 3400 fetum þegar hann prufaði hann á eftir. Fimm skot sem öll komust fyrir ,,undir krónupeningi" sagði höfðinginn, þegar hann mátti mæla :lol:
Nú er bara að stilla hann inn, ég sagði við séra nafna sem bauð mér að koma með sér á laugardagsmorguninn að skjóta í mark að ég ætti bara 4 skot til að stilla hann, en mér dygðu 3 sagði ég rogginn, svo nú verð ég bara að standa við stóru orðin :roll:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 01 May 2014 00:18
af Veiðimeistarinn
Svo komst ég í skápana hjá séra nafna, honum Gunson okkar hérna!
Það er greinilegt að honum verður seint varnað aðgangs þarna í ,,uppheimum" eins og hann er vel vopnum búinn.
En miðað við skotfærin í skápnum gæti hann Lykla Pétur orðið dálítið snúinn og kannski ekki mjög hræddur, ef hann er ekki að væflast þarna í hliðinu berfættur, ja.....svona ef hann hefur eitthvað vit á byssum og skotfærum 8-)

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 01 May 2014 00:21
af gylfisig
Siggi minn. Þú misskildir aðeins. Ég sagði öskutunnulok. Ekki krónupeningur :D
En hvað um það. Riffillinn þinn skaut vel eftir mössunina.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 01 May 2014 00:26
af Veiðimeistarinn
Ég vissi nú að þið Þingeyingar eru góðir með ykkur, en ég vissi ekki að þið hefðuð sérslegna krónupeninga norður þar, ja......nema krónupeningarnir ykkar séu líka svona loftfylltir......?...... 8-)
Takk æðislega Gylfi minn fyrir liðlegheitin og hjálpina, þið Þingeyingar eruð höfðingjar heim að sækja og bóngóðir með afbrigðum, það verður aldrei af ykkur tekið :D

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 01 May 2014 09:30
af johann
Ég náði loksins í púður!

Annars ætlaði ég að kaupa 5-skota magasín í tikkuna mína hjá þér Sveinbjörn og þú tókst niður pöntun - fyrir ári síðan.. grunar að miðinn hafi farið beint í ruslið því ekkert hef ég magasínið séð.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 01 May 2014 17:15
af karlguðna
Eitt stk. oterup frá hlaðverjum 22lr. :D hlakka til að prófa ,,, vantaði reyndar "gatið" í aftur sigtið en Bóbó Norðfjörð reddaði því með stæl,, svo nú er bara að prófa,, :D :D :D

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 01 May 2014 20:44
af Pálmi
204 Ruger hlaup á Blaser R8, er að fikta við hleðslur núna sem lofa góðu :D

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 01 May 2014 22:11
af Stebbi Sniper
Sinclair Neck Turner... þennan græna NT-4000 held ég að hann heiti.

Svo fékk brói í sömu sendingu Redding Competition Die-a í .284 Win riffilinn. Þeir eru ekki ókeypis!

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 01 May 2014 22:55
af slapper
Í vetur keyfti ég sako trg 300wm með zeiss victory 6x24x56 af Gylfa Sig. Svo er að sækja hleðslusettið í hlað à Húsavík à morgun. Fórum 2 fyrir styttu að skjóta á lengri færum 500m og 677m. Gekk betur en mig hafði nokkur tíma grunað.
Kv Alexander

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 02 May 2014 12:15
af Jón Pálmason
Sælir/ar.

Leðurhaglapung / flösku með skammtara. Fyrir framhlaðninga.
Framleiðsluár ca 1850.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 06 May 2014 09:37
af konnari
Var að koma úr verslunarferð í Basspro í Orlando og keypti þar töluvert af kúlum og hylkum ásamt öðru mis mikilvægu dóti :D

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 06 May 2014 21:52
af petrolhead
Konnari; djö... öfunda ég þig :mrgreen: , það er gaman að kíkka í þá búllu :lol:

Annars var undirritaður að versla tálgaðan spítukubb frá honum Randy Boyd í Ameríku og bíð þolinmóður eftir að USPS komi honum á leiðarenda :roll:

MBK
Gæi

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 07 May 2014 12:24
af jon_m
Var að fá þetta í hús frá US&A

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 07 May 2014 13:12
af gylfisig
Nýtt 6 mm Krieger hv hlaup á Arctic Eagle 6 PPC á leiðinni.
Eitthvað af öðru stöffi með , þar á meðal Fl diar fyrir 6 ppc og 30 BR

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 07 May 2014 20:31
af Gisminn
Nýjasti aukahluturinn á 204 var að detta í hús :-)

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 07 May 2014 20:56
af Gisminn
Í reisn :-)

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 07 May 2014 21:22
af karlguðna
Steini hvar fékst þú þetta ???