Balls of steel

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54
Balls of steel

Ólesinn póstur af T.K. » 21 May 2012 20:25

Datt í hug að einhverjum þætti etv gaman að sjá afraksturinn í dag. Bjó til færanlegt skotmark til að æfa mig á lengri færunum uppí sveit. Pantaði mèr AR500 stálplötu (Maggragg að kenna) en hún er rúmir 15cm á breidd. Svo skemmtilega vill til að lögunin og stærðin eru ekkert svo ósvipuð haus á loðnum rebba. Flott æfingamark. Má sjálfsagt nota hvaða stálbút sem er, en þetta AR500 á víst að þola kúlur úr 308. Sprautaði hvítt til að sjá betur úti í guðsgrænni.

Fann svo bara gott Kambstál, skar í sundur með rokk og sauð saman í netta grind. Setti hausinn í bandspotta en kannski maður noti keðjuna frekar, kemur í ljós. Smellti svo litlum bandspotta á endann til að fá hugmynd um hreyfinguna á vindinum.

Jájá, verður fínt á 200-300- kannski 400m.

Mynd
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Balls of steel

Ólesinn póstur af maggragg » 21 May 2012 20:32

Þessi er flott! Flott hönnun á standi, mjög meðfærilegt sýnist mér.

Mín plata er á leiðinni, bjóst við henni í kvöld en ekkert bólar á henni ennþá en hún er eins nema 40 cm í þvermál.

Væri allveg til í svona fyrir styttri færin, undir 500 metra. Verður gaman að fylgjast með því hvernig þetta kemur út hjá þér :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Norz
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:08 Oct 2010 14:26

Re: Balls of steel

Ólesinn póstur af Norz » 21 May 2012 22:09

Mér reyndist betra að hafa standinn eða fótinn á upphengjunni til hliðar við bjölluna eða á bakvið. Það virstist vera óhjákvæmilegt annað en að skjóta fótinn í sundur ef hann er undir eða nálægt bjöllunni.

Ég útbjó mína þannig að fæturnir eru nánast faldir á bakvið markið, reyndar er hún töluvert stærri en þessi. Ég ætla að reyna að grafa upp mynd af klambrinu.
Kveðja Norz.
Með sjúklegri vinsemd, grunsamlegri virðingu og smá öfund, bara smá.

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Balls of steel

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 21 May 2012 23:58

Sælir.
Af fenginni reynslu þá dugar ekkert minna en keðja og hún sver nema að þú hafir gamann að millivegalengda hlaupum.
Svo hafa sumir á mínu skotsvæði einstaklega gamann af því að miða á keðjurnar mér til mikillar ánægju eða þannig. (Ég fæ að gra við helv.... draslið)
En annars flott og ég hefði fótinn til hliðanna líka.
kv.
Jón
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Balls of steel

Ólesinn póstur af T.K. » 22 May 2012 15:10

Og keðja skal það vera.....
Prófaði apparatið í morgun á 150 og 300m. Virkar eins og í sögu nema hvað böndin hreinlega gufuðu upp þegar kúlurnar lentu í stálhausnum. Þrátt fyrir lætin nær 6,5x55 ekki að rispa plötuna, málningin hreinsast bara af. Mæli hiklaust með svona stáli.

Að öðru leyti hin allra bezta skemmtun og kannski eins gott að æfa sig mikið ef maður ætlar ekki að falla á hreindýraskotveiðiprófinumikla.


Mynd
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Balls of steel

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 22 May 2012 19:59

Sæll.
Hvar ert þú að fá efni í þetta?? er það hjá Rósalind vinkonu minni (vélsmiðja Guðmundar) eða einhverstaðar annarstaðar, hvað er verðið á svona plötu? vantar að græja 4-5 svona á völlinn.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Balls of steel

Ólesinn póstur af maggragg » 22 May 2012 21:17

Bjallan mín er komin. 40 cm þvermál og skorin út úr 10 mm Hardox 500 stáli hjá Stálsmiðju Héðins. Pantaði tvær og er verðið með útskurði um 15.000 kall platan.

Næst er að mála hana hvíta og búa til stand fyrir hana sem heldur henni uppi og er jafnframt meðfærilegur :)

Mynd

Ég á cad teikningar fyrir plötunni í tölvutæku formi ef einhverjum vantar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Balls of steel

Ólesinn póstur af T.K. » 23 May 2012 08:57

Þetta er alveg 600m bjalla....
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Balls of steel

Ólesinn póstur af maggragg » 23 May 2012 09:05

Já, hún verður ekkert skemmtileg á styttri færum :) Set hana til að byrja með á 500 metrana á skotsvæðinu. Fínt að æfa skot í vindi á þessa stærð. Langar í minni líka fyrir styttri færi eins og þú ert með.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Balls of steel

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 23 May 2012 09:14

Sælir

Takk fyrir teikninguna, er að skoða það hver getur græjað þetta fyrir mig á Akureyri.

Annars má líka mála bjöllurnar hvítar en setja rauðan hring til að merkja t.d. hverja 10cm, þá ættir þú að sjá hvar skotið kemur á bjölluna úr góðri fjarlægð. Mér finnst reyndar bjallan hans Þórirs algjört listaverk :)
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Balls of steel

Ólesinn póstur af T.K. » 23 May 2012 09:48

Takk, jájá hún er skemmtileg svona máluð. Maggi benti mèr á þetta á Ebay og èg keypti þetta þar....etv einfaldara að kaupa hèrna heima.
Standurinn kemur líka vel út, en ef með þarf verður ekkert mál að breyta honum. Magnað er að sjá kraftana sem leysast úr læðingi þegar 120 grain kúlan lendir og splundrast. Böndin hreinlega gufuðu upp (brunnu) og málningin flagnaði af....en ekkert sást á stálinu. Ætli skriðdrekar sèu ekki úr einhverju svona?
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
heimirsh
Póstar í umræðu: 1
Póstar:36
Skráður:30 May 2012 19:20

Re: Balls of steel

Ólesinn póstur af heimirsh » 04 Jun 2012 23:55

Er með þessa á 400 metrum...fín skemmtun. Er með .243
Viðhengi
2012-05-08 22.44.46.jpg
2012-05-08 22.44.46.jpg (136KiB)Skoðað 1857 sinnum
2012-05-08 22.44.46.jpg
2012-05-08 22.44.46.jpg (136KiB)Skoðað 1857 sinnum
Heimir S Haraldsson

Svara