Síða 1 af 1

Boyds

Posted: 18 Oct 2015 00:41
af GBF
Hefur einhver keypt skepti frà Boyds og lent í veseni ?
Boyds segjast hafna öllum pöntunum yfir 100$ sem senda à út fyrir Bandaríkin.

Georg

Re: Boyds

Posted: 18 Oct 2015 08:38
af Stebbi Sniper
Það er vegna þess að ef skeptið fer yfir 100 dollara þá þurfa þeir að sækja um útflutningsleyfi ef ég man rétt og ég held að það kosti 250 dollara. Þess vegna kosta flest skeptin frá þeim 99 dollara.

Ég hef ekki pantað frá þeim sjálfur, en mig minnir að ég hafi séð umræðu um þetta hér fyrir nokkrum árum.

Re: Boyds

Posted: 18 Oct 2015 10:35
af petrolhead
Sæll Georg.

Ég hef keypt þrjú skepti frá Boyds en öll undir $100, hefði viljað kaupa eitt sem var yfir því verði en það er víst ekki hægt.

MBK
Gæi

Re: Boyds

Posted: 18 Oct 2015 13:31
af skepnan
Sæll Georg, ég pantaði skepti frá þeim og eins og hendi væri veifað kom pósturinn með pakkan og ekkert vesen. Allt smellpassaði og ég var alsáttur :D

Kveðja Keli

Re: Boyds

Posted: 19 Oct 2015 15:51
af karlguðna
Sælir ,,, hvernig hafa þessi skepti verið að koma út ?? er góður viður í þessu og eru þau stabíl ? ekki að vinda sig !!!???

Re: Boyds

Posted: 19 Oct 2015 19:00
af petrolhead
Sæll Karl.

Það er bara eitt af þessu skeptum sem ég keypti hjá Boyds úr hnotu, ég hef ekki séð að það hafi neitt verið að vinda sig, hin eru límtré sem er mikið stabílla en viðurinn.

Ég er nú ekki neinn timburmaður 8-) svo ég get nú kannski ekki farið að gæðaflokka við en ég mundi telja þess hnotu þokkalega þétta. Ég ætlaði eitt sinn að kaupa mér spítukubb og tálga til skepti og sú hnota sem mér bauðst í það var mun gisnari en þessi frá Boyds en svo getur þetta varla verið fyrsta klassa viður sem þeir eru að nota miðað við verðin hjá þeim.

En það var sama hjá mér og Kela, þetta smell passaði allt :)

MBK
Gæi

Re: Boyds

Posted: 20 Oct 2015 04:16
af Konni Gylfa
Sælir.

Var að skoða síðuna hjá boyds og það er allt á 129$ svo það er yfir þessum mörkum sem þeir setja hvað varðar útflutning. Er eitthvað annað sem maður getur skoðað fyrir tikku t3 varmint? þá á þessu verði ca?

Re: Boyds

Posted: 20 Oct 2015 07:52
af petrolhead
Það hefur komið verðbólguskot hjá Boyds, Pro Varmint fyrir Tikka T3 var á 92 dollara í júlí, keypti eitt frá þeim þá, var að skoða síðuna og það virðist allt vera komið yfir 100 dollara markið svo maður kaupir víst ekki meira frá þeim :cry:

MBK
Gæi