Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.

Ætti að leyfa hljóðdeyfa á riffla á Íslandi

235
98%
Nei
4
2%
 
Samtals atkvæði: 239

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af maggragg » 19 Ágú 2010 08:06

Spurt er hvort fólki finnst að leyfa ætti hljóðdeyfa á riffla eins og þekkist víða erlendis.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

IngiLarus
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:9
Skráður:18 Jul 2010 23:47
Fullt nafn:Ingi Lárus Ágústsson
Staðsetning:Fljótshlíð

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af IngiLarus » 01 Sep 2010 21:36

Já klárlega. Skiptir kanski litlu máli þegar að veitt er en á skotsvæðum og við æfingar hvar sem að þær eru er þetta mjög mikill munur finnst mér. Ef að muzzle brake er löglegt sem ég veit reyndar ekki hvort það er en margir nota þá finnst mér að þetta mætti alveg fljóta með. Er samt á engan hátt að bera þessa tvo hluti saman.
Ingi Lárus Ágústsson.
Fljótshlíð.
indro_kot(hjá)hotmail.com

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Sep 2010 21:41

Sammála Inga Lárusi. Þetta er spurning um heilsuverndarmál okkar sem erum í skotíþróttum. Muzzle brake gerir það að verkum að bakslag skotvopna minnkar þannig að hægt er að skjóta stærri hleðslum og oft er hægt að sjá skotið hitta í mark þar sem hlaupið lyftist ekki eins mikið við höggið. Aukaverkun þess er líka að oft eykst nákvæmni skotvopnsins. En það er einn mjög stór ókostur við Muzzle brake eða hlaupbremsu á Íslandi en það er hávaðinn sem er mikið meiri með hlaupbremsu en án.

Hljóðdeyfar hafa mjög svipaða kost og Hlaupbremsan, semsagt, minna högg, meiri nákvæmni og annað en í stað þess að auka hávaðan minnkar hann. Það er samt stór misskilningu að vopnin verði hljóðlaus eins og í bíómyndunum og kannski er það áðstæðan fyrir því að þeir eru bannaðir, að menn hafa tekið bíómyndirnar svona alvarlega. Það er meiri hávaði í stórum riffli með hljóðdeyfi en í .22LR án hljóðdeyfis og myndi aldrei fara fram hjá nokkrum manni að verið væri að skjóta úr þannig vopni.

Vonum að þetta verði leyft bráðlega enda spurning um heilsu skotmanns og jafnframt minnkar það ónæði þeirra sem búa nærri eða eru nærri skotvöllum og líka minnkar rask á dýralífi í kring um skotsvæði.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Jan 2011 22:50

Mjög góð grein um hljóðdeyfa og hvaða kosti þeir hafa hér: http://bulletin.accurateshooter.com/201 ... ire-video/

Þarna kemur fram að .308 riffill getur framkallað 167 db hávaða við hlaup, bestu hljóðdeyfa geta minnkað hvellinn niður í 130 db en til að hljóta varanlegan heyrnaskaða þá er miðað við 140 db hvell.

Í evrópu þar sem hljóðdeyfar eru leyfðir er vísað í reglugerð Evrópusambandið DIRECTIVE 2003/10/EC en þar er kveðið á um að minnka eigi hávaða frá "source" með besta móti og er miðað við að mesti hávaði sem menn komast í tæri við sé 140 db og út frá þessu regluverki mætti rökstyðja notkunn hljóðdeyfa. Þessvegna ætti markmiðið að minnka strax á vopninu frekar en með öðrum leiðum og er vísað í þetta hjá einhverjum ríkjum varðandi notkun á hljóðdeyfum.

Einnig er þetta spurning um náttúruvernd ( áhrif á dýralíf ), hollustuhætti á vinnustöðum (starfsmenn skotsvæði ), heilsuvernd ( fyrir íþróttamenn og veiðimen ) og umhverfisvernd fyrir íbúa í grennd við skotsvæði.

Og mjög góðar upplýsingar hérna: http://en.wikipedia.org/wiki/Suppressor
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af T.K. » 28 Nov 2011 17:06

Ekki bara leyfa heldur hreinlega að verðlauna þá sem vilja nota slíkt, s.s.med lægri álagningu eða frìu veiðikorti. Hef kynnst þessu erlendis (Finnlandi). Eftir miklar rannsòknir þar, en ekki geðþòttaákvarðanir, þá eru hljóðdeyfar ekki bara leyfðir heldur skyldubùnaður á mörgum svæðum. Hljóðdeyfarnir a stòrum kaliberum eru nátturulega langt frá þvì að gera þá hljóðlausa, en ná að minnka hávaðan (og bakslag) um 20-30% og munar um minna.
Byssusportið á í vök að verjast td uppá Álfsnesi og held èg að minni hávaðamengun geti hjálpað okkur.
Þess má til gamans geta að èg fer reglulega ì heyrnarmælingu starfs mìns vegna (flugmaður) og þannig veit èg hversu vond áhrif byssuhvellir hafa a heyrnina. Fyrir utan það að heyrnarskemmdir geti valdið manni vandræðum á veiðum þá geta þær raunverulega líka leitt til atvinnumissis sem er náttúrulega mjög alvarlegt mál líka.

Svo èg segi...ekki spurning, minnkum hávaðann.

Kv
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Feb 2012 20:21

En hvernig er það með hljóðdeifa virka þeir einmitt ekki sem hlaupbremsa og geta aukið nákvæmni riffils :twisted:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Feb 2012 15:42

Gisminn skrifaði:En hvernig er það með hljóðdeifa virka þeir einmitt ekki sem hlaupbremsa og geta aukið nákvæmni riffils :twisted:
Hárrétt, hefur alla kosti hlaupbremsu en enga af ókostum henna, þvert á móti :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af 257wby » 18 Feb 2012 16:06

Það er í raun óskiljanlegt af hverju hljóðdeyfar eru ekki skylda hérlendis,það hefur nú ekki staðið á ráðamönnum að
eltast við nágrannalöndin varðandi hinar furðulegustu reglugerðir þannig að manni finnst merkilegt að enginn skuli
hafa séð þennan punkt hingað til.

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Benni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Benni » 27 Feb 2012 22:35

Var að tala við lögreglustjórann hér á Húsavík um daginn um hljóðdeyfa og var hann að tala um að ef nýja skotvopna löggjöfin fer í gegnum þingið óbreitt eins og hún er núna verða hljóðdeyfar alfarið bannaðir hérlendis.
Ef ég skil þetta rétt þá breytti Ögmundur Banngræni frumvarpinu og vill banna hljóðdeyfa því eins og hann orðaði það "það hefur enginn neitt með þetta að gera"
Spurning um að stofna til undirskriftarlista til að reina að fá þessu breitt áður en þetta fer fyrir þing ef þetta er rétt..

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af maggragg » 28 Feb 2012 09:29

Það er ekki allveg rétt að þeir yrðu með öllu bannaðir en enginn gæti eignast þá nema meindýraeyðar.

Svona hljóðaði 6. mgr. 23 greinar upprunalega frumvarpsins sem var klárað 2008 að mig minnir:
6. mgr. 23. gr skrifaði:Óheimilt er að setja hljóðdeyfi á skotvopn nema með leyfi lögreglustjóra. Leyfi fyrir
hljóðdeyfi skal skrá í skotvopnaskrá.
Og núverandi frumvarp eftir breytingar Ögmunds:
6. mgr. 23. gr skrifaði:Óheimilt er að setja hljóðdeyfi á skotvopn. Að því leyti sem það samrýmist friðunar- og veiðilöggjöf getur lögreglustjóri, ef nauðsyn ber til, veitt undanþágu frá þessu banni, sem nota skotvopn vegna atvinnu sinnar, svo sem við eyðingu vargs eða meindýra í þéttbýli
Þannig að Ögmundur vill með framtaki sínu banna hljóðdeyfa fyrir alla nema þá sem vinna við meindýraeyðingu. Þetta er mjög skýrt ákvæði.

Eftir minni bestu vitneskju hefur Skotvís verið að berjast fyrir að þessu ákvæði verði aftur breytt til fyrra horfs.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Feb 2012 17:41

Ég held að það hljóti að vera almenn fávísi hjá þeim sem hafa með þessi lög og reglugerðir að gera, varðandi svona mál. Mér hefur virst eins og að orðið " hljóðdeyfir" sé eitthvað apparat sem skrúi algjörlega fyrir skothvellinn, og þá geti skyttan sem er á veiðum skotið niður heilu hópana af því sem veiða skal, vegna þess að ekki heyrist hósti né stuna úr byssunni. Auðvitað er þetta algjörlega alrangt. Deyfirinn, eins og nafnið gefur til kynna, "deyfir" skothvellinn, en þaggar ekki algjörlega niður í honum, eins og mjög margir virðast halda.
Ég á bæði muzzle brake, og góðan hljóðdeyfi. Muzzle breikið er lokað inni í skáp hjá mér, en deyfirinn í fullri notkun. Breikið ætti miklu frekar að banna, en tvímælalaust ætti að leyfa hljóðdeyfinn. Kostir hans eru ótvíræðir. Hef trú á að margir sem eru búnir að stunda skotveiði/skotfimi lengi, búi við skerta heyrn, og veit ég örugg dæmi þess. Tala nú ekki um þá sem nota breik, á riffla sína. Breik ætti hiklaust að banna á skotvöllum, þar sem hávaði frá þeim er langt yfir hættumörkum Þann hávaða er maður laus við, með deyfi, ásamt því að bakslag minnkar til mikilla muna. Það er líka kostur á veiðum, til dæmis refaveiðum, að maður missir riffilinn ekki úr miði, og sér oft á tíðum gegnum sjáonaukann hvað skeði í skotinu, sem er mikill kostur. Að mínum dómi, á hiklaust að leyfa hljóðdeyfinn, og ég tel það algjört þekkingarleysi þeirra á notkun hans, og kostum ,sem vilja ekki leyfa hann.
Að minnsta kosti mun ég nota hljóðdeyfi á mína riffla án þess að spyrja leyfis.
kv.
gylfi sigurðsson
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Mar 2012 09:29

Eitthvað virðist Ögmundur vera búin að endurskoða frumvarpið miðað við frétt sem kom á pressunni fyrir skömmu. Kvaðst hann þar hafa tekið til ábendinga varðandi hljóðdeyfa og væntanlega er átt við að hann hafi tekið til baka breytingarnar sem hann hafði bætt í frumvarpið. Vonum að svo sé.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Benni » 22 Mar 2012 20:46

Já vonandi verður þetta leift fyrir þá sem hafa venjuleg B réttindi en ekki engöngu fyrir meindýraeyða.

Einhver hugmynd hvenar þetta fer fyrir þing?

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af maggragg » 08 May 2012 21:51

Þetta er komið á þing sem þingmál nr. 1111. Þetta er hinsvegar ekki ennþá komið á dagsskrá þingsins en málið þarf að fara þrjár umferðir í gegnum þingið ásamt því að fara í Alsherjarnefnd á milli.

23. grein er fjallar um breytingar á vopnum er hliðholl hljóðdeyfum í núverandi frumvarpi og líst mér persónulega mjög vel á þetta. Síðasta málsgreinin fjallar um hljóðdeyfa og er þetta mikil breyting frá fyrri drögum Innanríkisráðherra.
23. gr.
Eiganda skotvopns er óheimilt að selja eða gefa það nema viðtakandi sýni fram á að hann hafi leyfi lögreglustjóra fyrir vopninu.
Eiganda skotvopns er óheimilt að selja, gefa eða afhenda á annan hátt skotvopn sem bannað er í lögum þessum eða reglum samkvæmt þeim. Selja má þó slík vopn úr landi, að fengnu leyfi lögreglustjóra.
Eiganda skotvopns er heimilt að lána það öðrum til tímabundinna afnota í allt að þrjá mánuði, enda hafi sá leyfi til þess að nota sambærilegt skotvopn. Skal eigandi þá gefa út skriflega heimild til hans fyrir láninu.
Breytingar á lásgerð skotvopns, kalíber eða hámarksfjölda skota eða öðru því sem hefur umtalsverð áhrif á stærð, verkan, eða skilgreiningu skotvopnsins, eru óheimilar nema með leyfi lögreglustjóra. Þá er óheimilt án leyfis lögreglustjóra að breyta hlauplengd vopns ef það leiðir til þess að skilgreining þess samkvæmt lögunum breytist.
Þrátt fyrir 4. mgr. eru minni háttar breytingar á skotvopni heimilar án leyfis lögreglustjóra, svo sem að skipta um eða breyta skefti vopns svo að það hæfi eigandanum, skipta um eða lagfæra aðra hluta en meginhluta þess. Tilkynna skal þó lögreglustjóra um slíkar breytingar ef stærð vopnsins breytist við þær.
Óheimilt er að setja hljóðdeyfi á skotvopn nema með leyfi lögreglustjóra. Eingöngu er heimilt að veita leyfi fyrir hljóðdeyfi á stærri riffla sem nota miðkveikt skot. Þó er óheimilt að nota hljóðdeyfi ef skot hefur verið hlaðið niður þannig að hraði skots fari undir hljóðhraða. Að því leyti sem það samrýmist friðunar- og veiðilöggjöf getur lögreglustjóri, ef nauðsyn ber til, veitt undanþágu frá banni til að nota hljóðdeyfi á öll vopn til þeirra sem nota skotvopn vegna atvinnu sinnar, svo sem við eyðingu vargs eða meindýra í þéttbýli.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 08 May 2012 22:05

Verður þetta ekki eins og í dag m.v. þessa löggjöf? Því miður er ég hræddur um að við fáum ekki leyfi til að eignast hljóðdeyfa í framtíðinn. Athugaði um daginn hvort ég fengi leyfi ef ég gæti sýnt fram á það að ég þyrfti að nota hann vegna veiðiferðar erlendis - svarið var nei.

Þetta verður áfram eins og í dag. Mann láta smíða þetta fyrir sig og nota þegar þeir geta verið vissir um að lögreglan kemst ekki í þá. T.d. flottur hljóðdeyfir hjá Gylfa á einu þræði hérna.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af maggragg » 08 May 2012 22:26

Í dag er ekki einu orði minnst á hljóðdeyfa í lögum. Í þessu frumvarpi sér grein um hljóðdeyfa og það verður að fá undanþágu fyrir hljóðdeyfa á randkveikta riffla. Þannig samkvæmt lagana hljóðan er hljóðdeyfirinn megin reglan. Fyrsta setningin í síðustu málsgreinini hljómar nákvæmlega eins og varðandi það að eignast skotvopn. Óheimilt er að eiga skotvopn nema með leyfi lögreglustjóra og sama á við um hljóðdeyfir. Þetta þýðir einfaldlega að hljóðdeyfirinn verður leyfisskyldur en ekki bannaður.

Í athugasemdum með frumvarpinu kemur þetta fram varðandi hljóðdeyfa:
Lagt er til að hljóðdeyfar verði áfram bannaðir nema með leyfi lögreglustjóra fyrir stærri riffla sem nota miðkveikt skot. Þannig er komið til móts við skotáhugamenn að einhverju leyti til að vernda heyrn notandans að einhverju marki. Að því leyti sem það samrýmist friðunar- og veiðilöggjöfinni þá geti lögreglustjóri veitt undanþágu frá banninu til þeirra sem nota skotvopn atvinnu sinnar vegna, svo sem við eyðingu vargs og meindýra í þéttbýli.
Þá er það nýmæli að óheimilt verður að nota hljóðdeyfi ef skot hefur verið hlaðið niður þannig að hraði þess fari undir hljóðhraða. Hægt er að gera stóra riffla nánast hljóðlausa með góðum hljóðdeyfi ef skot hefur verið hlaðið niður. Því er nauðsynlegt að setja hömlur á þetta þrátt fyrir að riffillinn verði hálf máttlaus fyrir vikið og mikla kunnáttu þurfi til verka.
Ég túlka þessa grein á þann hátt að hljóðdeyfar muni verða leyfðir enda gaf Innanríkisráðherra það sjálfur út að hann hefði komið á móts við skotveiðimenn hvað þetta ákvæði varðar. Líklega verða settar reglur eða reglugerð um þennan búnað en lögin segja þetta vera á valdi lögreglustjóra þannig að hann getur gefið leyfið á sama hátt og skotvopnaleyfi eða B leyfi. Ég er allavega mjög bjartsýnn :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 08 May 2012 23:15

Mikið ætla ég að vona að þú hafir rétt fyrir þér.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af maggragg » 11 Oct 2012 23:24

Fyrsta umræða um vopnalögin var í dag á Alþingi en Innanríkisráðherra mælti fyrir þeim. Í máli hans kom m.a. skýrt fram að hægt verði að sækja um leyfi fyrir hljóðdeyfum á stóra riffla m.a. til þess að vernda heyrn þeirra sem nota þá. Þetta er í samræmi við túlkun mína á þessu ákvæði og sýnir að þetta er á réttri leið. Frumvarpið er núna komið formlega til meðferðar og verður fjallað um það hjá alsherjarnefnd alþingis á næstunni áður en það fer frekari umræður á þingi.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af T.K. » 12 Oct 2012 08:07

Læk á það
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 4
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af karlguðna » 16 Oct 2013 19:03

Sælir allir ,,, hvernig er það rúmlega ári seinna er eitthvað nýtt að gerast ,, eða þegar gerst sem maður hefur misst af?

er svolítið utangáttar þessa mánuðina :P
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Svara