BenchRest

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
BenchRest

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 08 Sep 2018 20:04

Á síðustu öld vildi góðvinur minn skerpa á trúarhita og staðfestu minni á Jesú Krist og lét mig vita af því að á samkomun hjá hans flokki væri vel gert við menn. Þar væri ævinlega hlaðið borð af öndvegis kökum og góðu bakkelsi. Þrátt fyrir glaðværan hóp og góða söngmenn að ógleymdum Hnallþórum ákvað ég að stunda mína guðstrú á mínum forsemdum jafnt á virkum dögum sem helgum.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér er ég rak inn nefið á BenchRestmót sem haldin er um þessa helgi á Álfsnesi í húsakynnum SR. Fyrir þá sem ekki þekkja til í riffilhúsi SR má geta þess að þar eru þrjú rými sem má aðskilja með því að loka til þess gerðum hurðum. Svo er sýn á milli svo allir geta öryggis vegna fylgst með hver öðrum í gegnum glerið. Ég tek það fram að ekki hef ég vit á BenchRest en fannst áhugavert að sjá útbúnað keppenda. Lítt þótti mér mannskapurinn líflegur og til samanburðar var mér hugsað til hestamannamóta.

En eins og á öllum alvöru mótum er mótstjóri, starfsmaður og dómari. Ekki sá ég á minni stuttu heimsókn hvort að súkkulaðihjúpuð kaka í innsta rými væri eingöngu ætluð yfirdómara, mótstjóra og starfsmanni eða hvort keppendum væri ætlaður biti til að létta þeim lundina. Það skal viðurkennast fljótt og vel að þekking mín á kökum og sætabrauði er mun víðtækari en á BenchRest.

Þar sem logn er sjaldgæft á okkar vindasama landi var vel í lagt með vindrellur og ekki að ástæðulausu. Í fákunnáttu minni hafði ég orð á því við samferðamann minn er við höfðum ekki góðan spotta frá skotsvæði SR hvort þung 308 kúla væri ekki heppilegri við þessar aðstæður. Það var fátt um svör og maðurinn reynslubolti þegar kemur að skotfimi og umræðuefnið eldfimt. En svo staðfesti hann grun minn og sagði sem svo að 30cal gerði stórt gat sem gæti gefið X-u.
Síðast breytt af Sveinbjörn þann 09 Sep 2018 09:13, breytt í 1 skipti samtals.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: BenchRest

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Sep 2018 20:54

Ekkert er svo slæmt að boði eitthvað gott ;)

Í score keppni getur einmitt hjálpað að vera með .30 umfram minni hlaupvíddir.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: BenchRest

Ólesinn póstur af petrolhead » 09 Sep 2018 11:25

Heilir og sælir spjallverjar.

Þar sem mér nánir menn eru að keppa í umræddu móti hef ég nú fengið ofurlitlar njósnir af gangi mála, enda virðist það oft vera eina leiðin til að komast á snoðir um úrslit úr svona mótum að hafa útsendara á staðnum því mér hefur oft fundist farið með úrslit í Bekk Hvíldar skotfimi (Bench Rest shooting) eins og topp klassa hernaðarleyndarmál a.m.k. hefur verið verulegur misbrestur á því að þetta rati einu sinni á heimasíður þeirra félaga sem mótin halda hvað þá í opnari miðla....en þetta er kannski eitthvað feimnismál ?? ég skal ekki segja????

En þetta var nú smá út úr dúr, en þessar njósnir mínar herma að í fyrsta sæti á 100m (sem var í gær) hafi verið skytta með riffil í 6mm hlaupvídd, nánar tiltekið 6PPC en í næstu 3 sætum hafi verið skyttur með riffla í .30 cal, reyndar ekki hinu marg rómaða 308 heldur í .30BR og væntanlega ekki með mjög þungar kúlur, sennilega 110-115gn ef ég get mér rétt til.
Svo Sveinbjörn þú getur alltaf haldið í það að þú hafir haft vel til þíns máls varðandi hlaupvíddina :)

Um bakkelsið veit ég svo voðalega litið, annað en þá bláköldu staðreynda að mér finnst það gott :lol:

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: BenchRest

Ólesinn póstur af petrolhead » 09 Sep 2018 18:45

Það er ljóst að eg verð að éta ofan í mig eitt og annað er ég ritaði í síðustu færslu.
Úrslitin úr móti helgarinnar eru nú aðgengileg á heimasíðu SR og hafa þeir þar með staðið sig með prýði í upplýsingamiðluninni.
Það var heldur ekki alls kostar rétt hjá mér að 6PPC hefði tekið fyrsta sæti á 100m en það var þó skv minni bestu vitund þegar það var ritað.

En ég vil bara hvetja alla til að líta inn á sr.is og kynna ég úrslit, skor manna og caliber í þessu móti.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: BenchRest

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 11 Sep 2018 00:17

Þar sem ég er víst einn af þessum líflausu Br skyttum verð ég að halda uppi vörnum, mótið var einfaldlega keirt það hratt áfram að ekki var mikill tími til samkvæmishjals við gesti og gangandi!! og þar sem svona nákvæmnisskotfimi krefst jú einbeitingar og að halda fókus þá eyðir maður timanum milli riðla í að stúdera vind og huga að búnaði eða spá í spilinn með félögunum en ekki kaffi spjall, ef menn vilja taka lagið út undir vegg með bauk eða fleig er er ráð að fara í réttir eða á hestamót, og kaffið og kakan var fyrir keppendur líka.
Það er nú ekki langt síðan ég var á ónefndu skotmóti suður með sjó þar sem umgjör'in og skipulagið var svona ekki ólikt og á krá í viltavestrinu um 1870 og hittnin manna eftir því einhverjir hittu nú ekki einusinni á sín eiginn blöð, sá mest eftir að hafa skilið .32 Navy Coltinn og hattinn eftir heima hefði fittað vel, en stemmingin var vissulega ekki eins formleg en ekki einusinn neskaffi í boði.
Og jú það er rétt .30 cal skorar betur, en erfiðara að skjóta seiga margir en 6mm er nákvæmari að flestra mati. Og logn er ekki alltaf besta veðrið það getur verið svikult
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: BenchRest

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 11 Sep 2018 15:29

Spaklega mælir þú Jón og hefur þú lög að mæla. Það undraði mig að keppni þar sem menn æva og undirbúa sig nánast allt árið sé sett á sama dag og námskeið UST. Það hefði verið heppilegar fyrir keppendur og þá sem voru að undirbúa sig fyrir byssuleyfi að hafa annan hátt á.

Varðandi vitlavestrið kom það skemtilega á óvart hvað margir mættu í keppi og er það vel. Vandlega gæti ég mig á því að styggja þá sem að móti þessu stóðu því fáir hafa nennu til að gera eitthvað. Þó gat ég ekki á mér setið eftir að hafa tekið þátt í bæði sem fórnarlamb og gerandi að stela stólum. Því fór ég brúnaþungur á fund Alráðs og lét þess getið að mér hefði verið falið að leggjast á hann þar til bætt hefði verið úr. Seint næst að gera svo öllum líki en umtalsverðar framfarir hafa orðið.

Ákveðinn maður liggur undir grun um að hafa lesið fyrsta stafinn í stað þess að lesa þá alla á þinni skotskífu og verður þetta efni í góða sögu þegar vetrarhúmið legst yfir.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: BenchRest

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 14 Sep 2018 01:04

Satt er það félagi Sveinbjörn þar hefði mátt sýna meiri fyrirhyggju með tímasetningar, hvað vestrið varðar þá var þetta nú bara gamann að lokum og ég er sennilega ekki al saklaus af stólaleiknum, hægindi það sem mér var boðið upp á í seinni umferðinni leit út eins og hitamælir undir afturendanum á mér sem er nú vel breiður og miðað við traustabrestina óttaðist ég stjaksetningu all mjög um tíma og "stal" því stól af næsta sakleysinga með hraði, mér findist það nú lágmark ef menn eru að skjóta á annara manna blöð að hafa það nú minnst tíu og helst X lika en ekki ljóta sjöu ;-). svona uppákomur geta hrært töluvert í kollinum á manni þega maður er kominn til að gera sitt besta og er í topp baráttunni en allt fór vel að leikslokum og menn skemtu sér vel sem er fyrir öllu, og þátttakan í þessum .22 mótum í sumar hefur verið frábær 15-20 manns í móti á flestum stöðum
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: BenchRest

Ólesinn póstur af gylfisig » 20 Sep 2018 20:18

Ja hérna.
Ekki vissi ég að eitthvað væri enn i gangi hér.
Orðið langt síðan ég kíkti hér inn (:
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: BenchRest

Ólesinn póstur af petrolhead » 21 Sep 2018 12:05

:lol: Gylfi minn, hvar hefur þú verið ?? facebook ?? En það er vel ef þú ert farinn að líta hér inn aftur 😀
Segir ekki máltækið að einhvers staðar verði vondir að vera, ætli það meigi ekki segja að undirritaður og fleiri hér séu sönnun þess.
Mbk
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: BenchRest

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Sep 2018 12:32

Langi þig að vit´ af viti,
viskubrunnur Skyttur eru.
Feisbúkkið sá fúli biti,
fullur er af bulli sveru.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: BenchRest

Ólesinn póstur af gylfisig » 21 Sep 2018 20:24

Ja- Sko, strákar. Mig dreymdi í fyrrinótt, að Siggi væri búinn að fá sér riffil í cal 308 win, og það með 200 grs kúlu. Og þetta átti að vera hans aðal veiðiriffill. Kannski sá hann loksins ljósið, þar sem flestir veiðimenn sumarsins, hjá honum voru að nota 308 (:
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: BenchRest

Ólesinn póstur af Sveinn » 22 Sep 2018 19:56

Umm... nei, sorry að vera tengdamamma sem leiðréttir :) en flestir veiðimenn hjá Sigga 2018 eru með 6,5x55 eða 37, næstflestir með 308 eða 17. En ég býst við að fyrr frjósi í helvíti en að draumurinn rætist :)
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: BenchRest

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Sep 2018 21:42

Þú ert meððetta Sveinn :idea:
Já og 6,5-284 ekki langt undan, í þriða sæti !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara