Síða 8 af 11

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 23 Apr 2015 20:35
af Haglari
Var að fá sandpoka frá Bulls Bag. Þetta er field útgáfa og er 10" langur. Fyllti hann reyndar með grjónum þar sem ég hef góða reynslu af því áður í samskonar poka sem ég nota undir 4-5kg linsu. Magnað hvað þessi poki heldur fast utan um skeptið og er hannaður með það í huga að það á ekki að nota neinn afturskeptispúða. Kom mér á óvart hvað þetta heldur fast, nú bíður maður bara eftir að komast út og prófa :D

Mynd

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 26 Apr 2015 22:30
af Freysgodi
Sælir,

Fékk afhentan súkkulaðibrúnan Blaser Success Links í 6XC í vikunni. Stilli inn kíkinn á 50m og hreinsaði á milli skota, og setti svo meðfylgjandi grúppu á 100m - bókstaflega fyrsta grúppann úr rifflinum!
blaser2.jpg
blaser2.jpg (93.05KiB)Skoðað 4680 sinnum
blaser2.jpg
blaser2.jpg (93.05KiB)Skoðað 4680 sinnum
105 gr Scenar sem ég hlóð eftir forskrift sem ég fékk frá Hlaðmönnum og hafði reynst vel. Ekki skemmir fyrir að þetta voru líka fyrstu riffilskotin sem ég hleð sjálfur.
blaser1.jpg
blaser1.jpg (88.06KiB)Skoðað 4680 sinnum
blaser1.jpg
blaser1.jpg (88.06KiB)Skoðað 4680 sinnum
Mikil ánægja með gripinn - greinilega gæðavarningur á ferðinni miðað við þessa jómfrúarferð.

Er að hugsa um að senda hann til Kolvkam.se - til að setja á hann skeftisstillingu - en tími varla að missa hann strax.

kveðja,

J ó n V a l g e i r s s o n

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 27 Apr 2015 11:44
af Spíri
Til hamingju með stórglæsilegan riffil :) ég er kominn með svona riffil á áætlun hjá mér ;) hvaða sjónauka ertu með á honum??

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 27 Apr 2015 12:09
af Freysgodi
Victory V8 - 2.8-20 x 56 á Blaser festingum.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 27 Apr 2015 16:57
af Gísli Snæ
Glæsilegur riffill og örugglega alveg magnað caliber

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 27 Apr 2015 18:44
af Finnurinn
Spíri minn, róa sig.. ertu ekki nýbúinn að kaupa SigSauer 308win ?? svo veistu að það fá ekki allir að vera með 6XC. Þetta cal er bara fyrir útvalda :lol:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 27 Apr 2015 20:01
af Spíri
Já meistari Finnur, ég öðlast kanski einhverntíma þroska til að eignast 6xc þá á maður kanski smá séns í þig í tófumótinu hjá vinum okkar í Kópavogi í vor :lol: annars getur maður alltaf á sig blómum bætt og líka byssum :mrgreen:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 29 Apr 2015 18:21
af kakkalakki
Setti Tikkurnar í yfirhalningu og er nokkuð sáttur með útkomuna.

Tikka T3 Super Varmint 300 WSM
Fékk GRS Hunting skepti og Zeiss gler hjá Hlaðverjum.
Arnfinnur tók svo við og beddaði og setti hlaupbremsu á græjuna.
Fyrir.jpg
Fyrir:
eftir.jpg
Eftir:


Tikka T3 Varmint 22-250
Átti Zeiss, þannig að ekki þurfti að skipta um gler.
Fékk GRS Bolthorn skepti hjá Hlaðverjum.
TikkaT3.jpg
Fyrir
TikkaT3.jpg (31.03KiB)Skoðað 4401 sinnum
TikkaT3.jpg
Fyrir
TikkaT3.jpg (31.03KiB)Skoðað 4401 sinnum
bolthorn.jpg
GRS Bolthorn

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 29 Apr 2015 21:54
af jon_m
Þetta barst frá US&A í dag

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 16 May 2015 22:39
af Aflabrestur
Jólasveinnin kom snemma þetta árið enda ekki nema von eins og veðrið hefur verið

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 18 May 2015 20:39
af kakkalakki
Keypti Atlas ein- & tvífót. Á bæði Harris og Caldwell, en verð að segja að það eru aðeins meiri gæði í Atlas.

Tikkan er bara öll að koma til.
TikkaT3.jpg

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 18 May 2015 22:40
af karlguðna
Andreas, hvernig er þetta skepti að koma út ??? er nefnilega í skeftispælingum,, :)

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 19 May 2015 12:39
af petrolhead
Aflabrestur skrifaði:Jólasveinnin kom snemma þetta árið enda ekki nema von eins og veðrið hefur verið
Félagi Aflabrestur, hefur greinilega verði þægur strákur úr því að jóli var svona rausnarlegur :lol: :lol:
Til lukku með góða gripi ;)

MBK
Gæi

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 19 May 2015 14:28
af kakkalakki
karlguðna skrifaði:Andreas, hvernig er þetta skepti að koma út ??? er nefnilega í skeftispælingum,, :)
Er með tvö skepti frá GRS og bæði eru að koma mjög vel út. Bolthorn-skeptið er nátturulega meira svona typpa-framlengin (enda veitir ekki af), allt svona tactical-dót er töff, en notagildið hér heima kannski takmarkað. En af öllu gamni slepptu er afskaplega ljúft að skjóta með bæði skeptin, enda vönduð vara sem ég get bara mælt með.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 05 Jun 2015 18:18
af Freysgodi
Sælir,

Ég fjárfesti í þrýstingsmæli (PressureTrace II) til að fylgjast með þrýstingi bæði í riffli og haglabyssu. Þrýstings (aflögunar) nemi (sem er ódýr) er límdur utan á lásinn og svo tengt við tækið sjálft. Hægt að kaupa endalaust af nemum og líma á mismunandi byssur.

Virðist vera að virka, hér er ein mynd af skoti úr haglabyssunni:
PT.PNG

Hér er svo yfirlit yfir þrýsting af mismunandi skotum (hleðslan er skrifuð inn á grafið - 24g er týpískt leirdúfuskot og 66g er 3.5 tommu sprengjuvarpa.
plot.PNG
sdf

kveðja,

Jón

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 21 Jun 2015 01:06
af Sveinbjörn V
áhugaverður þessi þrýstimælir..
En ég er búinn að kaupa mér fullt af skemmtilegu dóti undafarið og núna síðustu helgi keypti ég mér þennan Rem 700 6mm BR.
IMG_2048.JPG
IMG_2048.JPG (79.69KiB)Skoðað 3741 sinnum
IMG_2048.JPG
IMG_2048.JPG (79.69KiB)Skoðað 3741 sinnum
Það var lítið annað að gera en að bregða sér í fræsaran og smíða eitt stykki 20 moa rail á gripinn, að sjálfsögðu úr AL7075 og með reacoil lögg og allt.
DSC_0101.jpg
DSC_0101.jpg (72.08KiB)Skoðað 3741 sinnum
DSC_0101.jpg
DSC_0101.jpg (72.08KiB)Skoðað 3741 sinnum
Fór svo og setti fyrstu 7 kúlurnar sem fylgdu með svona..
DSC_0109.jpg
DSC_0109.jpg (57.37KiB)Skoðað 3741 sinnum
DSC_0109.jpg
DSC_0109.jpg (57.37KiB)Skoðað 3741 sinnum


1stk. THULE í verðlaun fyrir þann sem getur sagt í hvaða röð kúlurnar 7 fóru og hvers vegna þær enduðu þarna

PS.. Það þarf ekki að bedda svona custom made rail, þau einfaldlega passa rétt á lásinn:D

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 21 Jun 2015 10:23
af iceboy
Skotið framan við bóginn er fyrsta skotið.

Svo hefuru "fiktað" aðeins í kikinum og ferð þá aðeins of langt til hægri og örlítið neðarlega, en prófar að sjá hversu vel hann grúppar.

Svo hefur aðeins klikkað inn kíkinn og miðað á augað en vantar kannski 1-2 klikk í viðbót.

Svona mín ágiskun

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 21 Jun 2015 11:59
af Sveinbjörn V
Þetta var nú nokkuð augljóst Árnmar :D Skotið sem fór ca. 1cm út úr grubbunni er líklega það sem ég missti úr vegna þess að gikkurinn er svo léttur.
Þessi gripur verður vonandi góður þegar ég verð búinn að venjast honum..

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 21 Jun 2015 13:02
af iceboy
:D

Já hann verður það örugglega.

Ég hef verið í vandræðum með þessa léttu gikki, hef alltaf verið með frekar þunga gikki, svona þannig að ég get hvílt puttann á gikknum, þegar ég er svo kominn með riffil með mjög léttum gikk þá fer allt til andskotans þegar ég reyni það og hittnin eftir því :-)

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 23 Jun 2015 23:17
af Gísli Snæ
Fékk mér einn svona - alger snilld. Eins og að skjóta af resti

Mynd