Síða 1 af 1

Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 02 Mar 2017 22:28
af grimurl
Sælir félagar

Nú er ég einn af þeim(örfáum?) sem hef ekki keypt og sett hljóðdeyfi á riffilinn.
Hinsvegar stendur það til.

Hvaða deyfi mæla menn með fyrir Sauerinn í 6,5x55 og svo fyrir Browning X-bolt í 243?

Ég er fyrst og fremst að nota rifflana til veiða,hreindýr og fugla.

Gaman væri að heyra hvaða reynslu menn hafa af þessu.

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 03 Mar 2017 00:07
af Aflabrestur
Sælir ég mundi skoða sonic hjá Ingó í vesturöst hægt að skipta um innvols og nota sama kút á bæði .cal held að veiðihornið bjóði lika upp á eh. svipaðar græjur, ætla í sonic sjálfur aðallega vega skipti möguleikans sami kútur coverar öll mín veiði cal frá 22 hornet í 375H&H

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 03 Mar 2017 00:59
af petrolhead
Sælir verið þið.

Ég er í þessum sömu pælingum og þú Grímur, fara að versla dempara.
Eina af þessu sem ég hef prófað að skjóta með er Sonic 45 og caliberið var 6,5x55. Það sem kom mér virkilega á óvart var hvað demparinn tók mikið af bakslaginu....sem er nú ekki mikið fyrir í 6,5x55...en þetta er mín eina reynsla af því að skjóta með dempara svo það væri gaman að heyra frá þeim sem reyndari eru á þessu sviði.

Það að hægt sé að skipta um innvols og nota sama húsið fyrir nokkur cal. er auðvitað áhugaverður þáttur eins og félagi Jón bendir á.

MBK
Gæi

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 03 Mar 2017 23:47
af sindrisig
Ég á tvo heimasmíðaða og þeir fara framan á hlaupið og bætast því við það í lengd og þyngd. Myndi velja einhvern sem fer upp á hlaupið, því lengra því betra. Þetta hefur allt sína kosti og galla en 500 grömm og þaðan af meira verða til vandræða ef þau eru sett fremst á hlaupið.

Það fer þó að sjálfsögðu eftir hlaupþykkt og öllu sem viðkemur tilgangi notkunar hvers og eins, hvað hentar best. En ég myndi velja einhvern sem er skrúfaður hálfa leið, eða svo upp á hlaup.

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 04 Mar 2017 00:30
af Veiðimeistarinn
A-Tec frá Jóa Vill. ekki nokkur spurning.
Ég og öll mín ætt höfum góða reynslu af þeim.
Þú getur notað sama kútinn á báða rifflana !
Það er notaður sami kúturinn á 270 Win. og 30 cal. til dæmis og þar munar 0,7 mm
En aðeins 0,5 mm milli cal. 243 og 6,5x55

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 04 Mar 2017 21:25
af Óli Sig
Varðandi hljóðdeyfana þá er hver deyfir skráður á hverja byssu fyrir sig eða skiptihlaup. Þannig að ef þú ferð með það á milli vopna ertu með ólöglegt vopn. Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að fara með deyfi á milli vopna.

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 04 Mar 2017 23:09
af grimurl
Hvaða týpu af A-TEC mælir þú með Sigurður Aðalsteinsson?

Það hefur verið mælt með mörgum tegundum svo líklega er þetta allt svipað að gæðum.
Hvað er það sem ræður hvaða gerð menn kaupa sér?
Er það bara verðið eða spá menn mest í þyngdina eða deyfingin í desibilum?
Smíðagæði? Hvernig er með þrif?,þarf ekki að taka þá í sundur og þrífa öðru hvoru?

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 05 Mar 2017 08:41
af Haglari
Ég, systir mín og mágur erum öll með Hausken og höfum ekkert nema gott um þá að segja. A-tec deyfarnir sem Jói er með eru líka mjög góðir. Við höfum prófað 6mm deyfi á 22LR og það virkaði fínt. Sömuleiðis 30cal deyfi á 6mm og það virkaði fint líka

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 05 Mar 2017 11:26
af Veiðimeistarinn
Ég mundi fara í A-tec 150 Hertz.
Annars er best að fara eftir ráðleggingum hjá Jóa vini mínum, hann veit allt um hvað hentar bezt.
Ég held að þyngdin, deyfingin og verðið ráði mestu um hvað menn velja, síðan líka þjónustan.
Það er alltaf best að kaupin og ásetningin séu á sama stað, það verður alltaf besta þjónustan svoleiðis.
Þrifin það er einfalt, bara spyrja Jóa þegar þú verzlar, þar er öll sérþekking á sama stað og það er mikils virði.
Það stóð hvergi í mínu leyfi, fyrir hljóðdeyfinum sem ég fékk, á hvaða riffil hann ætti að skrúfast.

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 06 Mar 2017 00:00
af skepnan
Sæll Grímur, ég fékk Hausken hljóðdeyfi í Noregi hjá vini mínum sem er byssusmiður og er hann fyrir .270 en eins og vinur minn sagði þegar ég var að velta fyrir mér að kaupa tvo fyrir sitt hvort kaliberið, að það ætti ég ekki að gera heldur nota sama hljóðdeyfi á báða rifflana. Það hef ég gert og munurinn á því hversu bakslagið hefur minkað og hversu mun stöðugri þeir eru báðir í skotinu er lyginni líkast.
Ég er sammála Sigurði með það að ég er með leyfi fyrir hljóðdeyfi og hann er ekki sérskráður sérstaklega fyrir ákveðinn riffil.

Kveðja Keli

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 06 Mar 2017 13:43
af Haglari
Ég hef nú ekki heyrt að deyfar séu skráðir á riffil sérstaklega.... ég sé ekki hvaða tilgangi það ætti að þjóna öðrum en að hugsanlega myndi seljandinn selja fleiri deyfa. Einu skilirðin sem þarf að uppfylla er að hljóðdeyfirinn þarf að vera skráður á þitt skotvopnaskýrteini og má eingöngu nota á riffla með miðkveiktu hylki. Þetta voru forsendurnar fyrir því að deyfarnir voru leyfðir...

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 07 Mar 2017 00:16
af grimurl
Frábært!
Einn fyrir tvo!
Hljómar vel.

Var að skoða wiki og sá þar að hávaði frá skothvelli er um 170dB.
Með deyfi lækkar þetta um 25-35 dB.
En þar sem dB er þannig að -3dB er helmingun á afli þá er þetta all hressileg hljóðdeyfing.
Eða samkvæmt formúlunni 10*log(p-út/p-inn) sem umritast í log í veldinu(-db/10) þá er 30 dB deyfing að jafngilda 1000x minna afl í hljóðbylgju/hávaða. Það er nú soldið.

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 07 Mar 2017 19:54
af Óli Sig
Sælir aftur.
ég hafði samband við lögregluna og það er buið að breyta varðandi skráninguna. Þegar ég fékk hljóðdeyfi fyrir 3 árum mátti eingöngu nota hljóðdeyfinn á þann riffil sem hann var skráður á. Þessu var breytt þegar veitt var almennt leyfi á notkun hljódeyfa.

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 08 Mar 2017 01:42
af petrolhead
Gott innlegg hjá þér Óli, nú er búið að taka af allan vafa með þetta. Þetta hefur veruleg áhrif á valið hjá manni því ég stóð í þeirri meiningu, eins og greinilega fleiri, að deyfarnir væru skráðir á ákveðinn riffil.

MBK
Gæi

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 15 Mar 2017 20:35
af Bowtech
Langt síðan maður hefur kommentað á eitthvað hérna. En með demparanna þá tel ég þeir nú allir vera brúklegir. Því komum við að þeim þætti sem heitir persónulegt val og þar getur munað heilmiklu á milli fólks. Má þar nefna sumir eru að leita að ákveðnum eiginleikum, aðrir versla bara við sinn aðila og þar eftir götunum. Óhætt er að segja að úrvalið hér á klakanum er þónokkuð fyrir ekki stærra sker. Til gamans má nefna að 2016 voru rúmlega 500 hljóðdemparar skráðir.

Kær kveðja
Indriði R. Grétarsson

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 15 Mar 2017 21:00
af petrolhead
Gaman að sjá þig hér aftur Indriði :-)

Það er mikið til í þessu hjá þér, það verður örugglega það sem ræður úrslitum hjá manni í svona kaupum hvað persónulega hentar manni.
Úr því að það þarf ekki lengur að skrá demparana sérstaklega á riffil þá hallast ég alla vega frekar að einhverju sem ég get þá fært á milli minna riffla sem eru í mismunandi caliberum. Best að játa það þá hér og nú að ég er farinn að hallast svolítð að Sonic sem Vesturröst er með á þessum forsendum....og svo eru þeir líka frekar ódýrir, það telur líka í þessu.

MBK
Gæi

Re: Hljóðdeyfar á riffla-hvern skal velja?

Posted: 17 Mar 2017 23:39
af grimurl
Sælir.
Gekk frá þessu máli í dag.
Niðurstaðan er A-TEC 150 Hertz og snittun og frágangur á báða rifflana, allt hjá Jóhanni Vilhjálmssyni.
Verðið er 70kall fyrir allt saman.
Í leiðinni ætlar hann að taka hlaupið á öðrum rifflinum og sandblása og bláma svo áferðin og lúkkið verði eins og þegar riffillinn var nýr.Það hafði fallið lítilega á hlaupið og smá rispur og nudd.
Hann sagðist bara sandblása ca. einu sinni á ári-safnaði upp verkefnum í það og nú væri stutt í að sú árlega vinna færi í gang hjá honum. Svo ef einhverjir eru að pæla þá er tækifærið núna.

Þessir kútar eru þannig hannaðir að það er innbyggt muzzlebrake sem þrýstir loftinu aftur í kútinn og svo fram og út og þannig er hann sjálfhreinsandi. Þetta er nýjung frá A-TEC segir Jói og eldri gerðir voru ekki svona. Það er ekki gert ráð fyrir að þeir séu opnaðir til að hreinsa.