Fótur undir afturskefti

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Fótur undir afturskefti

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Jul 2012 10:47

Ég sá þennan fót undir afturskefti í fyrsta skipti nú á Skotkeppni SKAUST Hreinn 2012.
Þér finnst þetta sniðug græja, þessi fótur var pantaður erlendis frá ég spurði ekki hvaðan.
Það er hægt að lekkja hann fram með skeftinu og það er hnappur á honum sem hægt er að ýta á og lengja og stytta í fætinum, handhægt.
Þarna er hann undir Sako 85 Hunter, í caliberinu 2506.
Viðhengi
IMG_7085 (2).JPG
Ef grannt er skoðað má sjá hnappinn sem hægt er að stilla hæðina með
IMG_7085.JPG
Þetta tekur sig bara vel út
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fótur undir afturskefti

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Jul 2012 13:25

Þetta er sniðug græja en ég fekk mér annað sem ég tel vera mun sniðugra en það er svokallaður tactical rear bag, eða baunapoki. Þetta er sérhannaður poki, fylltur af léttum plastkúlum og eru þrjár misþykkar hliðar á honum. Með pokanum er leikur einn að stilla afturskeptið af og það helst klett stöðugt. Pokinn sjálfur er léttur og meðfærilegur og með strappa til að smeygja lófanum inn í og þannig hafa góða stjórn á honum. Mæli eindregið með því. Ég hef ekki prófað svona fót undir afturskepti en ég held að maður sé nokkuð lengur að stilla riffilinn rétt af heldur en með grjónapúðanum.

Mynd

https://www.riflesonly.com/pro-shop/tac ... r-bag.html
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fótur undir afturskefti

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Jul 2012 13:33

Magnús, já ég hef séð svona, var það ekki einmitt hjá þér, þetta er snilld.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fótur undir afturskefti

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Jul 2012 13:39

Jú mikið rétt :)

Hérna sést hvar ég nota vinstri hendi til að fínstilla riffilinn og svo er hann eins og klettur á skotmarkinu. Finnst þetta vera nokkuð nákvæmara að stilla til en hefðbundinn sandpoki úr leðri. Notast ég ekki lengur við rest þar sem það skilar mér ekki neinu framyfir þetta combó
Mynd
Ljósmynd: Sigurður Aðalsteinsson

Er reyndar líka með annan fídus sem ég vildi ekki vera án en þar er pod-lock á harris tvífætinum:
Mynd

Með þessari græju get ég fest fótinn með einu handtaki þannig að riffillinn er í plani, en ég er einnig með dropa á honum. Þetta gerir allt mun stöðugra. Fæst hjá http://www.skyttan.is

http://www.eshop.is/skyttan/VaraInfo.as ... nCatID=321
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

sportvik
Póstar í umræðu: 1
Póstar:83
Skráður:23 Jan 2012 21:49

Re: Fótur undir afturskefti

Ólesinn póstur af sportvik » 22 Jul 2012 17:38

Veiðimeistarinn skrifaði:Ég sá þennan fót undir afturskefti í fyrsta skipti nú á Skotkeppni SKAUST Hreinn 2012.
Þér finnst þetta sniðug græja, þessi fótur var pantaður erlendis frá ég spurði ekki hvaðan.
Það er hægt að lekkja hann fram með skeftinu og það er hnappur á honum sem hægt er að ýta á og lengja og stytta í fætinum, handhægt.
Þarna er hann undir Sako 85 Hunter, í caliberinu 2506.
Sæll Veiðimeistari

Við hjá Sportvík erum að skoða vörur frá þessum framleiðanda og ef samningar nást þá getum við boðið upp á þennan fót og eins tvífætur. Við munum setja það inn á facebook síðuna hjá okkur um leið og hlutirnir eru komnir á hreint. Tékkaðu á okkur https://www.facebook.com/pages/Sportv%C ... 6188617822

Svara