Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.

Ætti að leyfa hljóðdeyfa á riffla á Íslandi

235
98%
Nei
4
2%
 
Samtals atkvæði: 239

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Oct 2013 22:41

Það hefur ekkert gerst í þessum málum. Frumvarpið sem var lagt fram á síðasta þingi dagaði uppi og þangaði til það verður lagt fram aftur mun ekkert gerast. En við vonum að þetta þarfa mál fari í gegn og þetta verði leyft, enda engin rök til annars.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Bowtech » 19 Oct 2013 11:06

Samkvæmt mínum heimildum þá fara vopnalögin ekki á dagskrá fyrir áramót en vonast er til að þau verði á dagskrá eftir áramót eða á vorþingi.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 07 Feb 2015 16:12

Sælir

Er eitthvað að frétta af þessu?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af hpþ » 08 Feb 2015 18:31

Mér var sagt af ábyrgum aðila fyrir áramót að hljóðdeyfar yrðu leyfðir, spurning hvort það verður á þessu ári eða því næsta eða þegar skotvopnalöggjöfin verður endurskoðuð næst.
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

Haglari
Póstar í umræðu: 8
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Haglari » 09 Feb 2015 14:02

En eru hljóðdeyfar eitthvað frekar bannaðir en til dæmis muzzle brake? Ef ég kaupi eða smíða mér hljóðdeyfi má nokkuð taka hann af mér? Var ekki búinn að falla einhver dómur þar sem lögreglan þurfti að skila hljóðdeyfum sem höfðu verið gerðið upptækir.
Hljóðdeyfafordómar eru mér alveg óskiljanlegir!? :evil:

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Feb 2015 07:40

Óskar Andri, því hef ég alltaf haldið fram, hljóðdeyfar eru hvergi bannair í núverandi skotvopnalöggjöf það ég veit, og þþað sem ekki er bannað er að mínu viti leyft.
Þetta snýst um túlkun laganna sem í þessu efni er meira en lítiðð hæpin túlkun að mínu viti.
Þess vegna hef ég ekki sótt um leyfi fyrir hljóðdeyfi ég held að ég þurfi þess ekki.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Haglari
Póstar í umræðu: 8
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Haglari » 10 Feb 2015 13:27

Veit einhver eitthvað um þessi mál þar sem að lögreglan átti að hafa skilað hljóðdeyfum sem voru gerðir upptækir af því að enginn byssusmiður vildi gefa það út að þeir breyttu eiginleikum skotvopnsins? Fór þetta á það stig að verða dómsmál og er þá hægt að nálgast dómin einhverstaðar?

prizm
Póstar í umræðu: 6
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af prizm » 16 Feb 2015 17:46

Eins og staðan er núna þá sér sýslumaður á því svæði sem skirteinið þitt er gefið út af/þar sem þú býrð sem sér um að gefa leyfi fyrir hljóðdeyfi.

ATH að það er ekkert ólöglegt við að eiga hljóðdeyfir en hinsvegar er það háð leyfi að fá að nota hann þar sem hann breytir ákomu byssunar en eins og margoft hefur verið bent á þá gerir hlaupbremsa það einnig og þrátt fyrir það er hún samkvæmt Lögreglunni ekki leyfisskyld.

Kröfurnar eru misjafnar eftir því hvern þú spyrð.
Hérna á Höfuðborgarsvæðinu þá veita þeir félagar ekki leyfi nema þú sérst ráðinn af sveitarfélag og með skriflegt samþykki þeirra leyfi til að nota hljóðdeyfi í þeirra umdæmi.

Samkvæmt lögmönnum dómsmálaráðuneytis/innanríkisráðuneytis þá er allt sem ekki er leyft bannað í vopnalögum.

Ég hef oft borið upp spurninguna afhverju þarf ég sérstaklega að skrá hljóðdeyfi en ekki hlaupbremsu og fæ þá mismunandi svör, t.d. hef ég fengið þá skýringu að það tengist hernaði og hannað til að leyna staðsetningu með því að minnka hvell og fl.
Einnig hef ég fengið þá skýringu að þar sem að þetta breyti ákomu og telst því vera breyting á byssu(þrátt fyrir að hægt sé að taka það af og setja á rétt eins og hlaupbremsu) og því háð samþykki Lögreglunar og það sé hvers og eins að meta hvað þurfi að uppfylla og þetta séu þeirra skilyrði.

Þegar ég geng lengra með þetta þá er hvæst á mig og sagt hörðum orðum "svona er þetta bara".

ATH að orðalag í skriflegu samþykki frá sveitarfélagi skiptir líka máli :o)

Hérna er eitthvað um hljóðdeyfa:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2001/ ... an_leyfis/
Meira finn ég ekki en mig minnir að einhver dómur hafi fallið um hljóðdeyfi á austurlandi fyrir einhverju síðan
Með kveðju
Ragnar Franz

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 16 Feb 2015 19:16

Sælir/ar.
Það er ekki refsivert að afla sér hljóðdeyfis og eiga hann án leyfis lögreglu.
Ef maður setur hann síðan á byssu án þess að hafa aflað sér leyfis til þess samkvæmt gildandi vopnalögum, þá hefur maður brotið lögin samkvæmt túlkun flestra sem um þessi málefni hafa að segja.
Það hefur fallið dómur varðandi það að eiga hljóðdeyfa sem ekki voru festir á skotvopnin, án þess að hafa útgefið leyfi til að nota þá á byssur í eigu viðkomandi aðila. Það skapaði ekki refsiábyrgð.
Held að dómurinn hafi fallið 2013. Ætti að vera hægt finna hann á Dómstólar.is
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Haglari
Póstar í umræðu: 8
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Haglari » 16 Feb 2015 19:53

Hérna er líklegast umræddur dómur. http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/ ... 1&Serial=1

Samkvæmt lögum þá má ég samsagt eiga hljóðdeyfi og riffil með snittuðu hlaupi en ég má ekki skrúfa hljóðdeyfinn framan á hlaupið.... og ástæðan fyrir því að ég má ekki skrúfa hljóðdeyfinn framan á hlaupið er að ákoman breytist, þá væntnalega við þyngdina sem bætist við framan á riffilin? og þá telst það "breyting á eiginleikum skotvopnsins" (væntanleg breytist ákoman líka með muzzle brake?, bara kanski ekki eins mikið)

Hverjum datt eiginlega þessi vitleysa í hug :lol:

Má þá nokkuð taka af mér hljóðdeyfinn t.d. í tollinum ef það er ekki ólöglegt að eiga hann, hefur einhver látið á það reyna....

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 16 Feb 2015 20:09

Sæll.
Ef ég man rétt, þá er ekkert í tollalögunum sem bannar beinlínis innflutning á hljóðdeyfum.
Það eru reyndar einhver ár síðan ég var að skoða þessi mál.
Hefur kannski breyst, en það kæmi mér á óvart ef svo væri.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Einar Gudmann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:8
Skráður:07 Jun 2012 08:30
Fullt nafn:Einar Guðmann
Staðsetning:Akureyri
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Einar Gudmann » 16 Feb 2015 20:34

Umhverfisstofnun hefur lagt það til í umsögn sinni um vopnalögin að hljóðdemparar á stærri riffla verði leyfðir án skráningarskyldu. Fjallað er nokkuð ítarlega um hljóðdempara í umsögninni sem hægt er að lesa um á vef Umhverfisstofnunar. https://www.ust.is/library/Skrar/Umsagn ... 3-2012.pdf
Í dag standa þessi mál þannig að það er hægt að sækja um hljóðdempara óháð því hvort menn stundi meindýraveiðar eða ekki. Sækja þarf um til lögreglunnar á þeirri forsendu að allar breytingar á skotvopni séu skráningarskyldar. Allar umsagnir Umhverfisstofnunar um notkun hljóðdempara á hefðbundna veiðiriffla hafa verið jákvæðar fram til þessa.

prizm
Póstar í umræðu: 6
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af prizm » 16 Feb 2015 21:05

Eins og Einar bendir á þá er hægt að sækja um hljóðdeyfir óháð því hvort að viðkomandi stundi meindýraeyðingu í atvinnuskyni eða ekki en hinsvegar eru öllum öðrum umsóknum hafnað strax ef menn eru ekki með uppáskrifað frá sveitarfélagi um að þeir séu að stunda meindýraeyðingu og hafi þeirra leyfi til að gera það með hljóðdeyfi,

Án þess að hafa leitað eftir upplýsingum þá held ég að það sé rétt hjá Jóni að það sé ekkert sem bannar innflutning á hljóðdeyfi EN ef hann er stoppaður þá vilja tollverðir fá stimpil frá Lögreglunni og eins og ég hef sagt að ofan þá fá menn neitun nema þeir hafi uppáskrifað.
Með kveðju
Ragnar Franz

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 16 Feb 2015 22:44

Þar sem Einar Guðmann er starfsmaður UST finnst mér þetta merkilegt og gott innlegg frá honum.

Spurning um að maður spjalli (í góðu) við Jónas aftur.

Eftir að hafa prufað hljóðdeyfi þá er ekki spurning að mínu mati að það á að leyfa þetta á stórum caliberum (ekkert að gera með hljóðdeyfi á 22 LR og Sub sonic skot).
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Haglari
Póstar í umræðu: 8
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Haglari » 16 Feb 2015 23:43

Já þetta er áhugavert innlegg frá Einari og gott að vita að það er rökhugsun en ekki fordómar hvað þetta varðar hjá UST. Þetta eru samt ekki bara hagsmunir veiðimanna heldur líka skotíþróttafólks. Fólk sem er í skotfimi á kanski auðveldara með að nota heyrnahlífar en afhverju ekki að leifa þeim að draga úr hljóðmengun sem það vilja.

Varðandi 22LR, ég hef stundum rekist á umræðu þar sem talað er um að hljóð frá supersonic 22LR skotum sé mjög skaðlegt fyrir heyrnina út af tíðni sem hvellurinn gefur frá sér... hef samt ekki séð nein frekari rök fyrir því. Hafið þið heyrt eitthvað um þetta?

Ég hef prófa 22LR með hljóðdeyfi. Með subsonic skotum er hvellurinn ótrúlega lítill en eðlilega heyrist ennþá doldið í supersonic skotum. Ég sé ekkert því til foráttu að leyfa hljóðdeyfa fyrir þá sem það vilja á randkveiktum hylkjum hvort sem þau er sub- eða supersonic..... það hlýtur alltaf að vera kostur að draga úr háfaða. :)

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 17 Feb 2015 00:52

Ég vil benda á umfjöllun um hljóðdeyfa í Skotvísblaðinu 2014. Þar er m.a. rakin saga skotveiðimanns sem sótti um leyfi fyrir hljóðdeyfi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafnaði umsókninni. Maðurinn sendi stjórnsýslukæru til innanríkisráðuneytisins sem staðfesti ákvörðun lögreglunnar.
Með kveðju,
Guðni Einarsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 17 Feb 2015 15:29

Annars held ég að menn ættu að var slakir gagnvart Jónasi og félögum. Held að þetta strandi í raun ekki hjá þeim - held að það sé ekki þeirra að ákveða að allt í einu verði löglegt að eiga og nota hljóðdeyfi.

Alltaf fundist svakalega gott að tala við Jónas og hann sýnir því sem maður er að biðja um skilning - svo framalega sem maður er innan skynsamlegra marka.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af gkristjansson » 17 Feb 2015 17:55

Ég verð að taka undir þetta með hann Jónas, alltaf gott að tala við hann og hann er mjög hjálpsamur innan þess ramma sem hann verður að vinna.

Er nokkuð viss um að hljóðdeyfarnir sem slíkir stranda ekki á honum eða hans ákvörðunum.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af sindrisig » 17 Feb 2015 23:39

Skrýtið...

Það er í sjálfsvaldi sett hjá hverju lögregluembætti fyrir sig hvernig þeir túlka reglurnar og þið segið síðan að það sé ekki upp á þá að klaga...

Merkilegur andskoti.
Sindri Karl Sigurðsson

prizm
Póstar í umræðu: 6
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af prizm » 18 Feb 2015 09:55

Alls ekki misskilja mig og halda að ég sé í herferð gegn Jónasi, það er á endanum Ríkislögreglustjóri sem setur fyrir hann línurnar hvað túlkun á þessu varðar.
Jónas er mjög fínn og frábært að tala við hann enda mjög fróður um margt.
Með kveðju
Ragnar Franz

Svara