Skjóta inn riffil og hrós

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Mar 2015 21:15

Sælir nú fékk ég þennan fína riffil Howa wrminter 1500´hjá veiðimanninum og er bara nokkuð lukkulegur.
Verðið á honum var mjög gott og þeir sem langar í svona riffla ættu að legggja inn forpöntun því þá ná þeir honum á um 180.000 og svo 5% staðgreiðsluafslátt eða vísa raðgreiðslur vaxtalaust nú eða þeir bjóða líka uppá skuldabréf ef menn vilja.
Ástæða þess að ég er að nefna forpöntunina er að þeir gætu þá náð þeim á gamla verðinu en það liggur fyrir hækkun vegna gengi krónunar og töldu þeir að hann gæti farið úr 180 í 200-205.000.
En aftur að rifflinum ég fékk þessar fínu leiðbeiningar með hvernig ég ætti að skjóta hann inn skref fyrir skref og afhverju ég ætti að gera eins og leiðbeiningarnar segðu og mættu aðrir framleiðendur taka þetta til fyrirmyndar.
í byrjun á ég að þrífa með koparleysi með amoníaki þar til engin litur kæmi lengur og þá fara með 2-3 hreinum klútum á eftir. Svo á ég að skjóta 1x og þrífa og láta lágmark líða 5 mínutur milli skota og á ég að endurtaka þetta 10x og síðan meira ferli á eftir sem ég nenni ekki að skrifa núna.
Ég er ekki búin með þetta fyrsta ferli komin í 8x en ég fékk Hornady 110gr SP kúlur frá ellingsen á fínu verði og notaði IMR4064 púður á bakvið afþví að ég er bara að skjóta hlaupið til og forma hylkin að rifflinum en ég fór á netið og fann þessa samsetningu sem gaf 47gr og ákvað að prófa 46.8gr.
Hylkin líta frábærlega út ekkert sót né primer að fletjast aða gígamyndun og rúsínan í pylsuendanum ef ég hefði verið að skjóta fyrir hreindýraprófið hefði ég fengið 36 stig.
Og samkvæmt upplýsingunum er kúlan að fara út á 2955 fetum svona og ef ég fer í 50gr þá er hún á 3210 fetum. Og þessi kúla á ekki að vera nákvæm í mínum riffli þar sem ég er með 10 í tvist en vildi benda á þetta sem áhugaverðan kost fyrir þá sem eru kannski með 12 í tvist þó flestir hérna lúri á 11 tvisti.
Og já það er óhugnanlega auðvelt að þrífa þetta apparat :-) 3 klútar með efni og þá er hann hreinn og 1-2 hreinir á eftir til að þurka.
Ég ætla með hann í hlaupsjá hjá vini mínum bara til að komast að hvort hann feli kopar einhverstaðar sem hann sýnir ekki í lit á klútunum.(Þetta er of ótrúlega auðvelt)
Þannig að ég er sáttur í augnablikinu við græjuna og hrósið fær Veiðimaðurinn fyrir liðlegheit í greiðsluleiðum og verði og ég fann ekki neitt annað en að þeir vildu allt fyrir mig gera .
Og það sama á við um snillingana niður í Ellingsen þeir vilja allt fyrir mann gera og hraðinn á pöntunum fyrir svona dreifbílis túttu að panta í dag og þetta er hjá manni á morgun er bara frábært.
Og ég sá að það var að koma einhverjar Hornadý örur til þeirra um daginn.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af Spíri » 12 Mar 2015 13:48

Til hamingju með riffilinn eitt albesta caliberið :lol:
Síðast breytt af Spíri þann 12 Mar 2015 14:51, breytt 2 sinnum samtals.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af konnari » 12 Mar 2015 14:29

Þórður ! Ég sé að stærðfræði er ekki þín sterkasta hlið :lol:
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af Spíri » 12 Mar 2015 14:51

Smá misskilningur hahahahah.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Mar 2015 19:27

Kláraði 1 skref og hálfnaður með annað skref sem er að skjóta 2 skotum og þrífa grúbburnar stórglæsilegar eða um 7-8cm 2 kúlu grúbbur :-)
En enn kemur þrifin mér á óvart nú er fyrsti klútur svartur annar grár og þriðji hreinn er virkilega svona auðvelt að þrífa 308 ?
Ég hef ekki notað koparbursta það er ekki leyfilegt í að skjóta til ferlinu samkvæmt leiðbeiningunum.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af karlguðna » 12 Mar 2015 20:55

Steini er hann ekki riðfrír :?: :?:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Mar 2015 21:25

Jú hann er ryðfrír bara spurning hvort maður eigi ekki bara að fara í alvöru kúluna sem á að fella hreindýrið og finna súper hleðslu :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af karlguðna » 12 Mar 2015 21:50

Jú er það ekki ??? ertu búinn að tilskjóta ?? þeir segja að það sé auðveldara að hreinsa riðfría riffla ,,, er það bara ekki málið ?
:P
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Mar 2015 22:55

Jú var í skoðun með hlaup sjá og sást votta af kopar fremst en það var svo lítið og ekkert sem fomið ræður ekki við yfir nóttina :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af karlguðna » 13 Mar 2015 16:48

þessi er með 308 og ekki er hann að rembast neitt ;) https://www.youtube.com/watch?v=-WRO17sk_dI
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Mar 2015 21:58

Fyrsta tilraum við hleðslu 150gr Nosler BT 140 púður og þetta eru 6 skot í grúbbuni ágætis byrjun og þessi aukagöt eru eftir að ég var að athuga aðeins svörunina frá kíkinum og virðist hann allavega svara rétt við fyrstu skot ég átti ekki fleyri skot til að taka annað í kjölfar til að sjá hvaort hann hefði aukið færslu en só far so good :-)
Viðhengi
grubba 006 (Small).jpg
grubba 006 (Small).jpg (48.12KiB)Skoðað 3903 sinnum
grubba 006 (Small).jpg
grubba 006 (Small).jpg (48.12KiB)Skoðað 3903 sinnum
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Mar 2015 20:32

Til lukku með þessa græju Þorsteinn.

Er mikið heitur fyrir Howa 1500 Varminter í stainless, en væri að spá í 22-250 og svo fara seinna í .260 eða 6.5x47. (Nú eða 6.5 Creedmore ef þeir fara að bjóða það )

Eina sem ég þarf að prófa áður en að ég ákveð mig er gikkurinn. Mig langar í tveggja þrepa gikk, og Howa 1500 eru einu rifflarnir sem koma með þannig gikk, en ég er vanur þannig og kann best við þá. Ég þarf hisvegar að prófa sjálfur til að vita hvort að þessi sé eins og ég vill hafa hann. Hvernig kannt þú við gikkinn?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Mar 2015 22:31

Gikkurinn er ljúfur í hreyfingu en er orginal alltof þungur. Svo eftir að hafa stytt gorminn með slípirokk um 1mm :-) er hann draumur í dós. Léttari en hjá Kela skepnu og ekki vottur af hnökrum það þurfti ekkert að pólera efa gera neinn skapaðan hlut þannig.
Þannig að nú er þetta fyrsta þrep laust að spennu og það er nóg aðvörun örlítið meiri þrýstingur og bang :-) get ekki verið sáttari.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 2
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 18 Mar 2015 16:29

Magnús -Í þínum sporum færi ég í Vesturröst og fengir hann Ingólf eða Jón Inga til að sýna þér Savage LRP. Gikkur og nákvæmni hefur reynst mér gríðarlega vel og hef ekki þurft að breyta gikk, bedda eða gera nokkurn skapaðan hlut. Besta grúppan 3 skot á 500m cc 13mm, að vísu með tvífæti og leðurpúða. Vonandi skilar Hovan svipuðu hjá Þorsteini sjálfsagt góðir gripir – til lukku Þorsteinn. :P
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Mar 2015 17:18

Takk fyrir þetta Hjörtur.

Fann þá bara á Savage síðunni, eru þeir þá í boði fyrir .260 Rem?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 2
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 18 Mar 2015 17:31

Já ég tók minn í 260rem.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af konnari » 18 Mar 2015 17:50

260 rem er alveg hrikalega skemmtilegt kaliber....ég hreinlega elska 260 rem Sakoinn minn :D
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Mar 2015 19:11

Fyrirgefðu Steini að við séum búnir að ræna þræðinum, en byssumenn eru víst með athyglisbrest á háu stigi og þegar umræður eru nei sjáið villiköttinn þarna.

En annars þá sá ég að howa er farin að bjóða 6.5 creedmoor í 2015 línunni en hættir með stainless og bjóða í staðinn uppá Cerakote húðun og sega þeð betra en stainless
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Mar 2015 19:51

Ekki málið bara gaman að þessu ég er í pínu basli að temja minn kannski er 150gr Nosler eða 140 púðrið ekki að hemta þessu 10 tvisti ég kemst ekki nálægt rillum magasínið leyfir það ekki vantar alveg 1,32mm enn til að snerta svo ég verð líklega að prófa að finna dýpri sweetspottin og minka púðurmagn og sjá hvort það geri eitthvað fyrir mig.
Síðast breytt af Gisminn þann 18 Mar 2015 20:10, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Skjóta inn riffil og hrós

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Mar 2015 19:58

Ja, finna hvaða puðurskammtur kemur best út og svo colið þar á eftir. Held að twistið ætti ekki að skipta máli, það væri frekar þegar þú ert komin of þunga/langa kúlu fyrir twistið sem það fer að skipta máli
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara