Veiðifélaginn

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
Veiðifélaginn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:4
Skráður:29 Apr 2012 14:12
Veiðifélaginn

Ólesinn póstur af Veiðifélaginn » 29 Apr 2012 15:14

Góðan dag

Við erum háskólanemar að hanna tækni sem gerir skotveiðina auðveldari og
veiðikort aðgengilegri, forritið myndi þá segja þér hvar má skjóta og hvort þú sért á þjóðlendi eða á einkaeign með hjálp GPS tækninnar.

Einnig myndi það segja til um hvaða dýrategundir mætti veiða og á hvaða árstíma. Á því væri einnig neyðarhnappur svo ef veiðimaðurinn týnist eða meiðist þá getur hann sent neyðarkall til 112.

Þetta er verkefni í "Nýsköpun og stofnun fyrirtækja" sem kennt er við Háskólann í Reykjavík.

Verkefnið er þó bara rétt að fara á flug og langaði okkur að vita hvort áhugi væri á slíku tæki eða forriti í snjallsíma sem þú tækir þá með þér á veiðarnar.

Endilega segið okkur hvernig ykkur finnst.

Smá lýsing er á facebook eins og er og kemur frekari lýsing síðar.

Endilega líkið við síðuna ef þið hafið áhuga.

https://www.facebook.com/pages/Vei%C3%B ... 2383062843

https://twitter.com/#!/Veidifelaginn

ef þið hafið spurningar getið þið einnig sent póst á veidifelaginn@hotmail.com

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Veiðifélaginn

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Apr 2012 15:46

Þetta er flott framtak, en ég hef svolítið verið að prófa ýmis forrit fyrir veiði en gallin við þau eru að þau eru ekki hönnuð fyrir Ísland.

Einn möguleiki sem mér finnst skipta máli þegar ég er að leita mér að veiðiappi en það er að sjá sólarupprás og sólsetur, ásamt birtingu og myrkri miðað við ákveðin veiðistað eða GPS hnit.

Þessar upplýsingar er mikilvægar í andaveiði og ekki myndi skemma að hægt væri að merkja in í dagbók kl. hvað fyrsti fugl kom, og síðast til að hægt sé að fara yfir það síðar. Veðurupplýsingar væru bónus en veðrið hefur einnig mikið að segja hvernig veiðin mun vera...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Veiðifélaginn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:4
Skráður:29 Apr 2012 14:12

Re: Veiðifélaginn

Ólesinn póstur af Veiðifélaginn » 02 May 2012 13:14

Eftirfarandi spurningakönnun hjálpar okkur að ákvarða hvaða eiginleikar Veiðifélagin mun hafa. Endilega takið ykkur tíma og svarið henni. Takk fyrir.
http://www.surveymonkey.com/s/BTGZY8S

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðifélaginn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 May 2012 13:21

Ég var að taka þátt í þessari könnun.
Það vantar í spurningalistann finnst mér að hægt sé að sjá landamerki jarða í þessu forriti.
Það væri mjög gott fyrir okkur veiðimenn að geta séð á hvaða jörð við erum staddir til að geta spurt um leyfi til að veiða í viðkomandi landi.
Það er allt of algengt að sökum slakrar staðkunnáttu að veiðimenn ranglist út fyrir þau lönd sem þeir hafa leyfi til að veiða á, hvort sem það eru almenningar, þjóðlendur, eignarlönd eða guð má vita hvað!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Veiðifélaginn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:4
Skráður:29 Apr 2012 14:12

Re: Veiðifélaginn

Ólesinn póstur af Veiðifélaginn » 02 May 2012 14:49

Takk fyrir Sigurður,
Þessi hugmynd verður tekin til greina

Kv. Veiðifélaginn

Svara