Síða 1 af 1

KONUS sjónaukar

Posted: 22 May 2017 17:50
af karlguðna
http://www.vesturrost.is/index.php?disp ... ory_id=512
hafa einhverjir reynslu af þessum sjónaukum ??? væri gott að fá álit þeirra sem eiga svona grip eða þekkja til þeirra. rétt að hafa emailið hér . karlgudna@hotmail.com

Re: KONUS sjónaukar

Posted: 22 May 2017 20:17
af Sveinn
Þekki ekki til þeirra en hér eru dómar frá sölusíðu Optic Planet frá mönnum sem hafa verslað þessa:

http://www.opticsplanet.com/reviews/rev ... -7282.html

http://www.opticsplanet.com/reviews/rev ... -7281.html

http://www.opticsplanet.com/reviews/rev ... scope.html

Re: KONUS sjónaukar

Posted: 22 May 2017 22:12
af karlguðna
takk fyrir þetta Sveinn , dálítið upp og ofan með umsagnirnar , sumir í skýjunum en aðrir miður ánægðir,
það er kannski reglan með þessa "ódýrari" sjónauka, einn kostur sem ég sá og hefði viljað sjá í fleiri sjónaukum en það er hallamálið !!! svolítið hissa að það sést helst ekki í öðrum dýrari glerjum.
það fékk svosem ekki góða dóma hjá einum sem gaf ummæli,
en takk aftur , en er engin hér á spjallinu sem á svona grip og þá kannski helst pro típuna???

Re: KONUS sjónaukar

Posted: 23 May 2017 21:38
af karlguðna
skoðaði þennan í dag og líst vel á gripinn er einhver sem á svona og gæti mælt með þeim ?
http://www.hlad.is/index.php/netverslun ... x50-bdc-2/

Re: KONUS sjónaukar

Posted: 26 May 2017 21:48
af Sveinn
Er með Vortex Viper, Harlem útgáfuna :) ekki HST, á mínum 2 rifflum og mæli með þeim allan daginn, tvisvar á sunnudögum :D Halda tracki alltaf, þola allan fjandann, frábær gler miðað við verð, allt stemmir. Það eru til bjartari kíkjar en fyrir töluvert meiri pening. Viper er peninganna virði - punktur.

Re: KONUS sjónaukar

Posted: 27 May 2017 10:15
af karlguðna
takk fyrir þetta Sveinn, já mér lýst rosalega vel á gripinn og var kominn á fremsta hlunn með að versla hann en endaði á að panta mér einn svona ,,Burris-Predator-Quest-4-5-14x42 , þónokkuð ódýrari en held að hann uppfylli mínar kröfur á veiðiriffil þar sem ég ætla ekki að nota turnana nema rétt til að stilla inn og læra síðan á krossinn, svo á reynslan eftir að segja til um hvort ég hafi en og aftur "sparað" mér til tjóns, og aftur takk fyrir.