Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
valdur
Póstar í umræðu: 6
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson
Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af valdur » 03 Oct 2015 09:20

Það sem ég var að spekúlera með því að segja frá þessum kjarakaupum á zeiss sjónauka var: Ætli enginn höggvi eftir verðinu, 108 dölum eða landinu sem gripurinn var keyptur frá, Kína?
En nú var það ekki og því gleðst ég yfir mínum afburða sjónauka, zeiss conquest, sem kostaði 180 þúsundum minna en slíkur gripur í virtri veiðiverslun í höfuðborginni. Þetta getur ekki klikkað!
Þorvaldur frá Hróarsdal

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 9
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 03 Oct 2015 10:43

valdur skrifaði:Og ég keypti mér minn fyrsta Zeiss sjónauka. Glæsilegan grip og kostaði heila 103 dali!
Nú er að sjá hvort ég get ekki skotið fyrir horn með honum.
valdur skrifaði:Það sem ég var að spekúlera með því að segja frá þessum kjarakaupum á zeiss sjónauka var: Ætli enginn höggvi eftir verðinu, 108 dölum eða landinu sem gripurinn var keyptur frá, Kína?
En nú var það ekki og því gleðst ég yfir mínum afburða sjónauka, zeiss conquest, sem kostaði 180 þúsundum minna en slíkur gripur í virtri veiðiverslun í höfuðborginni. Þetta getur ekki klikkað!
Sæll Þorvaldur, þú náttúrulega gast ekki um upprunalandið, né hvot að sjónaukinn væri nýr í upphaflega póstinum.

Það eru til Zeiss sjónaukar út um allan heim frá öllum tímum og í öllum verðflokkum.

Bendi þér á þennan hér máli mínu til stuðnings.

En ef þú hefur keypt nýjan Zeiss Conquest frá Kína... þá horfir málið svolítið öðruvísi við og Tollurinn hefði að sjálfsögðu átt að gera gripinn upptækan og senda hann beina leið í pressuna. :?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

valdur
Póstar í umræðu: 6
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af valdur » 03 Oct 2015 16:56

Já, og svo fór ég ekki einu sinni rétt með verðið í seinni póstinum.
Hitt er misskilningur hjá þér að bannað sé að flytja inn eftirlíkingar; aðeins er bannað að flytja þær inn til endursölu. Svoleiðis má flytja, og er flutt í tonnatali, til persónulegra nota.
Þorvaldur frá Hróarsdal

jbjössi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:12
Skráður:04 Nov 2015 13:40
Fullt nafn:Jón I Ingólfsson

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af jbjössi » 05 Nov 2015 12:17

2 stk Browning acera í 300 win og 30 06. kv Jón ing. :shock:
Viðhengi
br.png
br.png (34.75KiB)Skoðað 4328 sinnum
br.png
br.png (34.75KiB)Skoðað 4328 sinnum
Jón I Ingólfsson.

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 05 Nov 2015 17:29

valdur skrifaði:því gleðst ég yfir mínum afburða sjónauka, zeiss conquest,
valdur skrifaði:Hitt er misskilningur hjá þér að bannað sé að flytja inn eftirlíkingar;
Það má vel vera Þorvaldur að flytja megi inn eftirlíkingar til eiginn nota en ef kíkirinn er merktur Zeiss Conquest og hefur kostað 108 dollara þá er ekki um neina eftirlíkingu að ræða heldur vörumerkjafölsun sem er klárlega bannað að flytja inn og ef eigandi vörumerkisins fréttir af þessu þá er vel hugsanlegt að þú fáir heimsókn frá yfirvöldum sem munu þá væntanlega gera gripinn upptækan.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af sindrisig » 23 Nov 2015 20:19

Ég gerðist svo gáfulegur að panta mér eitt svona á útsöluverði í B-hreppinum:

http://images1.opticsplanet.com/755-405 ... e-rest.jpg

Hvort að ég komi síðan til með að nota það með einhverju viti er allt annað mál...
Sindri Karl Sigurðsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 25 Nov 2015 04:14

Fékk mér mjúka riffiltösku. Pantaði þessa frá Belgíu þar sem ég fann enga sem hentaði mér hér heima.

Mynd
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Sveinn » 28 Nov 2015 20:25

Flottur poki. Tekur hann byssu með kíki? Linkur?
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 28 Nov 2015 21:33

Þessi tekur nánast allt Sveinn. Hún er rúmlega 150 cm löng.

Er framleidd af AIM í Bretlandi en ég keypti hana hjá www.jdk-riflegear.com

Mjög liðlegur hann Jim sem á þá síðu.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

valdur
Póstar í umræðu: 6
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af valdur » 29 Nov 2015 22:16

Ágæti Jenni. Úr því þú berð hag þeirra hjá Zeiss svona fyrir brjósti þá vil ég ekki láta hjá líða að benda þér á eftirfarandi klausu af vef tollstjóra: „Ef grunur leikur á að innflutningur eigi sér stað á vöru sem brýtur gegn hugverkaréttindum [það er „vörufölsun“] er Tollstjóra heimilt að fresta tollafgreiðslu vörunnar á meðan rétthafi leitar bráðabirgðaaðgerða hjá þar til bærum yfirvöldum og í framhaldi af þeim hefur málarekstur fyrir dómstólum. Ákvæðið á ekki við um vörur í litlu magni í farangri ferðamanna eða litlar vörusendingar, enda sé ekki um innflutning í viðskiptaskyni að ræða.“ [leturbreyting mín]
Ef þér kynni að koma í hug að ég hefði búið þessa klausu til þá læt ég slóðina fylgja: https://www.tollur.is/atvinnurekstur/to ... orufolsun/
Dugi þetta nú ekki til að sannfæra þig um að ég hafi verið í rétti til að flytja inn minn prýðilega 108 dala Zeiss sjónauka þá veit ég svosem ekki hvað ég get gert meira. Hins vegar tel ég ljóst hvar ég ætti að leita upprunans ef svo furðulega vildi til að sendimenn tollstjóra knýðu dyra og vildu forvitnast um sjónaukaeign mína og eftir atvikum fækka slíkum gripum í minni eigu. Alveg er óvíst að slíkir menn yrðu boðnir í sextugsafmælið mitt.
Þorvaldur frá Hróarsdal

Árni
Póstar í umræðu: 7
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Árni » 30 Nov 2015 11:28

Mæli með að menn gefi sér tíma í að kynna sér framleiðslu á hágæðasjónaukum áður en þeir fara að hampa einhverri 100 dollara tannkremstúpu frá kína sem kjarakaupum því það er búið að líma Zeiss-merki á hana.
Svona myndbönd er hægt að finna á youtube, þeas af framleiðslu hágæða sjónauka, bæði til myndbönd frá verksmiðju Zeiss og Schmidt & Bender. Þá átta menn sig betur á í hverju hái verðmiðinn liggur, það eru ekki bara glerin sjálf og búnaðurinn. Nákvæmnin og handavinnan bara við samsetningu á þeim er svo margfalt meiri en nokkurn mann grunar (áður en þeir actually sjá það). Þá eru gæðaprófanir eftir sem allir sjónaukar þurfa að standast áður en þeir fara í hillu.

Svo þú fyrirgefur vonandi Þorvaldur að menn sem hafa þó ekki nema minnsta grun um framleiðslu sjónauka séu ekki að hoppa hæð sína af spenningi. Því jú, við flestir vitum hvernig svona endar... líklega :)
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 14
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Nov 2015 12:13

Hvað er nú í gangi hérna ??
Þessi þráður var ekki stofnaður til að menn ættu að rífa niður, það sem menn eru að segja hér frá, að hafa keypt sér byssu og veiðitengt.
Menn verða nú að fá að ráða hvað menn kaupa og þurfa og vilja nota.
Það skiptir engu hvar dótið okkar er framleitt og keypt ef við á annað borð erum stoltir og ánægðir með það, en séum við erum að kaupa lélegt dót, kemur það ekki niður á neinum nema okkur sjálfum, við höfum einfaldlega þetta val.
Við eigum að vera jákvæðir og gleðjast með þegar einhver kaupir eitthvað og deilir með okkur stoltur og ánægður með notagildið.
Jú, jú, við getum gert góðlátlegt grín ef við erum góðir í fimm aura bröndurunum ;) ;)
Dótið verður ekki betra eða verra þó einhverjir tali um það hér, af heilagri vandlætingu og vitni vandlætingunni til stuðnings, í lög og reglur þar lútandi, alveg frá Grágás þess vegna, sem enn mun að einhverju leiti í gildi, sérstaklega hvað landnytjar og veiðar varðar.
Hafi Þorvaldur í Hróarsdal keypt sér ódýran sjónakua sem kemur vel út, er það hið bezta mál, það eru nefninlega margir sem vilja kaupa sér ódýran sjónauka og hið bezta mál að fá fréttir af því, svo þeir sem hafa áhuga á því geti verzlað sér í því sama .
Já Þorvaldur til hamingju með græjuna :D
Þeir sem vilja bara kaupa sér dýrari sjónauka, það er líka hið bezta mál og ekki erum við hinir neitt að tala það niður, skrítið, það væri miklu eðlilegra að öfundin næði í þá átt, nei það eru allir glaðir með það og ég sé ekki alveg muninn.
Meðan ég man, var ekki einhver að tala um geðrannsókn hérna inni :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 30 Nov 2015 12:16

Hélt að þessi umræða væri búin - það liðu 24 dagar á milli svara!!!
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 14
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Nov 2015 12:29

Nei, nei, þessi umræða er alltaf í gangi :D
Við erum jú, alltaf að kaupa okkur dót, sem betur fer :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

valdur
Póstar í umræðu: 6
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af valdur » 30 Nov 2015 12:39

Já. Tilgangurinn með því að nefna þessi sjónaukakaup min var nefnilega ekki síst að sjá hverjir setja samasemmerki milli dýrra græja og karlmennsku. Það er nokkuð ljóst, eftir lestur ýmissa kommenta hér, að einhverjir telja að sé ekki um það allra dýrasta að ræða séu eigendur ekki gjaldgengir í vitræna umræðu.
Þeim til upplýsingar má geta þess að slík umræða er ekki ný af nálinni og í Hávamálum segir:

Þveginn og mettur
ríði maður þingi að,
þótt hann sé-t væddur til vel.
Skúa og bróka
skammist engi maður
né hests in heldur,
þátt hann hafi-t góðan.

Þarf engu við þetta að bæta.
Þorvaldur frá Hróarsdal

Árni
Póstar í umræðu: 7
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Árni » 30 Nov 2015 12:53

Það var nú engin illska bakvið kannski vel orðaða innleggið mitt Sigurður minn, punkturinn var kannski meira að fræða menn um hvað verið sé að kaupa. Vissulega getur þetta (og vonandi er) verið hin besta græja, en engu að síður er gott að menn átti sig á hvað þeir eru að kaupa ef þeir ætla að hæla því og upphefja sjálfir ítrekað.
Virkilega góður sjónauki á 14þúsund er held ég bara ekki til, ekki flóknara en það. (gæti þó haft rangt fyrir mér, hefur komið fyrir oftar en einusinni og oftar en tvisvar áður)

Hvað það álit mitt hefur að segja um karlmennsku mína skal ég ekki segja Þorvaldur, en þú virðist dómbær um það. Að því sögðu stend ég þó við póstinn minn í von um að menn skoði amk téð myndbönd eða kynni sér á einhvern hátt framleiðslu sjónauka áður en þeir fara að fjárfesta í gæðavörunni sem þú auglýstir.

Kannski ágætt að það komi fram líka, eftir að hafa brúkað NF, S&B og Zeiss áður fyrr, þá held ég mig í miðlungs verðlögðum sjónaukum í dag, hef ekki fundist þeir dýrustu þess virði fyrir mína notkun.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 9
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 30 Nov 2015 13:24

Ha ha ha... Ég verð að viðurkenna að ég bar einungis hag þinn fyrir brjósti Þorvaldur þegar ég sagði að pressa bæri þennan sjónauka! En um leið hélt ég í einfeldni minni að ekki væri löglegt að flytja svona dót inn, það er svosem ágætt að það hefur verið leiðrétt.

Það væri kannski skynsamlegt að fá eitthvað review á gripinn hérna inn. Er hann kominn á og í notkun, á hvernig riffil og í hvaða cal er hann, fáum við ef til vill að sjá grúppur?

Ég held reyndar að flestir sem eru á svipaðri línu og ég og vilja helst bara nota það allra besta geri sér alveg grein fyrir því að mjög margt annað virkar alveg líka. Sumir þurfa bara að réttlæta dýru kaupinn fyrir sér...

Ég tel t.d. ekki að ég sé meiri eða minni karlmaður eftir því hvernig sjónauka ég á og ber mig yfirhöfuð ekki saman við aðra. Það getur vel verið að þú sért á annari skoðun og það er þá bara alveg í lagi mín vegna!

Það er hægt að ganga mjög langt í þessum riffil rugli og ég viðurkenni fúslega að ég er einn af þeim sem ganga frekar langt, en það er meira svona mér til ánægju, en að ég sé að meta og máta mig við aðra.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 23
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 30 Nov 2015 13:32

Átti nú við um "Zeiss" sjónaukann. Græju umræðan er alltaf í gangi og maður gæti nánast uppfært hér vikulega því miður. Var t.d. að kaupa mér Spuhr sjónaukafestingu.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af 257wby » 09 Dec 2015 15:29

Sælir/ar.
Fór út í smá breytingar á byssueigninni. Seldi Marocchi Techno og keypti mér Berettu A-300 í staðinn.
Erum búin að vera með eina svoleiðis á heimilinu undanfarin ár og hefur reynst með afbrigðum vel,þannig að það var um að gera að fjölga í fjölskyldunni ;)
Fékk mér svo almennilega þrengingu í gripinn og bætti einni við í keppnisbyssuna.
Viðhengi
Briley LM.jpg
Briley LM.jpg (28.05KiB)Skoðað 3594 sinnum
Briley LM.jpg
Briley LM.jpg (28.05KiB)Skoðað 3594 sinnum
Briley Mod.jpg
Briley Mod.jpg (28.16KiB)Skoðað 3594 sinnum
Briley Mod.jpg
Briley Mod.jpg (28.16KiB)Skoðað 3594 sinnum
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 09 Dec 2015 20:02

valdur skrifaði: Hins vegar tel ég ljóst hvar ég ætti að leita upprunans ef svo furðulega vildi til að sendimenn tollstjóra knýðu dyra og vildu forvitnast um sjónaukaeign mína og eftir atvikum fækka slíkum gripum í minni eigu. Alveg er óvíst að slíkir menn yrðu boðnir í sextugsafmælið mitt.
Það væri leiðinlegt ef þú fengir ekki boðskort í eigið sextugsafmæli :D
Því það er alveg ljóst að ef einhverjar slíkar heimsóknir verða framkvæmdar að það var ekki ég sem gortaði af því opinberlega að þú værir að versla vörumerkja svik frá Kína. :roll:
Jens Jónsson
Akureyri

Svara