Vesen með magasín í tikku t3 varmint

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
Konni Gylfa
Póstar í umræðu: 1
Póstar:69
Skráður:24 Oct 2012 19:01
Vesen með magasín í tikku t3 varmint

Ólesinn póstur af Konni Gylfa » 17 Apr 2015 02:51

Sælir. Ég er með tikku t3 varmint ss í .204 ruger og hef verið í vandræðum með magasínið, ss skotin eru að reisa sig of mikið (kúlan upp og botninn niður) svo þegar maður ætlar að hlaða þá nær boltinn ekki í botninn á skotinu til að ýta því fram. Er hægt að skipta þessum magasínum út fyrir eitthvað áræðanlegra en þetta? þarf þá að skipta um botnplötuna og fleira til þess? Vildi að það væri bara gamla góða sako systemið á þessu :)

Kv Konni
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Vesen með magasín í tikku t3 varmint

Ólesinn póstur af TotiOla » 17 Apr 2015 08:08

Sæll

Ég lenti í þessu á gamalli Tikku sem ég átti (cal. 223) og ætlaði mér nú að leysa þetta tímabundið með nýju magasíni (s.s. "original replacement"). Það kom hinsvegar ekki til landsins fyrr en eftir að ég seldi riffilinn og náði ég því aldrei að "leysa vandamálið".

Ég seldi svo Gismanum magasínið í einhverjum skipti-díl og ætlaði hann að nota það sem auka-/varamagasín fyrir .204 Tikkuna sína. Ég held hinsvegar að hann hafi verið að auglýsa það hér um daginn. Þannig að ef þú vilt leysa þetta tímabundið þá getur þú prófað að hafa samband við hann og athugað hvort hann á það ennþá.

Ef þú vilt hinsvegar leysa þetta endanlega þá mæli ég með því að þú hafir samband við hann GíslaSnæ hér á spjallinu og ræðir við hann um nýja botnplötu og AICS magasín (eða hvað þetta heitir), eins og hann græjaði í Tikkuna sína.

Vona að þetta hjálpi eitthvað :)
Mbk.
Þórarinn Ólason

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Vesen með magasín í tikku t3 varmint

Ólesinn póstur af Sveinn » 21 Apr 2015 20:35

Sælir,

veit ekki hvað þið hafið mikið rifið í sundur í þessum magasínum en það er tiltölulega auðvelt að kíkja á þetta. Hljómar eins og gormurinn (lengst til hægri á myndinni) sé eitthvað dottinn úr sínu fari af follower-plötunni eða að það sé skítur innan í magasíninu sem skekkir followerinn. Ef þú tekur magasínið í sundur (youtube er öruggleg með eitthvað þarna, annars er bara að pota aftast á followerinn með skrúfjárni þar til hann er losaður, gormurinn getur stokkið, be aware) og hreinsar vel með spritti og smyrð svo með góðu plastsmurefni eða þunnri olíu þá er það allavega tilraunarinnar virði. Getur líka verið drasl í veggjunum á magasíninu sem skekkir followerinn, kíkja á það.

Nýtt magasín kostar ca 15-18 þ þannig að smá handavinna getur borgað sig - fyrir utan að magasín eru ekki alltaf til.

Álkubburinn á myndinni tilheyrir ekki orginal magasíninu og NB þetta er 5 skota magasín. Fann ekki betri mynd við fyrstu leit á google...
Tikka mag.jpg
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Vesen með magasín í tikku t3 varmint

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Apr 2015 21:06

Svo getur hann eins og Tóti benti á fengið mitt á 10 þús er enn í umbúðunum :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara