Síða 1 af 1

Leica Rangemaster 2400-R

Posted: 10 May 2019 10:23
af Veiðimeistarinn
Ég mæli hiklaust með þessum fjarlægðamæli, Leica Rangemaster 2400-R sem Jóhann Vilhjálmsson (Jói byssusmiður) flitur inn og selur í vezlun sinni að Dalbraut 1 í 105 Reykjavík.
http://joibyssusmidur.com/index.php/201 ... rf-2400-r/
Ég hef átt Leica Rangemaster 1600 fjarlægðarmæli og notað mikið síðusu 10 ár, hann hefur ekki alltaf fengið blíða meðferð á mínum ferðum en það hefur ekki haft nein áhrif á notagildi hans, þótt hann sé orinn skáldaður eftir ótal pústra.
Ég get fullyrt samkvæmt minnini reynslu að þessir Leica fjarlægðarmælar eru bestu fjarlægðamælarnir á markaðnum í dag með tilliti til stærðar og skírleika.
Það er ótrúlegt hvað svona lítil græja sem er hægt að hafa á sér allan daginn (það fylgir honum þægilegt band til að hafa hann um hálsinn) án þess svo mikið að verða var við hann og ekki skemmir verðið fyrir, því er mjög í hóf stillt miðað við gæði.
Þessi fjarlægðamælir mælir auðveldlega, samkvæmt minni reynslu út í 1000 metra sem er yfrið nóg fyrir alla veiði.
Það marg borgar sig að kíkja á Dalbratina til Jóa byssusmiðs og fá að horfa gegn um þessa græju af stéttinni hjá honum !
Síðan er upplagt í leiðinni að kíkja á allt sem Jói hefur á boðstólum og þiggja ráð hjá honum varðandi þau veiðitól sem þér henta !

Re: Leica Rangemaster 2400-R

Posted: 10 May 2019 18:34
af maggragg
Get verið 100% sammála þér.
Fekk mér Leica 2700-B í vetur, og þetta eru ótrúlegar græjur. Skírleikinn á glerjunum er ótrúlegur og nákvæmnin gríðarleg.

Get ekki verið sáttari með fjarlægðarmæli.

Re: Leica Rangemaster 2400-R

Posted: 03 Sep 2019 21:45
af Veiðimeistarinn
Ég var að bæta í Leica safnið mitt, úr búðinni hjá Jóa byssusmið.
Fjárfesti í Leica handsjónauka 10x42 með innibyggðum fjarlægðamæli.
ÉG fullyrði að þetta err bjartasti sjóonauki sem ég hef horft gegn um !
Ég get hiklaust mælt mð þessari græju, handsjónukar gerast ekki betri.
Endilega kíkið við hjá Jóa byssusmið, hann er kominn með umboð fyir Leica sjónauka.

Re: Leica Rangemaster 2400-R

Posted: 03 Sep 2019 21:52
af sindrisig
Ég er búinn að eiga einn svona í 10 ár. Gæðagripur.