Nýtt dót í hús

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1754
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Jan 2019 14:36

Ég ákvað að búa til nýjan þráð um nýtt dót sem spjallverjar hér eru að ná í hús !
Nýtt dóta ár gengið í garð og gamla dóta árið liðið í aldana skaut ens og skáldið sagði, það var við hæfi að splæsa í nýjan þráð !
Gamli þráðurinn ,,Hafa spjallverjar verið að kaupa sér nýtt dót" var kominn á elleftu blaðsíðu !

Ég frétti af ljómandi fallegu dóti í í camolitunum í gærkveldi og skoðaði mynd, já og dreymdi síðan í nótt að ég þyrfti að eiga svona !
Já ég vaknaði ferskur í morgum, kannski of ferskur, altént rugl snemma, áður en ég var búinn að morgna mig og borða grautinn með rjóma, var ég fyrr en varði búinn að kaupa þetta dót.
Kannski villti það mér sýn að þetta fína sexhjól var í camolitunum, en sem sagt þegar ég var að háma í mig grautinn, með miklum rjóma að áliðnum morgni, áttaði ég mig á að ég (ásamt Sparisjóðnum á Norðfirði), átti Can-Am 1000 sexhjól camo litað árgerð 2015 á snjóbeltum með dekkin í skottinu, í einhverjum bílskúr í Reykjavík !!
Viðhengi
Can-Am 100.jpg
Þetta er þrusu græja, já og nú vantar bara snjóinn.
Can-Am 100.jpg (128.05 KiB) Skoðað 551 sinnum
Can-Am 100.jpg
Þetta er þrusu græja, já og nú vantar bara snjóinn.
Can-Am 100.jpg (128.05 KiB) Skoðað 551 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

valdur
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 39
Skráður: 14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn: Þorvaldur Sigurðsson

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af valdur » 09 Jan 2019 16:19

Til hamingju með þetta. Þetta kemur sér vel til að skoða hinar eilífu veiðilendur í vetur. Hins vegar gætirðu lent í vandræðum ef þú hygðist fara á beltunum í sumar að sækja hreindýr því í reglunum stendur skýrt: Heimilt er leiðsögumönnum með hreindýraveiðum við þau störf að sækja fellda bráð á léttum vélknúnum ökutækjum að lágmarki með sex hjólum, enda sé að mati leiðsögu­manna ekki talin hætta á náttúruspjöllum.
Þorvaldur frá Hróarsdal

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 1279
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af maggragg » 09 Jan 2019 18:19

Glæsilegt að sjá þetta hjá þér Siggi. Verður vígalegur á þessu...

Ég á von á ýmsum spennandi græjum fljótlega og verður gaman að henda því þá inn hér þegar ég er komin með þær :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1754
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Jan 2019 11:32

Fékk enginn neitt veiðitengt í bóndadagsgjöf ?
Ég fékk enga bóndadagsgjöf, það fylgir því víst að eiga enga konu !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 234
Skráður: 17 Jun 2012 23:49

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 27 Jan 2019 19:22

Ég á konu og ì tilefni bóndadags verslaði ég mér kassa af konfekti. Þegar þrír eða fjórir molar voru eftir bauð ég henni upp á smakk.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 1279
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Feb 2019 11:22

Jæja

Fyrsta dótið komið í hús. Léttur gönguriffill í refinn.

Tikka T3x stainless laminated í .204 ruger.

Núna er bara að fá smá meira dót á hann þannig að hann verði veiðifær.
Viðhengi
EE133CFE-E2B9-4F70-B56A-917A57E91D51.jpeg
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 1279
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Feb 2019 11:57

Var að fá inn um lúguna langþráðan nýjan fjarlægðarmæli.

Um er að ræða Leica Rangemaster 2700-B mælir.

Hinn var orðin hættur að virka og maður er hálf lamaður án þessa tækis þegar maður hefur vanist því að nota svona.

Fór bara alla leið í þessu og fekk mér Leica. Þessir mælar hafa þrengri geisla en flestir aðrir mælar og henta betur til að mæla minni hluti. Mjög skír gler og þess er um 0.3 sek að taka mælinu og mælir miklu lengra en ég hef nokkurntíman not fyrir.

Til viðbótar er loftvog, hitamælir og hallamælir í honum og ferilreiknir. Ég set kúrvuna mína á minniskort, og þá fá ég um leið fallstillingu fyrir kíkinn ef ég þarf á þvi að halda.

Verður spennandi að fara út með þennan að leika.
IMG_0805.jpg
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara