Síða 1 af 1

VHF stöðvar frá Kína

Posted: 06 Nov 2015 21:02
af Sveinn
Sælir/ar
Hafa menn reynslu af VHF handtalstöðvum frá Kína? Vefsíður bjóða upp á vatnsheldar 10W VHF/UHF stöðvar með mic/spkr tengjum á 5x lægra verði en sambærilegar stöðvar í spekkum í búðum hér. Kaupa 2 og treysta á að önnur virki? Var með viðurkennt merki í talstöðvum í UHF um síðustu helgi á rjúpnaveiðum sem dó á óheppilegum tíma...

Re: VHF stöðvar frá Kína

Posted: 06 Nov 2015 21:05
af Sveinn
Sömu kínversku framleiðendur btw framleiða mikið af græjum fyrir viðurkennda framleiðendur t.d. Vertex og Motorola...

Re: VHF stöðvar frá Kína

Posted: 07 Nov 2015 17:56
af Gisminn
Passaðu bara að þær séu CE merktar annars fá þær ekki að koma til landsins ég lenti í því

Re: VHF stöðvar frá Kína

Posted: 07 Nov 2015 20:42
af Sveinn
Er svona að spá og spekúlera, vil heyra reynslu manna af talstöðvardóti frá Kína, sporin hræða... En já, þær eru CE merktar. Myndi taka inn nokkrar til vara til að koma í stað einhverra bilaðra ef menn vilja versla. Verðið yrði ca 13-14 þús ISK hingað komið pr stk. VHF á að duga betur á fjöllum. Helstu spekkar:
VHF/UHF dual band
vatnsheldar/rykþéttar skv. IP67 staðli
10 W út
2200 mAh batterí
Hleðsla dugar ca 20 tíma við venjulega notkun
hleðslustöð
mic/speaker tengi, hægt að fá vatnsheldan lögguhnapp (combó mic/speaker á kraga) aukalega
Enginn skjár en uppl um hleðslu o.fl. með enskum skilaboðum
VOX (voice activated sending)
og svo fullt af öðrum spekkum sem ég get sent á menn ef þeir hafa áhuga.
Sendið mér ES eða póst á sveinn@primordia.is ef áhugi er á hóppöntun.
Hef kaupendur að ca 4-6 stk en þarf ca 6 í viðbót a.m.k., þeim mun fleiri þeim mun betra verð.

Re: VHF stöðvar frá Kína

Posted: 07 Nov 2015 20:51
af Einar P
Ég er með 155 mhz stöðvar frá Baofeng UV-8HZ og þær virka mjög vel.

Re: VHF stöðvar frá Kína

Posted: 08 Nov 2015 21:13
af Konni Gylfa
Sælir. Mig langar nú mest að kaupa mér garmin rino 650N sem er gps og vhf.
Hefur einhver hér reynslu af þeim tækjum?
Það er amk dýrt að kaupa vandaðar vhf stöðvar hér heima en ef það væri hægt fyrir ca 15-20 þús þá væri það gott mál. langar að skipta út garmin tækinu mínu og fara í nýrra og þá væri upplagt að taka rino tækið og hafa talstöð með í sama tæki.

Kv Konni

Re: VHF stöðvar frá Kína

Posted: 08 Dec 2015 21:30
af maggragg
Hef nýlega fjárfest í Baofeng UV-5R stöð frá Kína. Eru á mjög góðu verði og forritanlegar. Eru yfirleitt í 4w en til í 8w útgáfum. Eru ekki vatnsheldar en að öðru leyti nokkuð nettar og skemmtilegar.

Er ekki kominn með mikla reynslu af þessari stöð, en sem neyðarstöð myndi ég sennilega fá mér einfalda vatnshelda eins og Sveinn er að spá í. Læt kannski frétta hvernig þetta reynist en eina tíðninn sem maður má nota er 45 nema vera í klúbbum eins og 4x4.

Er að skoða hvort að Skotfélagið fá sér tíðni fyrir sína félagsmenn.