Síða 11 af 11

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 10 Dec 2015 12:20
af valdur
Og ég sem hélt þetta væri útrætt. En ég hef hvergi gortað af því að hafa keypt svikin vörumerki. Það var annar maður sem hélt því fram og í framhaldi af því nefnt pressur og pólití. Sá verður ekki boðinn í sextugsafmælið mitt, jafnvel þótt hann búi í mínum fæðingarbæ.
En alltaf jafn „skemmtilegt“ að sjá að ódýrt dót telst ekki dót í fínni kreðsum; dót er bara dót ef það er af réttu merkjunum. Því kemur pistill Sigurðar v. á Egilsstöðum sem hressandi andblær.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 10 Dec 2015 21:41
af ingvi.s
Mátti renna í ellingsen um daginn og kaupa mér kúludragara frá hornady, mæli með svoleiðis, virkar sérlega vel þegar maður er að hlaða skot og fattar það um leið og síðustu kúlunni er rennt í að... :o :o :o það vantar ALLAR hvellhetturnar í hylkin :o :o :D

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 02 Mar 2016 02:00
af Aflabrestur
Loksins er allt komið í þennan og spennandi tímar framundan

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 02 Mar 2016 05:46
af Sveinbjörn
zenith-1-5-6x42-gr.jpg
zenith-3-12x50-gr.jpg
zenith-3-12x50-gr.jpg (15.83KiB)Skoðað 5260 sinnum
zenith-3-12x50-gr.jpg
zenith-3-12x50-gr.jpg (15.83KiB)Skoðað 5260 sinnum

Já ég lét verða af því að fara í smá uppfærslu á sjónaukum.
Fyrir valinu urðu tveir þýskir veiðisjónaukar
S&B 3-12x50 Zenith http://www.schmidtundbender.de/en/produ ... enith.html
S&B 1.5-6x42 Zenith http://www.schmidtundbender.de/en/produ ... enith.html

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 03 Mar 2016 23:44
af grimurl
Til hamingju með þessi gler Sveinbjörn!
Þýska dótið stendur alltaf uppúr!
Fer þetta á Sauerinn?

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 04 Mar 2016 00:04
af Sveinbjörn
1,5-6x42 er kominn á Remington 308 og ekki ólíklegt að það verði farið með það combo til Póllands í haust.

3-12x50 er kominn á minn uppáhalds veiðiriffil sem er Sako í cal 222rem.
Gallinn við þessa þýsku sjónauka er sá að þegar maður hefur kynnst þeim er ekki aftur snúið.

Fari svo að hlaup á Sauer 202 í Póllands caliberi reki á fjörur mínar verður Reminn sviptur þýsku glerjunum all snarlega.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 17 Mar 2016 20:59
af Kristmundur
lyman borecam.jpg
lyman borecam.jpg (75.61KiB)Skoðað 5053 sinnum
lyman borecam.jpg
lyman borecam.jpg (75.61KiB)Skoðað 5053 sinnum
Þessi kom í hús í dag. 8-)

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 17 Mar 2016 22:28
af Aflabrestur
Sælir.
Nú verður þú að leifa okkur að fylgjast með hvernig græjan kemur út??? þetta er ekkert smá spennandi kostur þar sem verðið er mjög viðráðanlegt miðað við það sem td. Hawkeye kostar. Hvaðan fékstu þessa ef ég má spurja og hvað var verðið hingað komið?

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 18 Mar 2016 06:09
af Kristmundur
Fekk þetta frá Brownells og kostað með tollum 50.000.-. Skoðaði inn í nokkur hlaup í gærkvöldi
og myndin er mjög skýr, sjást minnstu smáatriði.
Set inn myndir seinna.

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 30 Apr 2016 10:21
af Aflabrestur
Sælir.
Altaf að bæta í delluna, vantaði eh smádót og það endaði með að við létum vaða í F-Class tvífætur frá Sincler félagarnir :? þar sem verðið var hreinlega of gott til að sleppa, 1 stk á minna en Harris hér heima??? :shock:

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 01 May 2016 15:33
af petrolhead
Eru lappirnar sem sagt komnar í hús :lol:
Er þetta ekki álitlegasta dót að sjá ??

MBK
Gæi

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 02 May 2016 00:21
af Aflabrestur
Jamm við erum ekki lappalausir lengur þetta er alveg úr efstu hillunni að mínu mati, ólíkt stöðugra en maður á að venjast enda um 50cm á breidd og mikið massífara engir liðir eða gormar, á eftir að skreppa og prufa geri það vonandi í vikunni :D

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 04 May 2016 13:53
af petrolhead
Það verður gaman að skakklappast á skotsvæðið og prófa þetta þegar maður kemst á þurrt aftur :D
Þú lofar mér að frétta af því fóstri hvernig þér líkar þegar þú ert búinn að prófa :mrgreen:

MBK
Gæi

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 31 Ágú 2016 20:24
af Hemmi_Isleifs
Fékk þennan Sako Quad Range um daginn eftir ca 14mánaða bið :) Setti Zeiss 5x25 á hann og ég er hrikalega sáttur með þennan pakka. Nú bíð ég eftir 17hmr hlaupinu. Fattaði ekki að panta það með.
image.jpeg
image.jpeg (106.49KiB)Skoðað 4446 sinnum
image.jpeg
image.jpeg (106.49KiB)Skoðað 4446 sinnum

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 01 Sep 2016 16:25
af Haglari
Hemmi_Isleifs skrifaði:Fékk þennan Sako Quad Range um daginn eftir ca 14mánaða bið :) Setti Zeiss 5x25 á hann og ég er hrikalega sáttur með þennan pakka. Nú bíð ég eftir 17hmr hlaupinu. Fattaði ekki að panta það með.
Til lukku með þetta! glæsilegur gripur!

Re: Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?

Posted: 05 Sep 2016 00:22
af konnari
Keypti mér um daginn nýtt hlaup á Sauerinn minn (fjórða hlaupið sem ég á hann) í 6XC sem ég er alveg djöfulli ánægður með.....algjör gatari, einu orði sagt snilldar kaliber ! Hér eru 4 skot á 100 metrum með 10x veiðisjónauka.

Mynd

Mynd