Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 17
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 May 2014 22:55

Hér :-)
http://www.sinclairintl.com/shooting-re ... 55177.aspx
Hingað kominn af því að við vorum 2 og deildum flutningskostnaði þá kostaði þessi 17.200
En svo er Hlað með aðra útgáfu en þessa og er hún dálítið dýrari en hún hefur stærra aðlögunarhaf
http://hlad.is/index.php/netverslun/tvi ... precision/
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af skepnan » 07 May 2014 23:38

Fékk mér líka tálgaðan spýtukubb frá Boyds. Pantaði hann 15. apríl og fékk hann í hendurnar 6. maí. Svo þarf bara rétt að pússa smá innanvert og Bob's your uncle! :D
IMG_5928.JPG
Gamla skeptið
IMG_5929.JPG
Samanburðurinn
IMG_5930.JPG
Nýja skeptið
Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Guðmundur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:23
Skráður:14 Dec 2012 12:02

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Guðmundur » 11 May 2014 11:33

Keypti þennan eðalgrip um daginn, Jói setti aftara gatið á fyrir mig. Þetta er að skjóta ansi vel, amk töluvert betur en ég :).

https://www.facebook.com/media/set/?set ... 724&type=1

Guðmundur
Guðmundur Jónsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 12
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af petrolhead » 13 May 2014 21:06

Sælir félagar.
Þá er skeptið mitt búið að skila sér, tók um 3 vikur en ég hlakkaði bara til á meðan :-D
Ég sé ekki annað en þetta sé góð smíði, gat sett járnið í spítuna án þess að tálga nokkuð, en verð víst aðeins að massa þetta því hlaupið liggur í, en fyrir innan við 25 kall komið heim þá er ég mjög ánægður....svo er bara að vinda sér í að fínpússa og olíbera ;)

MBK
Gæi
Viðhengi
WP_20140513_022.jpg
Kvörnin komin í nýju spýtuna
WP_20140513_014.jpg
Gamla og nýja spítan
WP_20140513_016.jpg
Í gömlu spítunni
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af skepnan » 14 May 2014 00:28

Sæll Garðar, það var eins hjá mér. Allt smellpassaði saman hjá mér vandræðalaust og hlaupið er alveg frífljótandi, eins og lofað var. Mitt kom fullklárað að utan og pússeríið að innan var bara til þess að fínvinna það, þess þurfti svo sem ekki en ég bara varð - þú skilur :oops: :D

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af E.Har » 15 May 2014 09:21

Bætti við mig Labrador....
Búinn að vera veiðihundlaus frá seinasta vori.
Svo smellti mér á eitt stykki.

Kolkuós pastel Eva........

Ættbók á lengd við meðal víking :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 12
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af petrolhead » 15 May 2014 22:10

Sæll Keli.

Ég svo sem átti þess ekki kost að fá skepti sem passaði alveg fyrir þann contour sem er á hlaupinu á '48 módeli af Husqvarna, mil-step shape passaði best af því sem var í boði hjá honum Boyd, svo ég vissi að ég mundi þurfa að fiffa þetta til.
LOL ég hef fullan skilning á þessu hjá þér....ég bara varð aðeins að strjúka mínu með sandpappír að innan ...svona í leiðinni þar sem ég var að fínpússa að utan :geek:
En góð kaup, mundi hiklaust fá mér svona skepti aftur....eee já og á það örugglega eftir :lol: .

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Árni
Póstar í umræðu: 7
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Árni » 16 May 2014 00:38

Nýkominn frá Ameríkunni og pantaði mér nokkra smáhluti á hótelið eins og torque wrench og flip-up lok.
Er að fá nýjan sjónauka svo ég ákvað að fara "all-in" í festingum. Fór reyndar kannski of mikið "all-in" því hringirnir eru mjög þungir, þarf að sjá til hvernig þetta verður þegar sjónaukinn er kominn á, enda mögulega á að selja þá og fá mér léttari.

+ stig fyrir þann sem getur sagt hvaða teg af pic raili og hringjum þetta er
Viðhengi
123.jpg
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Árni More Arason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:23 Ágú 2013 16:53
Fullt nafn:Árni More Arason
Staðsetning:Njarðvík

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Árni More Arason » 16 May 2014 14:03

Er þetta US Tactical Systems? Stál hringir og rail?
Árni More Arason
Keflavík

Árni
Póstar í umræðu: 7
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Árni » 16 May 2014 14:27

Neibb,
Þetta munu vera rail frá Badger Ordnance og Max50 hringir frá Badger líka, keypti inlets með ef ég skyldi eignast tommu túbu scope í framtíðinni.
En þeir eru tommu breiðir og eru 430 grömm... :/
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af maggragg » 17 May 2014 09:01

Jæja, lét verða af því í gær að panta mér GemPro 250 stafræna vog.

Þar sem ég stefni á fara í það að hlaða fullt af skotum fyrir sumarið þá þarf maður alvöru græju. Þessa hefur mig dreymt um lengi...

Pantað á ebay, fyrir um 150$ með sendingu. Þessi er NÁKVÆM eða uppá 0,02 grain.

http://bulletin.accurateshooter.com/201 ... -my-weigh/

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=fClPCbuKiXQ[/youtube]

Hvíti tricklerinn er svo næstur á listanum :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 17
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 May 2014 09:48

Flott mál endilega láttu vita þegar þú ert búinn að prófa ég er í vandræðum með mína hvað hún er fljót að skekkjast. Ég þarf að tara á 1-2 skota fresti
Síðast breytt af Gisminn þann 17 May 2014 11:36, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af maggragg » 17 May 2014 10:16

Gisminn skrifaði:Flott mál endilega láttu vita þegar þú ert búinn að prófa ég er í vandræðum með mína hvað hún er fkjót að skekkjast. Ég þarf að tara á 1-2 skota fresti
Hvernig vog ertu með?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 17
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 May 2014 11:51

Þessa
http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/f ... vara/77781
Og grínlaust ef ég hlæði 10 skot í röð án þess að tara þá gæti skekkjan auðveldlega verið 0,8 grain og alltaf uppávið svo fyrir mig sem dansa á línuni er þetta ekki gott en skálavogin sem ég auglýsi hér á vefnum benti mér í raun á skekkjuna þegar ég var að byrja að nota hana þá hlóð ég einmitt 10 skot og í ganni ákvað ég að bera þær saman og þegar skálavogin sýndi rétt fyrstu 2 skotin en fór svo að syna að púðurmagn færi hækkandi þá taraði ég vogina og vigtaði sýðasta skotið og skemst frá því að segja að upprunalega vigtunin var sögð 28.8gr en eftir törun var hún 29,5 grain en ef ég tara á 2 skota fresti þá er allt í góðu en bara pínu leiðinlegt.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Guðmundur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:23
Skráður:14 Dec 2012 12:02

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Guðmundur » 17 May 2014 12:06

Ég lenti í sama veseni og þú Steini með þessa vog, hélt ekki mælingum nema stutt í einu.
Skipti henni út og fékk mér aðra og hefur hún virkað ágætlega.
http://hlad.is/index.php/netverslun/end ... gital-vog/

Ætti maður að vera með skálavog til að tékka á þessum digital vogum til öryggis ? Ég endurstilli mína digital vog reglulega og mæli svo aftur hleðslu sem ég var búin að vikta til að sjá hvort hún sé að breyta sér. ??
Guðmundur Jónsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 17 May 2014 13:26

Líst vel á þetta hjá þér Maggi. Er með svipaða uppsetningu - reyndar RCBS 1500 vog og síðan þennan Omega trickler. Þetta virkar bara vel.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af karlguðna » 17 May 2014 13:27

Fékk mér þessa og er mjög ánægður http://hlad.is/index.php/netverslun/end ... 00-purvog/ eina skiptið sem ég tók eftir skekkju var þegar það var vont veður og konan var að opna útihurðina upp í vindinn og loftþrýstingur breittist mikið í húsinu ,, reyndar endurset ég alltaf vigtina í hvert skipti sem ég byrja að hlaða ..
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af maggragg » 17 May 2014 15:02

Þessi Gempro 250 er einmitt þekkt fyrir að halda stillingunum sínum einstaklega vel og vera líka mjög nákvæm, Var prófuð með nokkrum öðrum og gaf dýru iðnaðarvogunum ekkert eftir þegar kom að skekkju. Þessvegna valdi ég hana en hef haft augastað á henni í nokkur ár. Ég skrifa svo nýjan þráð um reynsluna af henni þegar ég verð búin að nota hana :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Aron Kr Jónsson
Póstar í umræðu: 4
Póstar:29
Skráður:24 Ágú 2012 23:17

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Aron Kr Jónsson » 17 May 2014 21:41

Sælir hér er nýjasta græjan á þessu heimili :)
lás Stiller p1000
skefti GRS long range
gikkur Jewell HVR
hlaup Krieger HV
6mm br NORMA :shock:
Viðhengi
stiller.jpg
Kveðja
Aron Kristinn Jónsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 15
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 18 May 2014 13:32

Sælir.
Steini og Guðmundur, ég hef ekki getað séð annað en að þetta sé nákvæmlega sama voginn bara sitt hvor miðin áhenni, er með svona vog verslaða á e-bay ca 2008 með 3 lookinu hún hefur reynst mér ágætlega miðað við að hafa kostað innan 2000- kall á sínum tíma komin heim, búinn að hlaða nokkur þús. skot á henni síðan þá.
Það er 3 sem þessum græjum er ílla við og þarf að varast, það er loftþrýstingur, hitastig og undirlag.
Það er ekki gott að vera að hlaða með þessum græjum þar sem einhver umgangur er inn/út og hitastig hefur áhrif, í skúrnum hjá mér rokkar hitinn töluvert 12-4 til 20 gráður og hún er mun viðkvæmari eftir því sem kaldara er inni, og ef undirstaðann er ekki alveg stöðug þá fer allt í fokk strax! borðið hjá mér er boltað bæði í vegg og gólf og það þarf samt ekki að reyna að kúlusetja um leið og það er verið að vigta. Tók eftir því í morgun að vindur gæti haft áhrif það er töluvert hvasst hér og ég í timburhúsi og vigtin óvenju viðkvæm.
Ég geri þetta alltaf eins kveikji á græjunni bíð í ca 1 mín meðan hún hitnar tékka með lóðinu eða pönnuni og calibrera ef þarf, byrja að hlaða en legg alltaf tóma pönnuna á vigtina á milli skamta til að tékka hana af og fylgist með hvort eh. breitist.
Í guðsbænum ekki nota tvær vigtar eða fara að bera þær samann þá endar þetta þannig að þið teystið hvorugri á endanun, finnið hleðslu á ykkar vigt sem virkar, og haldið ykkur við hana.
Maggi bíð spenntur eftir hvernig þetta kemur út, langar í betri vigt en hef varla ráð á RCBS eða Hornady sem stendur.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Svara