Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 4
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:
Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af jon_m » 12 Oct 2014 23:40

Stebbi Sniper skrifaði:Sæll Jón Magnús

Þetta þykir mér verulega eigulegur gripur sem þú ert kominn með í hendurnar þarna.

1. Úrvarls sjónauki og kannski mest spennandi sjónaukinn fyrir peninginn að mínu mati. Ef ég væri að kaupa mér sjónauka á veiðiriffil í dag sem ég vildi líka getað notað í mót, þá býst ég við að ég myndi fá mér þennan sjónauka.

2. Fínt skepti, er þetta REM Sendero skepti?

3. Er Remington gikkur í honum eða aftermarket?

Ég er alveg kominn á það að notagildið á að vera það sem ræður för. Þess vegna myndi ég stytta á honum hlaupið um 4 - 5 tommur og setja uppáskrúfaðan hljóðdempara á hann ef ég fengi leyfi fyrir slíku.

Svo myndi ég líka munda DeWalt-inn og setja svona kinnpúða að hætti Ryan Cleckner á hann og tvífót sem stendur framúr skeptinu.

Þá væri þetta að verða fullkomið vinnutæki að mínu mati og tuttuguogfimman myndi ekki gera neitt annað en að rykfalla inn í skáp... :oops: :? ;)

Einn fróðleiksmoli um .308!!! 6 - 8 þúsund skot af úrvals nákvæmni! 8-) Þó ég myndi mjög líklega freistast til að velja 7mm 08.

Annars mjög flottur riffil, til hamingju með hann.
Já mig vantaði öflugri sjónauka á Sako-inn og langaði í þennan.

Það er original gikkurinn í honum,

Er búinn að sækja tvisvar um hljóðdeyfi á hreindýrariffilinn en verið hafnað jafn oft. Það hlítur að gangar í þriðja skiptið. Sjáum til hvort ég tími að stytta hlaupið þegar þar að kemur, held það þurfi að stytta það um amk. 10 tommur ef ég á að nenna að bera þetta í 60 daga til að skjóta 5-10 skotum.

Ef þetta reynist góður pappírsgatari þá er aldrei að vita nema skepti og gikkur verði uppfært síðar, amk. verð ég í nokkur ár að skjóta 8 þús skotum.
Veiðimeistarinn skrifaði:Jæja Jón minn, ég skil, menn hafa lent í ýmsu hérna.
Nú hefur þú að vísu lent óvenju illa í því, enn, fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, þú getur altént notað af honum sjónaukann !!!!
Ég ætla nú samt að vona að þú hafir ekki þurft að gefa augun úr, fyrir þetta apparat 8-)
Annað en sjónaukinn virðist þurfa svo mikillar lagfæringar við, að mati Stebba Snipers, að það svarar nú vart kostnaði að fara að krukka í það, alle samen.
Tuttugu og fimman verður fín með þennan sjónauka, með mil dot krossi og alles, þú getur allavega mætt mér á jafnréttisgrunni i Hreindýrahreystinni næsta sumar :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Já þetta var ekki á planinu, en þar sem ég borgaði minna fyrir hann en nýr sjónauki með festingum hefði kostað í Hlað þá gat ég ómögulega sleppt þessu. Ég fékk amk. sjónaukann sem mig langaði i. Það kemur svo í ljós hvernig mér líkar við .308, mér skilst að þetta sé vel brúklegt i að gata pappír.

En þessi riffill fer nú sennilega aldrei á hreindýraveiðar aftur, a.m.k. ekki ef ég þarf að bera hann.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 13 Oct 2014 11:40

Flottur riffill Jón. Og sjónaukinn er frábær - er með nákvælega eins sjónauka - 10 MIL turn ekki rétt?

Annars góð comment frá Stebba - sérstaklega varðandi hljóðdeyfi. Ótrúlegt að það skuli vera svona mikið vesen að eignast þá.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 9
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 13 Oct 2014 13:31

Veiðimeistarinn skrifaði:Jææææja Stebbi minn, bara alltaf í boltanum, á nú að bakka út úr öllu saman þú finnur riffilgarminum allt til foráttu og vilt breyta honum svona og svona mikð og klikkir svo út með því að segja að eftir svo og svo miklar breytingar mundir þú ekki einu sinni velja þetta apparat sem fyrsta kost.
Sveiattan, hér hafa menn nú reynt að standa og falla með því sem þeir segja, en reka ekki í bakkgírinn með skottið undir bíl, skott sem nær alveg fram að framhásingu, og vilja ekki kannast við neitt :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Ég hélt að við værum vinir Siggi... samt hjólar þú í mig með tveggjafóta tæklingu og ættir réttilega að fá rauða spjaldið að launum! Núll-Sex söfnuðurinn hyllir þessa aðför þína eins og við var að búast!!! :shock:

En ef þú setur nú upp gleraugun aftur og lest fyrri póstinn minn yfir þá sérðu að ég er að gera allt annað en "að finna honum allt til foráttu" heldur að láta í ljós mína skoðun á því hvernig má gera góðan riffil enn betri fyrir atvinnu skyttu eins og Jón er.

Að fenginni reynslu veit ég að þungt hlaup sem er 27" langt er í það lengsta til þess að brölta með á hreindýraveiðar. Ástæðan er einföld, riffillinn er frekar framþungur og leitast við að taka fram úr manni þegar maður skríður með hann á bakinu að hreindýrahjörð.

Af sömu ástæðu er gott að nota tvífót sem stendur fram úr forskeptinu þ.e. að færa balance-inn aftar þegar maður miðar, annar kostur sem þessir fætur hafa umfram Harris er sá að það er gott að leggjast í hann "load the bipod". Þó ég hafi þessa skoðun þá á ég Harris fót sjálfur og finnst hann ágætur, held bara að hinn sé betri... Talandi um Harris, hver var aftur þín skoðun á honum?

Sumir verða svona þegar þeir eldast! Þeir vilja ekki þróast neitt eða læra neitt nýtt... halda bara að það sem þeir eiga sé það besta sem til er og engu má breyta eða bæta!!!

Þar sem caliberið er 308, þá þarf hann ekki svona langt hlaup til þess að skjóta með mjög góðri nákvæmni út á 5 - 600 metra færi.

Það að saga hlaupið með járnsög, snitta og Crown-a uppá nýtt, er nú ekki mikill kostnaður, og hljóðdeyfirinn kostar það sama þegar leyfið er komið, hvort sem hann er á .308, núll-sex eða 6,5 - 284.

Að freistast til að velja 7mm 08 frekar, þýðir ekki að ég myndi taka .308 hlaupið af og henda því eða hvað? Þetta er eitthvað sem er hægt að hafa í huga til framtíðar ef Jóni tekst eitthverntíman að skjóta út þetta hlaup. Svo er líka ekki bannað að eiga tvö hlaup á einn riffil! Tvö 08 hylki eru tvisvar sinnum betri en eitt!!! :lol:

Það munda DeWalt-inn kostar náttúrulega ekki neitt og kinnpúðan má tálga úr hvaða spítu sem er.

Ryan Cleckner

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=COoXVpGfXQE[/youtube]
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 12
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Oct 2014 20:24

[quote="karlguðna"]þetta er svolítið mikið fyrir aldin kall í afmælisgjöf ,,, http://www.hlad.is/index.php/netverslun ... garmaelir/ gott að eiga góða konu,,, :D :D

Ef þetta er ekki að vera vel giftur þá veit ég ekki hvað :o
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 14
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Oct 2014 20:53

Já Jón ég var nokk viss um að það var sjónaukinn sem þú varst að ásælast.....ennn....riffilgarmurinn getur vel nýst þér í dramtiðinni til markskytterís, ég hef aldrei mótmælt að svona verkfæri eru fín til þess brúks.
Þú mannst kannski eftir því að þú tókst fyrir mig Zeiss Counquest sjónaukann fyrir mig fyrir sunnan og komst með hann austur, ég hefði sennilega keypt riffilinn undir honum líka, (Savage Palma cal. 308) ef ég hefði ekki fengið hann öðruvísi, en ég slapp við það blessunarlega þar sem sjónaukinn var falur sér.
Ég hefði að vísu losað mig strax við hann, það hefði sennilega ekki verið vandamál, það eru allir að hæla þessum græjum svo svakalega hérna :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:

Stebbi min......auðvitað eru öll dýrin í skóginum vinir, auðvitað erum við vinir líka.....allavega lít ég svo á, ég vona að þú geri það líka....þrátt fyrir smá hártoganir, en það er nú bara minn stíll og mér finnst enn skemmtilegra þegar það ber þann árangur að menn verða hörundsárir og fara að velta sér upp úr allskonar afsökunum :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Já að sjálfsögðu er það minn háttur að lesa öll koment hérna með mínum gleraugum og ég nota alltaf sömu gleraugun :lol: :lol: :lol: :lol:
Svo ég fari aðeins yfir þetta þá finnst mér allt í lagi að menn noti 308 í markskotfimi ef þeir á annað borð kjósa það, það hefur líka komið fram, að það er og verður ekki mitt val alla jafna, þó það hafi komið fyrir.
Það er líka allt í lagi þó ég telji það fráleitt besta kostinn að skjóta hreindýr með þessu kaliberi en veiðmenn hafa jú oftast allan heimsins tíma til að skjóta sitt hreindýr ef þeir hafa á annað borð nothæfan leiðsögumann, sem mælir fjarlægðina og gefur nógan tíma til að klikka sjónaukann til, en mér finnst það samt vera óþarfa tímaeyðsla (mér finnst nú líka óþarfa tímaeyðsla að raka mig á hreindýraveiðitímanum).
En fyrir sómakæran hreindýraleiðsögumann fynnst mér ómögulegt að nota þannig vopn, málið er nefninlega að ef ég þarf á annað borð að hleypa af skoti á hreindýr á veiðitímanum er það æfinlega á sært hreindýr eftir oftast, mikil hlaup og æfinlega á löngu færi, þá hef ég tímann mjög af skornum skammti til að fella dýrið og þá gildir það eitt að gerta skotið fljótt án neinnar umhugsunar, ég hef kallað það að, skjóta fyrst og hugsa svo!
Þess vegna skil ég það mæta vel þegar Jón Magnús segir ,,þessi riffill fer nú sennilega aldrei á hreindýraveiðar aftur".
Ég hefði hugsað svipað :)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Feldur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:20
Skráður:28 Jun 2012 09:14

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Feldur » 14 Oct 2014 20:56

Ég var einmitt búinn að vera í þessum pælingum með sjónaukann hjá mér, hann var alltof hátt og ég náði ekki að liggja þétt á skeptinu (á Sako 75) og horfa í gegnum sjónaukann.

Eftir nokkra yfirlegu á veraldarvefnum rakst ég á þetta:
http://www.bradleycheekrest.com/Bradley ... le_c11.htm

Ég keypti svona "Adjustable" þar sem ég vissi ekki hvað ég þyrfti mikla hækkun en ég endaði í gati 2 af 4 en það gaf um 24mm hækkun. Svo er líka hægt að taka stillanlegu hækkunina af og þá er þetta bara nokkrir millimetrar.
Allavega, þá er þetta mjög stöðugt á rifflinum og er ekkert að hreyfast. Núna get ég klínt mér á skeptið og séð fulla mynd í sjónaukanum, þvílíkur munur.
Ég borgaði um 17 þús fyrir þetta heim komið en ég fékk ca 10% afslátt hjá þeim þar sem þeir höfðu ekki selt þetta áður til Íslands :P

Þetta er hægt að festa á nánast öll skepti og ekkert stórmál að færa milli riffla. Þetta er fest á með frönskum (fölskum?) rennilás og fylgdu nokkrar aukastærðir með.

Ef þið eruð að spá í að panta ykkur, þá skuluð þið bara senda honum póst og hann hendir á ykkur PayPal reikning (sem hægt er að borga án innskráningar).

Ef einhver vill forvitnast eitthvað meir um þetta þá má alveg bjalla á mig (843 7779).

Feldur
Ingvar Ísfeld Kristinsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 9
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Oct 2014 22:40

Stebbi min......auðvitað eru öll dýrin í skóginum vinir, auðvitað erum við vinir líka.....allavega lít ég svo á, ég vona að þú geri það líka....þrátt fyrir smá hártoganir, en það er nú bara minn stíll og mér finnst enn skemmtilegra þegar það ber þann árangur að menn verða hörundsárir og fara að velta sér upp úr allskonar afsökunum :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Heh... ég er að sjálfsögðu ekki hörundsár og þarf heldur ekkert að afsaka! Því ég hef tamið mér þann góða sið að hafa alltaf rétt fyrir mér og það er náttúrulega þannig í þessu tilfelli eins og öðrum! 8-)

Fótbolta commentið var að sjálfsögðu góðlátlegt grín, enda opnaðir þú á það! :? Vinir mínir í núll-sex söfnuðinum taka því tæplega ílla! Enda hef ég ekki mjög sterkar skoðanir á því hvað menn eiga og hef oft sagt það að caliberið skiptir engu máli ef menn nenna ekki að æfa sig að skjóta og læra á sinn riffil.
Ég var einmitt búinn að vera í þessum pælingum með sjónaukann hjá mér, hann var alltof hátt og ég náði ekki að liggja þétt á skeptinu (á Sako 75) og horfa í gegnum sjónaukann.

Eftir nokkra yfirlegu á veraldarvefnum rakst ég á þetta:
http://www.bradleycheekrest.com/Bradley ... le_c11.htm
Þetta finnst mér snildar flott Ingvar!!! Ef þetta virkar svona vel, þá myndi ég líklega líka skoða þetta frekar en að skemma skeptið með DeWaltinum! "Svo lengi lærir sem lifir"! :oops:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 14
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Oct 2014 20:39

Talandi um að hafa verið að kaupa sér eitthvað dót :D
Ég hef bara alveg gleymt mér í að dissa menn hérna útaf 308 :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Ég er eins og fram hefur komið nýkominn úr Ameríkuhreppi og fór nattlega í Cabelas í Mineappolis.
Hér kemur mynd af smá sýnishorni þaðan, hlíf á stýrið í Landcrusernum, tappi upp í prófíltengið framan á sama bíl þetta að sjálfsögðu merkt Cabelas.
Síðan fengu að fljóta með nokkur skot í 410, slug og 3" það er ekki til mikið úrval af svona hérna heima.
Síðan keypti ég mér bömms af fötum, buxum skirtum, náttbuxur og kvöldpeysa flutu með, fóðruð flíspeysa og úlpa, ýmsu smálegu sem ekki tekur að nefna nér birta myndir af það telst bara til daglegra þarfa hjá mér :D
Viðhengi
IMG_2069.JPG
Hlíf á stýrið, og lok á prófíltengið ásamt nokkrum skotum í 410.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 21 Oct 2014 22:10

Var ekkert mál að kaupa skotin - og þá í kjölfarið að taka þau heim?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 14
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Oct 2014 23:21

Nei það var ekkert mál að kaupa skotin, afgreiðslumaðurinn vildi endilega selja mér slögg í 410 sem voru með eina slögg kúlu, svona með plastoddi einhverskonar og tveimur stórum bucks stálhöglum sem fylltu nánast út í þvermál patrónunnar.
Þegar ég spurði, hvað í ósköpunum menn notuð slíkt og þvílíkt, sagði hann hróðugur, þau eru notuð til að verja híbýli okkar og bætti við eftir örlitla þögn, þau eru góð þau stoppa óboðna gesti algerlega.
En ég keypti þau ekki, ég þurfti ekkert að nota þau, enda lítið um óboðna gesti hjá mér.
Það er ekkert mál að koma þessu inn í landið ég má koma með allt að 100 skot með mér til landsins.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Morri » 23 Oct 2014 00:09

Kvöldið

Ég er að fara til Boston í byrjun desember, þekkið þið til veiðiverslana þar?

Þarf enga sérstaka heimild til að koma með allt að 100skot til landsins? bara hafa það í farangri sínum án þess að framvísa þeim?

Prófíllokið er snilldarflott
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 14
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Oct 2014 07:47

Þú þarft að hafa leyfi fyrir byssunni sem þau passa í.
Kannski á að framvísa þeim ég veit það ekki og gerði það ekki.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

agustbm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:38
Skráður:31 May 2012 16:52

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af agustbm » 23 Oct 2014 12:11

Sæll Ómar

Það er ansi flott BassPro verslun þarna í ökufæri frá Boston, alveg must fyrir veiðimenn að kíkja þangað enda ansi margt til.

Í sambandi við skotin skaltu vera með leyfi fyrir tilheyrandi vopni og muna að framvísa þeim sérstaklega á flugvellinum, grunar að ameríska ofurkerfið hafi eitthvað brugðist í Sigga tilfelli og hann verið heppinn..

Ég hef einu sinni gleymt að framvísa skotfærum á leið til landsins frá Danmörku og það var svona næst-skemmtilegast ef þannig má að orði komast. Ég var kallaður upp með öllum mögulegum flugstöðvarlúðrum og missti næstum af vélinni. Mæli eiginlega ekki með því.

BassPro við Boston her hérna :
http://www.basspro.com/webapp/wcs/store ... storeID=58

bestu kveðjur,
Veiðikveðja,
Ágúst Bjarki Magnússon

konnari
Póstar í umræðu: 10
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af konnari » 23 Oct 2014 13:46

Morri skrifaði:Kvöldið

Ég er að fara til Boston í byrjun desember, þekkið þið til veiðiverslana þar?

Þarf enga sérstaka heimild til að koma með allt að 100skot til landsins? bara hafa það í farangri sínum án þess að framvísa þeim?

Prófíllokið er snilldarflott

Ég hef marg sinnis farið í Basspro fyrir utan Boston sem er glæsileg búð.....en þú færð ekki að versla skot eða kúlur í Massachusetts ! Mjög strangar reglur þar.....þú þarft að keyra yfir til Connecticut (Cabelas) sem er 2 1/2 tíma akstur ef þú villt kaupa skot....það svarar ekki bensínkostnaði :?
Kv. Ingvar Kristjánsson

Haglari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Haglari » 23 Oct 2014 13:57

Morri skrifaði:Kvöldið

Ég er að fara til Boston í byrjun desember, þekkið þið til veiðiverslana þar?

Þarf enga sérstaka heimild til að koma með allt að 100skot til landsins? bara hafa það í farangri sínum án þess að framvísa þeim?

Prófíllokið er snilldarflott
Ég er einmitt líka á leiðinni til Boston í byrjun desember. Ég hef farið þarna áður og Basspro er alveg must staður að kíkja á. Ef það stendur til hjá ykkur að fara til Wrentham Premium Outlet (uppáhalds staður konunar) að þá er þetta eiginlega í leiðinni. Það gerir ferðina óneitanlega skemmtilegri þegar að maður er búinn að elta konuna út um allt með pokana og visakortið í wrentham að enda daginn á alvöru dótabúð :D :D :D :D
Ég gerði fyrirspurn til Icelandair varðandi innflutning á riffilkúlum og það var ekkert mál. Ég vissi reyndar ekki af því að það mætti taka með sér hlaðin skot?

Konnari ég vissi ekki af þessum reglum í Massachusetts. Ég var reyndar að spá í að panta kúlur frá Midway þar sem ég er að taka nokkra hluti þaðan sem ég læt senda á hótelið. Ætli það sé eitthvað issue líka?

konnari
Póstar í umræðu: 10
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af konnari » 23 Oct 2014 14:22

Ef Midway vill senda til Massachusetts þá ertu í góðum málum en ég efast um að þeir sendi þangað nema að þú sért með byssuleyfi frá (MA). Mundu bara að vera með innflutningsleyfi frá löggunni í Kóp.!
Kv. Ingvar Kristjánsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 01 Dec 2014 11:00

Mynd

Á eftir að prufa - en kemur vonandi að góðum notum á löngu færunum sem ég er að reyna að "mastera".
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

konnari
Póstar í umræðu: 10
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af konnari » 01 Dec 2014 14:38

Hva ! Er þetta áfengismælir :)
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 4
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Spíri » 01 Dec 2014 14:42

Kom við í Basspro eftir margra klukkutíma þjáningu í premium
outlet fyrir þremur árum en þá mátti ég ekki kaupa kúlur af þeim skv lögum Massachussets.
En þeir bentu mér á að í Main fylki væri það í lagi. Þar er Cabellas búð sem ég heimsótti líka og keyfti kúlur þar. Basspro búðin var samt miklu flottari að mínu mati.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 01 Dec 2014 15:14

Nei Ingvar, þetta er vindmælir keyptur til að mæla vindinn í þeim sem eru að skjóta með mér hverju sinni :)
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Svara