Bílskúrinn - er það rétti staðurinn

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37
Bílskúrinn - er það rétti staðurinn

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 18 May 2014 19:47

Sælir

Í kjölfar umræðu sem spannst hér í þræðinum "Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót" um endurhleðslu í bílskúrnum langar mig að taka þessa umræðu aðeins lengra ef menn nenna.

Persónulega er ég með mína hleðsluaðstöðu í einu horni bílskúrsins. Reyndar sæmilegur bílskúr hvað varðar hita, ryk, raka og dragsúg - en engu að síður bílskúr og því eru aðstæður þar langt í frá eins og inni í húsinu.

Mynd
Man Cave

Hef samt ekki verið að lenda í vandræðum (að ég tel) með vikt og annað.

Hvað finnst mönnum að hafa aðstöðuna í bílskúr? Er þetta slæmt - er þetta algengt? Og einnig hvað finnst mönnum að hafa byssuskáp í bílskúrnum? Man eftir nokkuð ákveðnum skoðunum í den á Hlaðvefnum. Er ekki með mínar byssur þar en gæti alveg hugsað mér það. En þá kemur spurningin um raka og öryggi. Er reyndar með öryggiskerfi í skúrnum þannig að ég hef ekki áhyggjur af því atriði en það er meiri raki í skúrnum og meiri hitabreytingar.

Hvað segja menn???
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Bílskúrinn - er það rétti staðurinn

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 May 2014 21:21

Mín aðstaða er í skúrnum gerði herbergi bara fyrir veiðitengt dót.
Ég sé ekkert að því að hafa allt í góðum skúr ef skotvopn eru í skotvopnaskáp sem er boltaður fastur.
Man eftir umræðuni og sumum rökunum svo sem að öll verkfæri til að brjóta upp skápnn væru oftast til staðar í skúrunum var nefnt.
Hjá mér er þetta einfallt inni í húsinu eru mikið fleyri vandamál og er með mitt á einum stað í friði fyrir litlum puttum sem herja inn í húsinu en ekki úti í skúr hitasveiflur eru eina kannski vandamálið.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Bílskúrinn - er það rétti staðurinn

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 19 May 2014 00:30

Sælir.
Þetta er náttúrulega spurning um hvað maður kallar bílskúr? Í mínu til felli er þetta svona karla athvarf það sem ég geymi byssur og það sem þeim til heyrir, ásamt veiðigræjum hverskonar, mótorhjólin og tilheyrandi búnað. Þarna er verkfærin mín og smíðatól, aðstaða til að baða hundin (og eiganda ef þarf), og gera að afla ef ég stend ekki undir nafni. þetta er svona aðstaða til að dunda í byssum og mótorhjólum ásamt smá smíðum við það sem til fellur.
Þarna hefur aldrei komið inn bíll þótt það sé hægt, og þetta sé venjulega kallað bílskúrinn á heimilinu.
Ég tel þetta öruggasta staðinn í húsinu, gluggar ekki mannfærir, iðnaðarhurðir, öryggiskerfi, löglegir skápar fyrir byssur, skot og hleðslu hráefni. Og þetta allt tekið út og vottað að lögreglu og slökkviliði.
Er raunar kominn fyrir þessar hita sveiflur að mestu með því að klára að loka upp á kalt geimsluloft sem er yfir skúrnum, og hafa ekki ofnin á kafi í dóti, dragsúgur er ekki til vandræða.
Viðhengi
IMG_3715.JPG
vinnuborðið og hleðslugræjurnar
IMG_3715.JPG (143.46KiB)Skoðað 1034 sinnum
IMG_3715.JPG
vinnuborðið og hleðslugræjurnar
IMG_3715.JPG (143.46KiB)Skoðað 1034 sinnum
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Svara