Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.

Ætti að leyfa hljóðdeyfa á riffla á Íslandi

235
98%
Nei
4
2%
 
Samtals atkvæði: 239

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37
Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 18 Feb 2015 10:28

Þau tilfelli sem ég þekki til þar sem menn hafa fengið leyfi fyrir deyfi hafa öll verið vegna þess að menn hafa verið meindýraeyðar (hversu rétt það hefur verið má deila um). Enginn sem ég kannast við hefur fengið deyfi bara af því að það er stefna viðkomandi lögregluembættis að leyfa öllum að fá þá sem vilja.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

prizm
Póstar í umræðu: 6
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af prizm » 18 Feb 2015 11:02

Í samtali mínu við hann Jónas þá einmitt spurðist ég fyrir um þetta og hjá honum fá allir nei strax NEMA þeir hafi eins og fram hefur komið skriflegt frá sveitarfélagi að þeir séu að starfa innan/fyrir það í meindýraeyðingu.

Ég hef þó heyrt af sögum að menn út á landi hafi fengið leyfi fyrir hljóðdeyfum án þess en ég hef ekkert dæmi til að benda á enda bara sögur.

Einnig heyrði ég af einum manni sem fékk munnlegt samþykki en þó ekki skráð sérstaklega þar sem fulltrú lögreglu var ekki sammála túlkun en eins og ég segi þá eru þetta eingöngu sögur og ekkert sem hægt væri að staðfesta.

En mitt persónulega álit er að deyfar ættu að vera leyfðir á miðkveikta riffla sem skjóta ekki svokölluðum "subsonic" skotum(þá er ég að tala um t.d. 300 villikettina t.d. 300 Whisper, 300 Blackout/AAC) sem og á haglabyssur, auðvitað ættu þeir allir að vera skráningarskildir.
Hvað varðar kanagjaldið þá væri ég alveg til í að borga fasta summu til að fá leyfi fyrir slíkum grip á meðan það væri stillt í hófi.

Ég sé reyndar ekkert að því að það yrði leyft að setja hljóðdeyfa á randkveikta riffla en ég myndi vilja sjá smá reglur þar í kring t.d. að viðkomandi verði þó að vera búinn að vera með leyfið í amk 1ár eða komin með B réttindi þó það komi málinu í raun ekkert við þá er þetta eingöngu mín skoðun á málinu, ef það væri ekki tekið í mál þá myndi ég nú amk vilja fá það í gegn fyrir t.d. 17HMR, 17 HM2 og 22WMR.

Þessu tengt en þó ótengt þá væri ég alveg til í að sjá samvinnu milli lækna og lögreglu vegna t.d. andlegra sjúkdóma sem geta haft áhrif á dómgreind, auka kröfur í bóklega prófinu.
Eitt sem ég hef aldrei skilið er afhverju menn eru spurðir um skepti og lása og jafnvel stærð á kúlum, ég skil vel að kúluspurningin gæti verið fyrir þá sem vildu fá sér endurhleðsluréttindi en til að fá skotvopnaleyfið skil ég ekki, þó svo að það sé alltaf gott að vita hvað lásagerðir heita og gerðir af skeptum þá tel ég mikilvægara að kanna hæfi mann að umgangast og nota byssur með sérstaka áherslu á lögum og reglum.
Síðast breytt af prizm þann 18 Feb 2015 11:21, breytt í 1 skipti samtals.
Með kveðju
Ragnar Franz

User avatar
Einar Gudmann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:8
Skráður:07 Jun 2012 08:30
Fullt nafn:Einar Guðmann
Staðsetning:Akureyri
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Einar Gudmann » 18 Feb 2015 11:18

Athyglisvert að menn hafi fengið neitun um hljóðdempara á þeim forsendum að þeir séu ekki samningsbundnir við sveitarfélögin sem meindýraeyðar. Þetta er ekki skilyrði sem sett er af Umhverfisstofnun né skilyrði sem kemur fram í reglugerðum. Þær umsagnir sam hafa verið afgreiddar af Umhverfisstofnun varðandi hljóðdempara eru ekki margar, en þær hafa allar verið jákvæðar gagnvart almennri notkun hljóðdempara á stærri veiðiriffla sem fara ekki undir hljóðhraða. Hitt er annað mál að það er undir lögreglu komið, sem er leyfisveitandinn, hvort viðkomandi fái leyfi eða ekki.

prizm
Póstar í umræðu: 6
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af prizm » 18 Feb 2015 11:51

Það er mjög athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að það eina sem stendur í lögum er:

"38. gr. Allar breytingar, svo sem á lásgerð, mögulegum skotafjölda eða aukabúnaði sem hefur áhrif á eiginleika skotvopns eða verkan, eru óheimilar nema með leyfi lögreglustjóra."

Það stendur ekki neitt um nein skilyrði, þegar menn eru að skipta um hlaup, setja hlaupbremsur, skipta um lása, stytta hlaup, setja stærra eða minna magasín, breyta um caliberi og annað eins þá eru menn ekki krafðir um skriflegar skýringar afhverju né eitthvað slíkt.

Svona fyrir utan það að þegar menn eru að fá sér stærri eða minni magasín þá er það nú ekki einu sinni tilkynnt til lögreglu nema kannski þegar það er verið að t.d. breyta riffli mikið eins og caliber eða sérsmíða riffla.

Enn röfl mitt breytir engu heldur fæ ég eingöngu að koma mínum skoðunum í ljós.
Punkturinn stendur alltaf að Alþingi setur lögin og það er lögreglunar að fara eftir þeim og úrskurða hvað má og ekki ef eitthvað er óljóst eða á gráu svæði.

Ég vill taka fram einnig að þó ég hafi fengið beinskeitt svör frá Jónasi og Snorra(þegar hann var enn starfandi) þá var það alltaf í góðu þó menn væru ósammála um ýmsa hluti.
Með kveðju
Ragnar Franz

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 18 Feb 2015 11:59

Góður pistill Ragnar - sammála honum.

Og áhugavert það sem þú segir Einar - en það er staðreynd - ef þú ert ekki "meindýraeyðir" þá er svarið nei.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Haglari
Póstar í umræðu: 8
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Haglari » 18 Feb 2015 12:11

Ég held að þessi lagagrein bjóði upp á alltof frjálsa túlkun og hreinlega mismunun. Ef hljóðdeyfar hafa áhrif á eiginleika skotvopns eða verkan mætti allt eins færa rök fyrir því að barrel tuner, muzzle brake, riffilsjónauki, tvífótur o.fl hafi áhrif á eiginleika skotvopnsis með því að gera skyttuni kleyft að skjóta nákvæmara og/eða með því að bæta þessari þyngd við riffilin minki hugsanlega bakslagið örlítið eða ákoma breytist..... ættu þessir hlutir þá ekki að vera skráningarskildir líka?

Þetta er annars góð umræða! Mér heyrist að hreinlega allir þeir sem þekkingu hafa á skotvopnum (nú eða veiði eins og hjá UST) séu sammála því að bann við notkun hljóðdeyfa sé löngu úrelt fyrirbæri og byggt á fordómum eða fáfræði.

prizm
Póstar í umræðu: 6
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af prizm » 18 Feb 2015 12:21

Ég er reyndar sammála Óskari með það að hægt er að setja blýstauta á byssur til að minnka bakslag, barrel tuners er líka svolítið mikið um hérna á meðal þeirra sem keppa í skotfimi.

Hægt er að bæta við að frændur okkar Danir eru að taka nýja löggjöf varðandi hljóðdeyfa en þau lög heimila notkun hljóðdeyfa við veiðar frá og með 13. Maí.
Og ef ég hef lesið mig rétt til þá er frá og með þeim tíma löglegt að nota hljóðdeyfa á öllum Norðurlöndunum sem og hjá vinum okkar í Bretlandi og Skotlandi.
Einnig má bæta við að á ýmsum veiðilendum í Bretlandi, Skotlandi, Noregi og Finnlandi þá er skilda fyrir menn að vera með hljóðdeyfi til að mega veiða á þeim svæðum en auðvitað á þetta ekki við um öll veiðisvæði í þessum löndum.

Við verðum því miður í bili að vonast eftir því að lögunum verði breytt til hins betra.
Með kveðju
Ragnar Franz

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af hpþ » 18 Feb 2015 17:20

Ég fékk leyfi fyrir hljóðdeyfi á grundvelli grenjavinnslu sem ég er með, en það er skýrt tekið fram að aðeins má nota deyfinn við þá vinnu og á viðurkenndum skotsvæðum má einnig nota hann.
Ég má t. d. ekki nota hann á hreindýraveiðum þó svo að um sama riffil sé að ræða og snittaður er fyrir deyfinn.

Auðvitað er fyrir löngu kominn tími á að breyta þessum lögum, þetta er einfalt...við fylgjum grannþjóðum okkar í þessu eins og við gerum í svo mörgu öðru...óþarfi að leita að einhverjum rökum á móti bara til þess að vera á móti. Þetta hlýtur að detta inn fljótlega, annað væri óskiljanlegt.
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af E.Har » 19 Feb 2015 12:01

Neibb ekkert breyst!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Haglari
Póstar í umræðu: 8
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Haglari » 27 Feb 2015 11:57

Þessi þráður á 5 ára afmæli á þessu ári! :o
En það var ekki málið, ég var aðeins að lesa umsagnir sem bárust til alþingis vegna frumvarps til vopanlaga árið 2012. Ég hafði sérstakan áhga á hljóðdeyfum. Ég var sáttur við þær umsagnir sem bárust frá hagsmunaaðilum en þegar ég las umsagnir frá Ríkislögreglustjóra varð ég orðlaus.

Þetta er afritaður texti beint úr þessu skjali: http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=141&dbnr=549
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Um 23. gr.

Í 2. ml. 6. mgr. 23. gr. segir „Eingöngu er heimilt að veita leyfi fyrir hljóðdeyfi á stærri riffla
sem nota miðkveikt skot.“ Í greinargerð frumvarpsins segir í 3. og 4. mgr. 23. gr. að það sé
fyrir stærri riffla sem nota miðkveikt skot. Þannig sé komið til móts við skotáhugamenn að
einhverju leyti til að vernda heyrn notandans að einhverju marki.

Ríkislögreglustjóri leggst gegn því að heimilt verði að veita leyfi fyrir hljóðdeyfi, sbr.
ofangreint ákvæði frumvarps til laga um vopn, sprengiefni og skotelda og óskar þess að 2. ml.
6. mgr. 23. gr. verði felldur brott.

Stærri rifflar sem nota miðkveikt skot eru skotvopn með aukna hlaupvídd sem annars er
óheimilt að flytja inn, eiga, framleiða og hafa í vörslum sínum, að gildandi lögum, nema með
sérstakri undanþágu þar sem viðkomandi hefur sýnt fram á sérstaka þörf vegna veiða á stærri
dýrum erlendis. Leyfi fyrir slíkum skotvopnum eru háð þeim skilyrðum að vopnið verði ekki
notað hér á landi nema þá á viðurkenndu skotæfingasvæði og einungis notað við veiðar
erlendis, og eru þau skilyrði skráð í skotvopnaleyfi viðkomandi.
Í ljósi þess að einungis má nota skotvopnið á viðurkenndu skotæfingasvæði, þar sem
skotæfingamenn hafa bæði hljóðhlífar og eyrnatappa verður ekki talið að með því að leyfa
hljóðdeyfa fyrir slík vopn sé verið að koma til móts við skotáhugamenn til að vernda heyrn
þeirra, enda hægt að verja hana með hljóðhlífum og eyrnatöppum.
Verður einnig að líta til þess að slík heimild til notkun hljóðdeyfa á stærri riffla myndi gera
lögreglu ógerlegt að sinna eftirlitshlutverki sínu með notkun hljóðdeyfa.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ég hef áhyggjur af því að manneskjan sem sendir þessa umsögn frá RLS (kanski var það skúringakonan?) og er væntanlega þar af leiðiandi ábyrg fyrir þessum málum, þekkir ekki í sundur kaliber og virðist ekki vita hvað er löglegt til veiða hérna í Íslandi.

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 27 Feb 2015 12:49

Verð að vera sammála þér Óskar. Þetta er afskaplega slæmur texti sem ég get eiginlega ekki skili.

Þegar ég byrjaði að lesa þetta innlegg skildi ég „Eingöngu er heimilt að veita leyfi fyrir hljóðdeyfi á stærri riffla sem nota miðkveikt skot.“ einfaldlega sem alla riffla sem nota miðkveikt skot - þær væru sem sagt stærri en rifflar sem nota randkveikt. Ef ekki - hvað er stærri? Mér finnst 30 cal riffill ansi stór. Þú getur fengið þér 300 Norma án nokkurs vesens og það er ansi stórt til dæmis.

Mér finnst persónulega í lagi, eins og ég hef sagt áður, að menn geti takmarkað þetta þannig að ekki sé leyfilegt að nota hljóðdeyfa á riffla sem skjóta undir hljóðhraða (t.d. 22 LR og sub-sonic skot) enda hafa menn í raun ekkert við hljóðdeyfi að gera í þeim tilfellum. Síðan á að sjálfsögðu að vera skráningarskylda á þeim, bara eins og það er í dag.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Haglari
Póstar í umræðu: 8
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Haglari » 27 Feb 2015 13:01

Ég hef alltaf skilið þessa lagabreytingu þannig að það sé verið að meina ÖLL miðkveikt hylki þar sem að miðkveikt hylki eru í eðli sínu stærri heldur en randkveikt, þótt það séu að sjálfsögðu til bæði stór og lítil miðkveikt hylki. RLS virðist ætla að skilja þetta allt öðruvísi heldur en allir aðrir og líta svo á að hér sé eingöngu um að ræð undanþágukaliber s.s. stærra en .300 Þurfum við að hafa áhyggjur af því að ef þessi lagabreyting fari í gegn að RLS muni túlka þessi lög áfram eftir sínu höfði og hafna öllum umsóknum um hljóðdeyfa.....?

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 27 Feb 2015 13:32

Haglari skrifaði:Verður einnig að líta til þess að slík heimild til notkun hljóðdeyfa á stærri riffla myndi geralögreglu ógerlegt að sinna eftirlitshlutverki sínu með notkun hljóðdeyfa.
Hver er þörfin á að lögregla fylgist með notkun hljóðdeyfa á stærri riffla?
Jens Jónsson
Akureyri

karlguðna
Póstar í umræðu: 4
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af karlguðna » 27 Feb 2015 17:15

Jenni Jóns segir : "Hver er þörfin á að lögregla fylgist með notkun hljóðdeyfa á stærri riffla?"
NÁKVÆMLEGA ?????? :shock: :shock: skil ekki bullið í kringum þessa hljóðkúta :?: :?:
það á bara að leifa hljóðkúta á allar byssur ,, af hverju ekki randkveikkt ??????? af hverju ekki á kúlur undir hljóðhraða ????? sé ekki að það skipti neinu máli ,,, :?
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Feb 2015 18:16

Sæll Kalli minn randkveikt og kúlur undir hljóðhraða þar erum við að tala um hljóðlaus vopn sem bjóða upp á allskonar mislöglegar aðgerðir sem ég vill ekki fara nánar út í en ég skil bann við því en hlakka til þegar hljóðdeyfar verða leyfðir á 22 Hornet og stærra :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Lundakall
Póstar í umræðu: 1
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Lundakall » 27 Feb 2015 18:39

Kannski er þetta líka spurningin um að nota rétt orð.
Við erum alltaf að tala um hljóðdeyfa og manni finnst stundum eins og fólki finnist að hljóðið deyfist alveg og jafnvel hverfi - komi bara pínulítið pufff....

Einar Guðmann notaði athygisvert orð: HLJÓÐDEMPARI
Spurning hvort það hugnist betur, því orðið felur í sér að hljóðið dempast en hverfur ekki. 8-)

Kannski einhver snillingurinn láti á þetta reyna.
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

karlguðna
Póstar í umræðu: 4
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af karlguðna » 27 Feb 2015 19:18

Ef að menn ætla að brjóta lög og skjóta þar sem ekki má ,(tala nú ekki um verri glæpi), halda menn að þeir víli fyrir sér að skrúfa sinn löglega hljóðdeyfi á sína löglega snittuðu byssu og brjóta þar afleiðandi AÐEINSMEIRA af sér í leiðinni ???? , ef menn ætla að fremja glæp þá breitir þá ekki neinu hvort bannað sé að skrúfa hljódeyfi á vopnið,eða undirhlaða ! svo þessi rök fynnst mér ekki halda vatni, :roll:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af sindrisig » 27 Feb 2015 19:21

Þetta er ekkert frábrugðið öllu því sem hið opinbera telur sig þurfa að hafa puttana í til að hafa vit fyrir fólki. Stundum gleymist, ja eða ekki stundum,,, að þetta sama fólk er ekkert umkomnara en hinir þó að það sé komnið í júníform enda sömu sauðirnir undir gærunni.

Síðan eru það hinir margumtöluðu svörtu sauðir sem að sjálfsögðu eru í miklum minnihluta en tekst ávallt að eyðileggja fyrir fjöldanum.

Ég er að ryfja upp í huganum eitt tilfelli sem ég man eftir, þegar dæmdur eiturlyfjasali og glæpon fékk afhent aftur skotvopnin sem lögreglan gerði upptæk þegar hann var sóttur. Það er kannski gáfulegra að klípa af eignarétti þeirra sem gerast brotlegir við lög og rétt, í stað þess að hengja alla hina?
Sindri Karl Sigurðsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 4
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af karlguðna » 27 Feb 2015 19:24

svo rétt Sindri, :D
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Haglari
Póstar í umræðu: 8
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Ætti að leyfa hljóðdeyfa (supressors) á riffla

Ólesinn póstur af Haglari » 27 Feb 2015 21:08

Ef RLS vill koma og fylgjast með þegar ég er að nota hljóðdeyfi eru þeir alveg velkomnir! :lol: :lol: :lol:

Svara