Gopro

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Gopro

Ólesinn póstur af iceboy » 21 May 2012 15:22

Hefur einnhver ykkar notað Gopro myndavélar á byssurnar ykkar?

Hvernig hafið þið þá fest þær, ég get ekki séð að þeir séu með byssufestingar svo það er spurning hvort maður þarf að búa til einhverja góða festingu sjálfur.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Gopro

Ólesinn póstur af gkristjansson » 21 May 2012 16:34

Ég er einmitt nýbúinn að fá mér Gopro vél og var að prufa hana núna um helgina.

Vélin mín kom með svona "höfuð-strappi" sem ég notaði. Vandinn er hins vegar að stilla vélina þannig að myndhornið sé rétt. Ég lenti í allskonar veseni þar sem vélin vísaði of mikið upp (sá bara himininn) eða of mikið niður (sá bara jörðina). Núna er ég, að ég held, búinn að finna rétta hornið sem vélin þarf að vera í til að taka mynd eins og ég er að horfa.....

Ég var að spá í að reyna að festa vélina við riffilinn en líst ekki of vel á það út að bakslaginu sem kemur þegar hleypt er af og svo hefur þetta örugglega áhrif á hvernig maður mundar byssuna þegar maður er að skjóta.

Er að vinna í því að setja festingu á derhúfuna sem ég er oftast með á kollinum þegar að ég er að veiða, ætla að prófa það um næstu helgi þegar ég fer aftur á veiðar......
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Gopro

Ólesinn póstur af iceboy » 21 May 2012 16:46

Ég var með Micron vél og var með festingu á heyrnaskjólunum, en ég var ekki nógu sáttur við það, sérstaklega ekki á rjúpnaveiðum þar sem maður er að horfa mikið í kringum sig
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Gopro

Ólesinn póstur af TotiOla » 21 May 2012 17:44

Ég hef notað GoPro við veiðar en ég notaðist við límfestingar og festi vélina á hægri hlið (ytri fyrir rétthenta einstaklinga) haglarans þegar ég hélt á rjúpu. Var mjög sáttur með myndefnið sem varð til úr því. En svo kom að því að við fundum einn ræfil og þá flaug hún af. Þ.e.a.s. límið þoldi ekki recoil-ið (hugsanlega vegna kulda) og vélin datt af við fyrsta skot.

Ég hef hugsað mér að láta reyna aftur á það og ef ekki gengur þá ætla ég að prufa að nota GoPro festingar sem ætlaðar eru til þess að festa vélina á stýri eða aðra parta reiðhjóla. Svo má, eins og Guðfinnur bendir á, alltaf hafa þetta á höfðinu.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Gopro

Ólesinn póstur af gkristjansson » 21 May 2012 18:34

Og bara svona að gamni, hér er vélin komin á húfuna:
Komin a hufuna.jpg
Komin a hufuna.jpg (60.93KiB)Skoðað 993 sinnum
Komin a hufuna.jpg
Komin a hufuna.jpg (60.93KiB)Skoðað 993 sinnum
Og svona rétta að geta þess, það eru tveir aukahlutir sem ég ætla að fá mér:

- Batterís pakkinn sem á víst að tvöfalda líftíma batterísins
- LCD pakkinn sem gerir manni kleift að skoða myndirnar á vélinni strax.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Svara