Drag-dúkur

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ
Drag-dúkur

Ólesinn póstur af TotiOla » 20 Jul 2012 10:54

Sælir

Getur einhver leiðbeint mér með það hvað sé best í þeim efnum? Allar ábendingar vel þegnar.

Veit svo sem ekki hvort það á eftir að koma að notum en ég er að fara á svæði 4 í fyrsta skipti :mrgreen: og skilst að það sé erfitt að komast yfir það svæði á vélknúnum ökutækjum.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Drag-dúkur

Ólesinn póstur af E.Har » 22 Jul 2012 20:02

Var ekki Málmtækni með svoleiððis annars má notast við margt eða sleppa því :-)
Hver fer með þig?
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Drag-dúkur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 23 Jul 2012 00:18

Ef þú ert með Tudda þá hefur reynst mér ágætlega að taka hann í tvennt og hafa e-h með mér til að halda á hinum helmingnum! Þá er oft gott að taka bringubeinið (rifjahylkið) úr frampartinum og þá verður þetta eins og að fara í jakka! Afturparturinn ætti að leggjast nokkuð vel á herðarnar!

Ef þú ert með belju þá svipparu henni bara upp á herðarnar og heldur á henni heilli!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gunson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:36
Skráður:03 Jul 2012 09:05

Re: Drag-dúkur

Ólesinn póstur af Gunson » 23 Jul 2012 07:13

Sæll Toti Ola. ég á sk hreindýramottu, úr stinnu plasti og með götum til að binda dýrið á. á svæði 4 er víða mjög bratt og grýtt, en kannski getur þú notað slíka mottu. Þú getur fengið mína, en ég er í Neskaupstað, ég varð að hluta dýrið sundur og bera það upp frá fellistaðnum. Notaði stóra bakpoka. Hafðu samband ef þú vilt skoða málið. Kveðja Gunson
Með kærri kveðju
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Neskaupstað

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Drag-dúkur

Ólesinn póstur af TotiOla » 23 Jul 2012 09:26

E.Har skrifaði:Var ekki Málmtækni með svoleiððis annars má notast við margt eða sleppa því :-)
Hver fer með þig?
Sæll Einar
Helgi Jensson fer með mig að öllu óbreyttu. Ég hef samband við Málmtækni og sé hvað þeir eiga. Takk fyrir ábendinguna :)
Stebbi Sniper skrifaði:Ef þú ert með Tudda þá hefur reynst mér ágætlega að taka hann í tvennt og hafa e-h með mér til að halda á hinum helmingnum! Þá er oft gott að taka bringubeinið (rifjahylkið) úr frampartinum og þá verður þetta eins og að fara í jakka! Afturparturinn ætti að leggjast nokkuð vel á herðarnar!

Ef þú ert með belju þá svipparu henni bara upp á herðarnar og heldur á henni heilli!
Sæll Stefán
Ég er með Tarf og hef því nokkrar áhyggjur af því hvernig ég á að koma honum til byggða. Auk þess er ég ekki vanur í skurðaðgerðum en fæ vonandi með mér menn sem eru mér vanari í því auk þess sem leiðsögumaðurinn hefur líklega einhverja reynslu af slíku. Takk fyrir leiðbeiningarnar :mrgreen:
Gunson skrifaði:Sæll Toti Ola. ég á sk hreindýramottu, úr stinnu plasti og með götum til að binda dýrið á. á svæði 4 er víða mjög bratt og grýtt, en kannski getur þú notað slíka mottu. Þú getur fengið mína, en ég er í Neskaupstað, ég varð að hluta dýrið sundur og bera það upp frá fellistaðnum. Notaði stóra bakpoka. Hafðu samband ef þú vilt skoða málið. Kveðja Gunson
Sæll Sigurður
Takk fyrir boðið. Ætla aðeins að líta í kringum mig og reyna að fá upplýsingar frá mér vitrari mönnum um það hvort þetta sé eitthvað vit. Verð í bandi ef ég ákveð að versla mér dúk.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Halldór Nik
Póstar í umræðu: 1
Póstar:17
Skráður:27 Jun 2012 23:26

Re: Drag-dúkur

Ólesinn póstur af Halldór Nik » 23 Jul 2012 12:12

Sæll Þórarinn

Ef Málmtækni á ekki til Pólýetýlen plötur þá á Fást þær alveg örugglega!

http://fast.is/?c=webpage&id=56&lid=55&option=links
Mbk.
HN

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Drag-dúkur

Ólesinn póstur af TotiOla » 23 Jul 2012 12:17

Sæll Halldór
Takk fyrir ábendinguna. Ég skoða þetta ef ég fæ ekki tilbúinn dúk :)
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Drag-dúkur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Jul 2012 07:38

Svona lítur þessi dragdúkur út upprúllaður, sumir kalla þetta líka töfrateppi :)
Viðhengi
IMG_7118.JPG
Þykktin er um 3-4 millimetrar
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara