Síða 7 af 11

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 04 Mar 2015 22:03
af Aflabrestur
Tja???
Einhver sagði að ég væri með nett OCD en það er alls ekki rétt það er miklu frekar CDO þetta verður að vera í réttri röð :?
Og það er bara gott að hafa prússneska reglu og aga á hlutunum þótt það hafi kænski aðeins vantað upp á það á köflum á námsárunun :mrgreen:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 04 Mar 2015 23:51
af Aflabrestur
Sælir.
Fékk loksins 6,5x57 Die sem mig er búið að vanta í um 2 ár. Pantaði fyrir rest sjálfur frá Sincler International, tók alveg 10 daga að koma til landsins þannig að nú er verið að necka 7x57 í 6,5x57 og svo fire forma. Og svo smá verkfæraklám

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 07 Mar 2015 17:39
af Björn R.
Ekki beint dót nei en er orðinn hamingjusamur eignadi að bókinni "Hreindýraskyttur" eftir Guðna EInarss.
Ég verð eitthvað vant við látinn næstu kvöld ;)

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 09 Mar 2015 10:42
af Gisminn
Búið að fara í skemtilega endurnýjun og er þar á meðal þessi eðal 308 HOWA VARMINTER :-)
Er að fara að til skjóta hann milli veðra ;)

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 09 Mar 2015 11:58
af Gísli Snæ
Flottur riffill Þorsteinn.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 09 Mar 2015 14:06
af Gisminn
Takk og með haustinu fær hann aukahlaup í 6,5x47 :-)

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 09 Mar 2015 14:52
af Jenni Jóns
Til hamingju Þorsteinn þetta er glæsilegur riffill, hvað er twistið í 308 hlaupinu og hvað gler ætlar þú að setja á þennan riffil.
Hvaða twist og lengd ætlar þú að vera með á 6,5x47 hlaupinu?

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 09 Mar 2015 16:55
af Gisminn
Sæll tvistið er 10 í 308 og hef ég aðalega hugsað mér að nota 150 og 165 Nosler BT en ég hef ekki enn ákveðið tvistið né lengdina á 6,5x47 en það á að vera hugsað fyrir þessa dellu að geta skotið langt með góðri nákvæmni án þess að tapa möguleikanum á að nota það í almenna veiði.
Og glerið keypti ég í Ellingsen af Svenna og langar að prufa hvort ég samsvari mig með kannski einu klikki upp/niður í þessari kúrfu :-)
http://www.deben.com/hawke-endurance-30 ... ksman.html

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 09 Mar 2015 17:12
af karlguðna
til ahmingju með þennan ,,, FLOTTUR :mrgreen:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 14 Mar 2015 23:02
af petrolhead
Sælt veri fólkið.

Mig langar að byrja á að óska þér til hamingju með flottan riffil Þorsteinn (Gismi) þessi er virkilega huggulegur :mrgreen:

En ég var víst aðeins að bæta í dótakassann líka og fyrir valinu varð finnskur eðalgripur af gerðinni Tikka T3, kaliberið er næstum 308 8-) örlítið grennri kúla samt eða 6mm-08 :lol: , hunter hlaup og timburskepti.

MBK
Gæi

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 03 Apr 2015 15:55
af Gisminn
Var að fá í hendurnar um dagin nýja púðurvog GEMPRO 250 og vá þvílík snild og nákvæmni.
mælir 0.02 og það er eitt púðurkorn. Ég er búin að vera að leika mér í morgun að hlaða fyrir einn í 6,5x55 og eftir 60 skot öll viktuð. Tók ég 5 stikkprufur og þær voru nákvæmlega 49.00gr eins og þær áttu að vera og þetta var svo gaman að sjá 49.00 eitt korn tekið úr = 48.98 kornið sett til baka = 49.00 einu korni bætt við = 49.02 þannig að nú set ég úr skamtaranum tæpa hleðslu svo trikkler að og fullkomna með flísatöng :-)

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 10 Apr 2015 11:12
af petrolhead
Til lukku með gripinn Þorsteinn.
Værirðu til í að deila því með okkur hvar þú verslaðir vigtina og hvað hún kostaði komin í hús?
Þetta virðist vera klassa vigt eftir öllu sem maður les svo það er kominn hugur í mann að fá sér eina.

MBK
Gæi

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 10 Apr 2015 19:24
af Hilmir
Mér leist svo vel á lýsinguna á Gempro 250, svo ég pantaði mér eina frá Sinclair.
Gempro 250 $ 149.99
Frakt $ 42.15
Svo eru það aðflutningsgjöldin. læt vita hvað það verður mikið.
Kv.Hilmir

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 10 Apr 2015 21:17
af Gisminn
Sæll ég pantaði á amason $230 komin í hús með sköttum og öllu. Amason gekk frá öllu svo þetta var pantað á þriðjudegi og komið í hendurnar á mér á Blönduósi á söstudegi í sömu viku og ég er enn eins glaður og í byrjun hún er æðisleg og nákvæm og virðist ekki vera að láta utanaðkomandi aðstæður trufla sig.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 11 Apr 2015 16:32
af kakkalakki
Mynd

GRS Bolthorn skepti komið á Tikkuna. Bara nokkuð sáttur.
Hlaðverjarnir ekki lengi að skipta, svo er Atlas tvífóturinn væntanlegur í hús von bráðar.

Ef ég kynni nú að setja inn mynd.
https://www.dropbox.com/s/5mkugtv857ig4 ... 7.jpg?dl=0

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 15 Apr 2015 19:00
af Six
Keypti mér boyds skepti fyrir remington 700 í 243 fyrir stuttu.

Mynd

Gerði svo tilraun til að bedda skeptið og tókst það ágætlega

Mynd

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 15 Apr 2015 19:25
af Gísli Snæ
Og mættir svo með hann út í Hafnir í dag, ekki rétt?

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 15 Apr 2015 22:40
af Six
Passar

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 15 Apr 2015 22:49
af Aflabrestur
Sælir.
Þessi beddun gerist varla flottari og fínn riffill, En hvaða efni ert þú að nota í beddunina?

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 15 Apr 2015 23:09
af Six
Já þetta var svolítið föndur en ég notaði epoxy með stálögnum. Fékk það hjá kísil