Hversu mikið þolir kíkir???

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Hversu mikið þolir kíkir???

Ólesinn póstur af iceboy » 06 Sep 2014 15:30

Kannski asnaleg spurning en ég læt hana samt vaða.

Þannig er mál með vexti að á mánudaginn var ég á hreindýraveiðum.
Frændi minn bar riffilinn og allt i einu þá losnar skrúfan úr framskeptinu, semsagt skrúfan sem maður festir ólina í.

Riffillinn féll þá í jörðina og lenti á kíkinum.

Ég skaut á æfingarskífuna fyrir hreindýraprófið á miðvikudaginn á 80 metrum og ég hefði sko skítfallið á prófinu, 3 skot af 5 utan við hring, og hin rétt innan við.

En allt í lagi grúppa samt, bara aðeins til hægri og neðarlega semsagt akkurat í ysta svarta hringinn.

En spurningin er ætli kikirinn sé ónýtur eða getur hann hoppað svona svakalega úr stillingu en verið samt í lagi ef ég bara stilli hann inn aftur?
Árnmar J Guðmundsson

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: Hversu mikið þolir kíkir???

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 06 Sep 2014 16:51

Einhvertímann fyrir langa löngu lenti ég í svona svipuðu tjóni, en þá hafði túban bognað.
Ég fór með hann í skrúfstikið og rétti eftir beztu getu, festi hann á riffilinn , núllaði og allt í góðu í einhver ár á eftir.
Sigurður Kári Jónsson

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hversu mikið þolir kíkir???

Ólesinn póstur af iceboy » 06 Sep 2014 16:57

Það sér voða lítið á sjálfum kíkinum, nokkrar rispur svo ég er þokkalega bjartsýnn á að þetta verði í lagi
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hversu mikið þolir kíkir???

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 06 Sep 2014 17:01

Sælir.
Hvernig græja er þetta? flestir betri sjónaukar ættu nú að þola svona hnjask.
Ég mundi losa upp á öllum festingum og herða aftur eftir öllum kúnstarinnarreglum, og sjá hvar hann er að setja. Svona högg getur auðveldlega byggt upp spennu í festingunum sem skekkir allt draslið, trúðu mér það þarf ekki mikið til. Stilla svo inn aftur ef þarf, og taka svo nokkur skot til að sjá hvort hvort hann heldur stillingum og ef svo er, þá mætti skjóta "kassa" þe. miða í pungt og taka td. 10 klikk upp skot, 10 klikk vinstri skot osf. 10 klikk niður, 10 klikk hægri ef þú endar á sama stað aftur er draslið í lagi ef ekki þá er annað hvort að senda út eða tunnan.
Hvernig græja er þetta? flestir betri sjónaukar ættu nú að þola svona hnjask.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hversu mikið þolir kíkir???

Ólesinn póstur af iceboy » 06 Sep 2014 17:12

Þetta er Vortex Viper kikir
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hversu mikið þolir kíkir???

Ólesinn póstur af E.Har » 06 Sep 2014 19:57

Langmestarlíkur á að hann sé í fínu lagi.
Best að losa upp á honum, herða aftur, þarf ekki mikið til að mynda spennu í festingum.
Aflabrestur er alveg með þetta. :-)

Prófaðu hann bara :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hversu mikið þolir kíkir???

Ólesinn póstur af iceboy » 07 Sep 2014 00:55

já þetta verður allt prófað, ég mun byrja á að losa upp á honum.

Mér liggur ekkert á svosem þessi þarf ekki í notkun fyrr en næsta haust.

Núna er það bara sako vixen i cal 222 sem er notaður í gæs og ref eins og venjulega :-)

Ekki það að ég geti ekki notað eitthvað af hinum 5 sem ég hef til umráða hvort eð er...hehe.

Allavega gott að vera vel vopnaður þegar svona kemur uppá, þetta heftir mig allavega ekki mikið þó að þetta sé pirrandi.

Ef maður lítur á ljósu hliðarnar það fæ ég allaveg að prófa mig áfram að þennan riffil aftur, ná honum góðum og það er bara gaman :P

En þetta er búin að vera skemmtileg vika fyrir utan þetta, og mun ég henda inn veiði sögu á morgun eða mánudag, líklega mánudag þar sem það er hundasýning á morgun sunnudag :-)
Árnmar J Guðmundsson

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Hversu mikið þolir kíkir???

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 07 Sep 2014 19:33

Sendu hann út hann er í ábyrgð sama hvað gerist það er lagað eða bætt hjá vortex!!!
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hversu mikið þolir kíkir???

Ólesinn póstur af sindrisig » 07 Sep 2014 22:04

Síðan má alltaf vera sniðugur og benda á að hann þoli allt þar til hann gefur sig.... Án allrar hótfyndni þá ætti nú að vera hægt að skjóta nokkrum skotum, sjá með því hvort eitthvað sé úr garði gengið og gera tilraun til að lagfæra síðan í framhaldinu. Framhaldið hefur síðan sinn gang.

Gangi þér vel.

Kv.
Sindri
Sindri Karl Sigurðsson

Svara