Kynning á nýjum bakpokum

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37
Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 24 Mar 2014 18:48

Sælir strákar (vonandi ekki að móðga neinn - hef ekki ennþá sé konu hér)

Í þessari viku fæ ég til landsins 2 bakpoka af þessari gerð - þ.e. báðar týpurnar sem þeir eru með.

http://vorn.no/

Þetta eru kynningareintök sem ég ætla að sýna söluaðilum hér á landi.

Vildi bara gjarna sýna ykkur þetta og heyra jafnvel hvernig mönnum líst á.

Sá einn svona í "action" síðastliðið haust og leist mjög vel á. Hann var mjög sambærilegur bakpokanum sem ég er með - fyrir utan þennan patent sleppibúnað.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 25 Mar 2014 08:44

Sælir, þetta virðist vera snilldar græja. Gæti virkað vel á grenjaröltinu þar sem maður er með tvær byssur, og einnig á hreindýr þar sem menn geta ekki keyrt upp að dýrunum á jeppum eða fjórhjólum og skotið !
Veistu hvað hann mun kosta hér á landi ?
Sigurður Kári Jónsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 25 Mar 2014 09:01

Sæll Siggi

Nei ég er bara milliliður hér heima, þannig að ég hef ekki verðhugmynd.

Hef séð stóra pokann og hann var flottur. Held að sá minni sé líka flottur á rjúpuna.

Veit að Norski herinn kom að þróun.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 25 Mar 2014 09:02

Sæll Siggi

Nei ég er bara milliliður hér heima, þannig að ég hef ekki verðhugmynd.

Hef séð stóra pokann og hann var flottur. Held að sá minni sé líka flottur á rjúpuna.

Veit að Norski herinn kom að þróun.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af iceboy » 25 Mar 2014 09:30

Það verður snnandi að sjá hvort það verði einhver hérna sem tekur umboð fyrir þessa poka.

Það sem verður mest spennandi að vita hver álagningin verður og hvort það verði bara ódýrara að versla þetta i norge.

Mér finnst álagning á vörum vera farin út fyrir allt velsæmi hér á landi, en það er annað mál.

Ég held að þessi bakpoki gæti verið sniðugur á rjúpuna þar sem ég geng með 2 vopn þá gæti þetta verið sniðugt
Árnmar J Guðmundsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 25 Mar 2014 11:02

Mér hefur nú sýnst strákarnir í Hlað séu mjög sanngjarnir í álagningu. GRS skeptið mitt var t.d. mjög samkeppnishæft í verði m.v. verð í Noregi og sama á við um Hausken hljóðdeyfa. Einnig hefði aldrei borgað sig fyrir mig að kaupa Nightforce frá USA.

þannig að ef þeir hafa áhuga (sem á bara eftir að koma í ljós) þá hef ég svo sem ekki miklar áhyggjur af verði.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 25 Mar 2014 11:16

held nú að álagning á skotveiðitengdum vörum sé nú ekki neitt há enda var dýrara fyrir mig að flytja inn sjónauka frá usa en hann kostaði út úr hlað, en var bara búinn að bíða lengi og leit út fyrir langa bið í viðbót þannig að ég lét vaða og flutti hann inn og hann var 5000kr dýrari svoleiðis!!
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af iceboy » 25 Mar 2014 11:43

Nei það er svosem satt að skotveiðivörur eru ekki með verstu álagninguna sem sést þessa dagana.
Ég er kannski bara almennt pirraður á álagningu, er t,d að skoða bílavarahluti og það er all svakalegt.

En vonandi taka annaðhvort hlað eða vesturrost umboðið fyrir þetta
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
veiðifrúin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:17
Skráður:30 Oct 2012 20:15

Re: Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af veiðifrúin » 09 Apr 2014 17:38

Sælir
Ég gæti alveg hugsað mér svona bakpoka, er ekki einhver að fara að flytja þá inn?
Kveðja
María B Gunnarsdóttir

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 09 Apr 2014 19:46

Sæl María

Ég fór með sýningarpokana upp í Hlað fyrir tæpum 2 vikum. Þeir eru ennþá til sýnis þar. Í kjölfarið voru Hlað og framleiðandinn í sambandi og niðurstaðan varð sú að Hlað er orðinn umboðsaðili fyrir þessa poka og skv. pósti á Facebook síðu Hlaðs eru þeir væntanlegir um páskana.

Nú er bara um að gera að skella sér í verslunina og máta - það eru tvær tegundir til sölu.

Vill síðan taka fram að ég hef ENGRA hagsmuna að gæta í þessu - þetta er alveg komið úr mínum höndum. Ég er bara ánægður að þessir pokar eru fáanlegir fyrir íslenska veiðimenn.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af maggragg » 01 Feb 2015 17:16

Sælir

Hefur einhver fengið sér svona poka og hver er reynslan? Er mjög heitur fyrir þessu, og er þetta ofarlega á óskalistanum mínum. Það er Vorn Hjort pokinn. Held að hann myndi nýtast betur sem alhliða, þar sem hann er með ansi gott pláss fyrir það nauðsynlegasta.

http://hlad.is/netverslun/toeskur/bakpo ... sufestingu.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Einar P
Póstar í umræðu: 1
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af Einar P » 01 Feb 2015 18:51

Keypti einn Hjort á Fäviken Game Fair i sumar og hef notað hann á elgveiðum í haust. Get mælt með þessum poka, það eina sem ég get sett út á er að það getur verið vesen að ná í hlaupið þegar maður ætlar að taka byssuna ef maður er vel klæddur en það er bara að æfa sig. Verðið hjá Hlað er ca 10000.- iskr. hærra en í Svíþjóð.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Kynning á nýjum bakpokum

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Feb 2015 00:12

Já, held að þetta sé einmitt snilld
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara