Laser Range Finder

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54
Laser Range Finder

Ólesinn póstur af T.K. » 11 Jun 2012 22:11

Getur einhver fróður og fús frætt mig um fjarlægðamæla og hvað góður kann að kosta?

Èg á einn gamlan og ágætan (sem er falur) en mig langar í nýjann. Eitthvað sem dregur 500-600m og getur fundið target með nokkurri nákvæmni.

Er einhver ykkar að nota þetta sem sjónauka?
Og er raunhæft að geta mælt td hreindýr á 500m (þó maður skjóti á minna færi)

Kv
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Jun 2012 23:04

Ég keypti mér Leica 1200 í Beco í fyrra Hann kostar tæp 100 þúsund.
Lét mig hafa það þó hann kostaði þetta mikið og sé ekki eftir því.
Hann hefur sannanlega alla þá kosti sem þú ert að leita eftir.
Ég hef mælt með honum út í 800 metra auðveldlega.
Nei ég nota hann ekki sem sjónauka!

LEICA Rangemaster CRF 1200, fæst í Beco á Langholtsveginum og kostar 97.700
Viðhengi
Leica 1200 3.jpg
Hann fer vel í lófa
Leica 1200 3.jpg (5.4KiB)Skoðað 2808 sinnum
Leica 1200 3.jpg
Hann fer vel í lófa
Leica 1200 3.jpg (5.4KiB)Skoðað 2808 sinnum
Leica 1200.jpg
Svona lítur gripurinn út
Leica 1200.jpg (5.45KiB)Skoðað 2808 sinnum
Leica 1200.jpg
Svona lítur gripurinn út
Leica 1200.jpg (5.45KiB)Skoðað 2808 sinnum
Leica 1200 2.jpg
Séður frá öllum hliðum
Leica 1200 2.jpg (6.08KiB)Skoðað 2808 sinnum
Leica 1200 2.jpg
Séður frá öllum hliðum
Leica 1200 2.jpg (6.08KiB)Skoðað 2808 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af Bowtech » 11 Jun 2012 23:12

Ég held að maður þarf að spyrja sig fyrst hvað þarftu að mælirinn gerir. Á hann að reikna með raunfjarlægð (ARC eða svipaður eiginleiki) eða bara normal fjarlægð. og þar næst er spurning um nákvæmni og svo fjarlægð, En svo má ekki gleyma hvaða merki eru menn heitastir yfir persónulega.

Fyrir mitt leyti að þá mynd i ég fá mér mæli sem hefur raunfjarlægðar eiginleikann og ekki nema 3-400m í mælingu.
En það er bara ég.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af konnari » 12 Jun 2012 09:50

Ég er búinn að eiga Swarovski Range Finder í nokkur ár og ég nota hann líka sem sjónauka í veiði þegar maður er að eltast við dýrin....hann er 8x30 sjónauki líka. Frábær græja sem mælir leikandi yfir 1.5km og ég hef mælt belju á rúmlega 900 metrum ! Það eru fáir ef nokkrir range finderar sem toppa Swarovski.

Mynd
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af maggragg » 12 Jun 2012 10:04

Hefurðu skoðað þennan:
sjonaukar/flottur-fjarlaegdamaelir-fra- ... -t118.html
Hann er í Vesturröst: http://www.vesturrost.is/?p=830

Ég er sjálfur með ATN 1500 fjarlægðarmæli sem hefur dugað ágætlega. Hef geta mælt yfir kílómeter en það fer mikið eftir því hvað maður er að mæla hvort að það takist. Mældi einhverntíman hross á rúmumum 800 metrum þegar ég var að prófa þetta. Kemur ekki í stað sjónauka. Þessir fást ekki lengur samt.

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Jun 2012 11:20

Ég er með Bushnell 1200 ARC með svona fallreikni en það þarf að taka hann með miklum fyrirvara.
Því fallforitið er meðaltal af nokkrum kúlum með meðalhleðslu.
Með þyngstu kúluni í mínum riffli er þetta á skori +/- 1cm út á 250 metra en eftir það er betra að hunsa bara fallreikninn :-)
En þessi mælir er með annan fídus sem er stórgóð viðbót við fjarlægðarmælinguna og það er að hann sýnir þér hvort skotmarkið sé halla eða ekki og sýnir þér nákvæma gráðu á hallanum.
Asnaðist að svara Magnúsi þar sem ég var að skoða hlekkinn frá honum :oops:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af T.K. » 12 Jun 2012 12:39

Þessi swarovski græja sem Konnarinn er með er svakalega flott....hvað er nú verðmiðinn á þessu?
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af konnari » 12 Jun 2012 12:48

Eitthvað í kringum 175.000 kr.
Kv. Ingvar Kristjánsson

samuel83
Póstar í umræðu: 1
Póstar:6
Skráður:10 Jun 2012 14:28

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af samuel83 » 12 Jun 2012 13:29

Ef þú ætlar að láta gamla mælinn þá væri ég alveg til í að skoða hann.

Mættir senda mér línu á samsonastro@gmail.com

Eða bara splæsa símtali 690-0475
Bestu kveðjur

Samson Bjarni

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Jun 2012 13:58

Þetta er eins og minn og hann er falur fyrir 70% af nývirði
http://www.vesturrost.is/?p=1520
Síðast breytt af Gisminn þann 14 Jun 2012 00:45, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

ragnarfr
Póstar í umræðu: 2
Póstar:8
Skráður:30 May 2012 22:57

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af ragnarfr » 12 Jun 2012 21:11

Ef þú þekkir einhvern sem er að fara til/koma frá USA þá er hægt að fá t.d. Bushnell ARC 1000 fyrir um 30.000kr, ARC 1200 á 44.000kr og ARC 1600 á rúmann 60.000kr.
Ég er svolítið veikur fyrir þeim.
Ef ég ætti meiri pening þá væri ég alveg til í vandaðri týpur t.d. eins og frá Leica, Zeiss, Swarovski eða jafnvel Vectronix.

Annars má finna cheapo fjarlægðamæla frá 13.000kr(Simmons) nýja(max range líklegast um 600y) þarna úti.

Ég er lang hrifnastur af Bushnell 1000/1200 þar sem mér finnst ég vera fá mikið fyrir peninginn en það er mitt persónulega álit.
Með kveðju
-Ragnar Franz

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Jun 2012 22:51

Sæll Ragnar eins og kom fram á ég Legend 1200 ARC og þetta er í alla staði frábær græja og þú færð mikið fyrir peninginn hann er á pari við leica í nákvæmni þó ég viðurkenni að hún er tærari og sneggri með mælinguna.Vinur minn á leica og við vorum í samanburðar pælingum.
En ég er sammála þér ef menn eru úti í usa þá ættu þeir að stökkva á einn.
Þú sérð það 44.000 úti á meðan ég vill fá 60.000 hér heima fyrir 6 mánaða gamlann mæli.
Og svo ég bæti nú aðeins við eftirá þá er minn keyptur hér heima og mælir hross á 800 metrum
Síðast breytt af Gisminn þann 13 Jun 2012 12:10, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Jun 2012 07:42

Ég keypti minn Leica 1200 í Beco vegna þess að ég vildi hafa hann í ábyrgð og hafa alla þjónustu á honum hér heima.
Ég hef keypt mér dót erlendis svo sem GSM síma sem bilaði á fyrsta ári, þá kom í ljós að það var bara 3ja mánaða ábyrgð á honum og tómt vesen að komast að því, þurfti að senda símann út til að þeir gætu kíkt á hann.
Þetta er hlutur sem þarf alltaf að taka í reikninginn.
Ég á líka sjónauka frá Zeiss hann er keyptur í Hlað og þó hann sé með lífstíðarábyrgð er miklu þægilegra að hægt sé að vinna ábyrgðina frá söluaðila hér heima.
Þegar upp er staðið er gamla góða spakmælið alltaf í fullu gildi ,,Heima er bezt" :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af konnari » 13 Jun 2012 09:26

Ég er alveg hjartanlega sammála Sigga með að kaupa hér heima svona dýra hluti sem geta n.b. bilað eða skemmst. Mun öruggara að hafa þetta í ábyrgð hér heima, þess vegna keypti ég Swarovski-inn hjá Gumma í Ísnesi því ég veit að þeir eru með pottþétta þjónustu.
Síðast breytt af konnari þann 13 Jun 2012 10:27, breytt í 1 skipti samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Jun 2012 10:24

Það getur verið dýrara og jafnvel mun dýrara í einhverjum tilfellum að kaupa svona tæki hér heima.
Mér finnst ég ekki hafa efni á að kaupa svona hluti ódýrari erlendis, vegna þess að það eru ákveðnir hlutir sem ég verð að hafa í lagi miðað við þá þjónustu sem ég gef mig út fyrir, sérstaklega í sambandi við veiðar.
Hins vegar versla ég grimmt allt svona ,,dót" sem ég get alls ekki verið án eða þannig (það er hins vegar spurning um að vera án eða vera ekki án, sumir hlutir eru bara nauðsinlegir af því mig langar til að eiga þá hvort sem ég nota þá svosem mikið þegar upp er staðið) Merkilegt hvað þetta á við um allt dót sem er í camo litunum og tengt veiðum ;)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 Jun 2012 12:08

Ég þekki þetta vandamál 8-) Og maður er mjög fljótur að réttlæta kaupin fyrir sjálfum sér ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af T.K. » 13 Jun 2012 16:10

Èg tek undir þau sjónarmið að atvinnumenn sjái sèr kostinn vænstann að hafa þjónustu við dótið sitt hèr heima. En fyrir óbreytta tindáta getur margborgað sig að versla leikföngin erlendis. Þó èg versli eins mikið og èg get hèrna heima er stundum (ekki alltaf þó) álagningin og vöruúrvalið bara ekki sambærilegt td miðað við það sem finnst í dómkirkjunni (aka Cabelas). Fyrir utan upplifunina við svoleiðis verzlunarferðir...

Fann td camo litaðann klósettpappír í síðustu ferð. Allt annað líf
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 Jun 2012 16:23

Arg í guðanabæmum þórir keyptu næst fyrir mig svoleiðis klósettpappír. Hann yrði fullkominn afmælisgjöf til vinar míns sem á varla öðruvísi föt en camo :lol:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

ragnarfr
Póstar í umræðu: 2
Póstar:8
Skráður:30 May 2012 22:57

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af ragnarfr » 14 Jun 2012 08:35

Það þarf ekki að taka fram að það er óumdeilanlegur kostur að kaupa svona grip sem og aðrar vörur hérna á klakanum það er ábyrgðin, þetta kostar mikinn pening og því best að hafa ábyrgðina á hreinu.
60.000kr fyrir notaðann ARC 1200 er alls ekki mikill peningur og myndi ég því frekar kaupa hann t.d. af þér frekar en að taka einhvern með USA ábyrgð á 20k minna þar sem ég til ábyrgðina stórann part.
Með kveðju
-Ragnar Franz

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Laser Range Finder

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Jun 2012 09:14

Þórir og Þorsteinn, já camo litaði wc pappírinn er ómissandi, sérstaklega út í náttúrunni, það er svo leiðinlegt að sjá þessar hvítu pappírsflyksur fjúka fram og aftur þegar menn hafa gengið örna sinna á veiðislóð :shock:
Það var einu sinni frétt um það í Vikunni fyrir um það bil tveimur árum í einhverjum byggt og búið þætti að ég notaði eingöngu svona wc pappír. :lol: :lol: :lol: :lol:
Viðhengi
IMG_6658.JPG
Þetta er dekkoreringin á baðinu hjá mér.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 15 Jun 2012 03:17, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara