Javelin tvífætur

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
Svara
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af maggragg » 31 Dec 2018 14:22

Hefur einhver hér prófað nýju Javelin tvífæturnar frá Spartan?

Er að spá í þeim á nýjan riffill sem er væntanlegur. Er að hugsa um þyngdina, en einnig að þeir séu nokkuð stífir og stöðugir.

https://krossdal.is/store/is/tvifaetur/ ... -long.html

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

frostisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 50
Skráður: 06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn: Frosti Sigurðarson

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af frostisig » 31 Dec 2018 23:36

Er með spartan 300 típuna frá þeim og er mjög sáttur. Harris hefur bara verið inni í skáp síðan ég fékk hann, hef prufað javelin líka og hann er ekki síðri bara aðrir fíduasar.
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1871
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Jan 2019 01:05

Ég vil ekki sjá annað en Harris og þá lengri gerðina, með veltingi !
Ég á tvo eða þrjá slíka hef notað Harris í 20-30 ár og hann er ekki einu sinni slitinn nema málningin er farin að mást verulega af honum !
Harris er það stöðugasta sem ég hef séð undir hreindÿrarifflum, hef ég þó séð býsna margt þar og mér líka ekki aðrir fætur sem eru mun óstöðugri !
Þyngdina þarf ekki að spá í, það breyta engu fáein grömm til eða frá í þyngd byssunnar sem við berum, þegar við getum auðveldlega grennt okkur um þau grömm til að vega á móti og jafnvel tvö til þrjú kíló, já og sumir búa það vel að þeir geta vel misst tug kílóa eða par tug !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af maggragg » 01 Jan 2019 13:55

Gleðilegt árið vinir.

Það verður ekki tekið af Harris að þeir eru traustir. Er með Harris og hafa þeir staðið sig með prýði. Virðast vera ódrepanlegir. Er með handfanginu (Podlock) til að festa veltingin sem mér finnst nauðsyn með þeim.

En ég get verið nýjungagjarn og langar stundum að prófa nýja hluti. Finnst þetta áhugaverðir fætur bæði að því leyti að þeir eru þá allmennt ekki undir rifflinum nema maður þurfi að nota þá, léttir, hliðarsnúningur er valmöguleiki, og svo eru þeir hjá Spartan með skemmtilegt kerfi þar sem mikið er af aukahlutum og stækkunarmöguleikum fyrir fæturnar hjá þeim.

Það sem ég er mest að fiska eftir er hvort að þeir séu jafn stífir og þéttir og Harris þegar maður "hleður" tvífæturnar fyrir skot. Hef ekki lesið neitt um þá á þá leið að það sé samt vandamál á erlendum síðum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1871
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Jan 2019 15:53

Hvers vegna í ósköpunum að vera að prufa eitthvað nýtt sem er ekki vitað hvernig reynist, þegar menn hafa undir höndum eitthvað sem er búið að sanna sig að er traust og bilar aldrei ??
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af maggragg » 01 Jan 2019 16:01

Veiðimeistarinn skrifaði:
01 Jan 2019 15:53
Hvers vegna í ósköpunum að vera að prufa eitthvað nýtt sem er ekki vitað hvernig reynist, þegar menn hafa undir höndum eitthvað sem er búið að sanna sig að er traust og bilar aldrei ??
Siggi. Ef allir færu eftir þessu og hugsuðu svona væru sennilega allir ennþá með .308 Win ;)

Maður veit ekki hvort eitthvað sé kannski bara betra nema með því að prófa, hver veit nema það sé til eitthvað betra, eða með aðra eiginleika en það sem maður er vanur, eða hentar því sem maður er að gera betur en það gamla. Við megum alrei festast svo í viðjum vanans heldur að við viljum ekki prófa neitt nýtt sem kannski er betra, og kannski ekki.

Ef ég fer í þetta, þá gef ég gott álit og samanburð ;)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

frostisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 50
Skráður: 06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn: Frosti Sigurðarson

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af frostisig » 01 Jan 2019 18:00

Ég myndi ekki segja að þeir væru jafn stöðugir og harris en það munar ekki miklu meira svona önnur tilfinning að brúka þá. Þyngdin skiptir mig litlu máli en fyrirferðin og snúningurinn eru algjör snilld á veiðum. Siggi ég er viss um að þér myndi líka að hafa möguleika á 360 gráðu snúning þegar þú ert að skjóta hreindýr á hlaupum. Mér líkar þetta allavega vel og stöðugleikinn er meira en nægur fyrir mig, er með 30x50 cm bjöllu á 800m sem ég skaut með góðum árangri milli hátíða þannig að mér finnst þetta gott dót.
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1871
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Jan 2019 21:45

Maggi minn, það er einmitt þess vegna sem 308 skýtur upp á ólíklegustu stöðum, það eru svo margir sem vilja prufa, vegna þess að þeir halda að grasið sé grænna hinu meginn við lækinn !
Mér hefur aldrei fundist ég rétt borinn til að finna upp hjólið og komast að hlutunum á erfiða veginn, ég hlusta samt gjarnan og fylgist með kringum mig.
Ég hef unnið part úr árinu innan um skotvopn og skotveiðbúnað í um 30 ár, á þeim tíma hef ég kynnst mörgum nýjungum sem ég hef tekið upp í sambandi við skotmennsku og veiðar
Ég hef þess vegna aldrei fest mig í viðjum vanans, þó íhaldssamur sé í meira lagi, þess vegna finnst mér ekkert sérstaklega grænna hinu megin við lækinn fræga !
Já og Maggi minn, þú getur tæplega lofað góðu áliti fyrr en þú ert búinn að prufa !
Frosti frændi góður.
Það er einmitt það sem ég hef hlerað og tekið eftir, Javelin er ekki eins stöðugur og Harris, ég veit af reynslu að stöðugleikinn er það sem skipir mestu máli af eiginleikum riffil tvífóts, þess vegna mundi ég aldrei velja hann fram yfir Harris með veltingi.
360 gráðu snúningur kemur að litlum notum þegar skotið er að bráð á ferð vegna þess að í því tifelli færi ég riffilinn til en ligg sjálfur kyrr, það er mun umhentara og seinlegra að færa sig allan til fyrir aftan riffilinn, þó ég noti kannski bara 90 gráður af 360, heldur en víkja rifflinum aðeins til hliðar !
Þegar riffillinn er færður til, til að elta bráð á ferð, er það stöðugleiki tvífótsins sem skiptir öllu máli til að ná strax sigti á bráðina aftur !
Ég hef séð menn með svona brauðfót undir rifflinum missa af bráð, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar 1
Það eru til tvær gerðir af veiðimönnum, í fyrsta lagi, þeir sem hafa haft veiðar að starfi 30 ár, í öðru lagi þeir sem eru að finna upp hjólið 😂🤣
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

frostisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 50
Skráður: 06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn: Frosti Sigurðarson

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af frostisig » 01 Jan 2019 22:13

Hehe já mér sýnist að við frændur þurfum að taka góða og gamaldags tippamælingakeppni þegar við rekumst hvor á annann upp á svæði næst. 💪😀
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 101
Skráður: 18 Feb 2012 17:10

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 03 Feb 2019 05:07

Ég er buinn að vera með Javelin siðan 2015 bæði fyrstu kynslóð og mk2 sem er núna í gangi var reyndar fyrstur herna á klakanum til að nota einn sem ég fékk gefins af þeim sem hannaði þá! Þetta er brilliant tæki! Þú þarft ekki að pæla í styrk enda er buið að syna það og sanna hversu sterkir þeir eru! Ég lét fyrirtæki í usa senda mér nokkur handfong í staðin fyrir hnappinn sem er orginal og það er snilld að hafa það!
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af sindrisig » 03 Feb 2019 12:47

Þið eruð flottir. Hvernig væri bara að nota næstu þúfu og engan tvífót...? Eða bara taka fríhendina á dæmið... He he.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Feb 2019 12:22

sindrisig skrifaði:
03 Feb 2019 12:47
Hvernig væri bara að nota næstu þúfu og engan tvífót...?
Það er einmitt kosturinn við Javelin sem ég sé að hann er ekkert á nema maður þurfi að nota hann. Það vita allir að fátt er betra undir riffill en góður bakpoki eða góð þúfa, og þegar maður þarf að nota tvífætur þá skellir maður þeim undir :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1871
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Feb 2019 17:56

Já sælir, þið með ykkar þúfur, bakpoka og Javelin.
Það er ekkert betra undir riffilinn en Harris tvīfótur, lengri gerðin. PUNGTUR !!
Sindri minn ef þú vilt nota þúfu getur þú bara smellt Harrisnum upp, jå ef þú á annað borð finnur þúfu, án mikillar leitar !
Það er mjöööög umhent að fara að möndla bakpoka undir riffilinn þegar allt er að fara að gerast !
Það er svo einfalt að smella niður Harris tvífætinum, að því gefnu að hann sé af lengri gerðinni !
Ég hef farið til hreinaveiða með marga sem eru með styttri fótinn, í 95 % þarf að draga hann út í fulla lengd þegar á hólminn er komið, ég er farin að gera það að reglu að draga þann stutta út í fulla lengd áður en skriðið er í færi !!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Feb 2019 16:38

Jæja ég fekk Javelin fót til prufu og er ég virkilega hrifinn af honum. Öll smíði og frágangur er algjör hágæðaklassi.

Ég ákvað að taka hann í test, þar sem einhverjir hafa talað um að hann sé minna stöðugur en hefðbundinn fótur eins og Harris.

Ég tók einfaldlega hreindýraskotprófið með honum til að sjá hvort það yrði eitthvað lakara en þegar maður hefur tekið það með harrisnum. Liggjandi með tvífótinn.

Ég gat ekki séð að maður hitti eitthvað verr með javelin þannig að það er búið að bösta það. Ef menn vilja halda öðru fram skal ég bjóða mönnum frítt námskeið í skotfimi ;)

Það er allt annað að vera með riffilinn ól á bakinu þegar fóturinn er ekki á, enda einn af göllum hins annars ágæta Harris (Sem ég er búin að eiga í um 10 ár) er að hann nuddast stundum leiðinlega í öxlina og annað í þeim dúr. Ég er því að fíla þetta konsept, að setja fótinn undir, sem tekur enga stund hvort eð er.

Fídusinn að geta látið fótinn PANA, eða snúast, ef maður vill kom mér á óvart. Hafði ekki trú á því en ótrúlegt hvað færslan er stöðug, og held ég að þarna hafi hann mikið forskot á harris þegar kemur að því að fylgja bráð á hreyfingu.

Eins og komið hefur fram þá er fóturinn mun léttari en harris, og ef hann er ekki á þá er riffillinn ennþá léttar. Veiðimeistarinn áttar sig ekki á því að það munur meira um 400 gr. á einni fertommu á öxlinni, heldur enn utan á líkamanum. Þegar þyngd situr jafnvel á annari öxl og skekkjir líkamsstöðu þá hefur það meira að segja. Þannig að þessa þyngd myndi muna um í lengri ferðum, nema menn séu með byssuna í bakpoka eða með góða tvískipta ól.

Fóturinn hefur líka það umfram Harris að það er hægt að skipta um fætur og setja lengri fætur undir ef menn vilja, allt upp í 70 cm fætur þannig að hægt að er nota riffilinn í sitjandi stöðu o.s.f.v.

Ef maður ber þessa fætur saman eins og búið er að vera gert á þessum þræði þá eru þetta svona mínir puktar.

Svona í stuttu máli.

Javelin eru vandaðri, mun léttari, eru ekki á þegar maður er ekki að nota og fljótlegt að setja undir. Eru ekki að rekast í menn eða þvælast fyrir. Eru ekki síðri uppá stöðuleika í notkunn. með gúmmitappa undur fótum sem hægt er að taka og fær maður þá brodda úr carbonstáli þannig að þeir hafa meiri möguleika á stöðuleika. Hafa möguleika á hliðarsnúning, hægt er að velja hvort þeir séu fastir þannig að þetta er bara viðbótarmöguleiki, sem harris hefur ekki. Hægt að læsa halla, sem er nauðsynlegt á fótum, og þarf yfirleitt að kaupa þann fídus á Harris til að hann virki vel. Hægt að kaupa lengingar á fætur og nota sama fótinn milli riffla og svo er mikið um aukahluti fyrir þetta kerfi frá Javelin. Einnig er enginn hætta á að þeir falli upp, eins og með harris ef togað er í riffillinn, þótt það sé afar sjaldgæft.

Helstu ókostir: Verð, en ef horft er í gæði þá er það svosem ekki stórt. Harris hafa lengi talist sem svona ódýrari fætur, í milliflokki þannig að erfitt að bera þá saman þar.
Það þarf að snúa fótum til að lengja og stytta. Ekkert mikið mál og hafði ég þá þannig að ég gat togað þá niður og gefið smá tvist og þá voru þeir fastir, þannig að ef maður hefur þá þannig klára er lítill munur. Annar fóturinn fellur að hinum, og maður þarf að hafa það í huga, svo þeir smelli ekki saman, svona svipað og harris getur fallið upp. Ekkert sem er stórmál heldur.

Harris er auðvitað sterkur og öflugur fótur og ef menn eru ekki mikið að burðast með riffill á öxl eða bara stuttar vegalengdir þá er hann ávalt góður og traustur kostur og kostar ekki mikið. Kosturinn við hann er að hann er alltaf á, hægt að hlaða hann (þó bara í aðra áttina, þannig að hann verður að snúa þannig að fæturnir lyftast fram. Hann verður þó að vera með velting til að nýtast í annað en borðskotfimi, en að mínu mati verður líka að kaupa á hann podlock til að getað læst hallanum þegar maður er kominn í skotstöðu. Ég myndi ekki vilja vera án þess fídus með Harrisinn. Menn verða ekki sviknir af Harris.

Ég er allavega seldur Javelin, og er spenntur að prófa hann í refaveiðinni og grenjavinnslunni í sumar. Verður á létta göngurifflinum, og harrisinn á þunga mausernum :)
IMG_0821.jpg
Javelin prufa
Skotpróf tekið á mausernum, með javelin undir í stað harris á staðlaða prófstaðnum. Skotið eftir reglum og skotið á 1:08 min. Myndi ekki segja að það sé hægt að gera greinamun á fótum hvað nákvæmni né stöðuleika varðar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1871
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Feb 2019 13:10

Já sæll !!!
Maggi minn !
Til hamingju með að finna upp hjólið !!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 101
Skráður: 18 Feb 2012 17:10

Re: Javelin tvífætur

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 27 Feb 2019 04:40

Siggi eins og þú veist hefur hjólið þróast frá því að vera harður tré hringur upp í að vera fullkominn hlutur til aksturs!! Sama og með tvífætur það er til hlutir sem heitir FRAMÞRÓUN!! Þú notar td nútíma riffil ekki framhlaðning! Allir hlutir þróast og oftast til batnaðar eins og í þessu tilviki!! Til dæmis er blessað kaliberið sem þú ert hrifinn af þróað út frá 284 winchester frá árinu 1963 í 6,5-284 árið 1999 þar er FRAMÞRÓUN og ekki seturðu neitt út á það er það nokkuð?? Það að vilja betrumbæta eitthvað er ekki að finna upp hjólið heldur gera okkur veiðimönnum léttara fyrir td vegna þyngdar eða ummáls! Ef þú ert með segjum 4 riffla þá er ansi þröngt um þá í byssuskáp ef allir eru þeir með harris fót en ef þú ert með Javelin ertu með 1 fót en 4 tengistykki sem ekkert fer fyrir!! ( miðað við 5 byssu skáp ) Ég er að verða búinn að nota minn í um 4 ár bæði við veiðar hérna heima og erlendis og ég mun ALDREI fá mér aftur harris eða samskonar eftirlíkingar aftur!
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

Svara