byssuskápur..

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri
byssuskápur..

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 27 Jul 2012 15:34

sælir og sælar

langar að athuga hvort einherjir hafi reynslu af skápunum frá vesturröst? nánar tiltekið 8-10 byssuskápnum?

þakkir þrum'á alla þá
sem þráðinn nennað skoða
og vona að vilji einhver smá
visku í mig troða.
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: byssuskápur..

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 27 Jul 2012 16:48

Sæll.
Þetta eru fínustu skápar fyrir aurinn bara EKKI taka digital lásinn
Er með svona skáp og digital læsingi er DRASL. mín var alla vega aldrei til friðs át rafhlöður eins og enginn væri morgundagurinn og þegar ég setti við hana straumbreiti skánaði hún ekki hót og tók upp á því að halda ekki inni kóðanum. Ég veit um annan svona skáp hér í bæ sem þjáist af svipuðum kvillum, þannig að þetta er ekki einsdæmi.
Ég dauð sé eftir því að hafa latið pranga inn á mig þessu digitaldrasli en ekki tekið lykillás eins og ég ætlaði í upphafi núna nota ég lykilinn hvort sem er, er búinn að rífa þetta helv.. drasl af og henda því þannig að það sé betra að koma lyklinum í skránna.
meira á: http://www.hlad.is/forums/comments.php? ... did=199243
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Bjarkithor
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:05 Dec 2012 20:30

Re: byssuskápur..

Ólesinn póstur af Bjarkithor » 05 Dec 2012 20:37

sæll

Er búinn að vera með svona skáp í næstum ár og hann hefur alveg stein haldið kjafti ekkert vesen
hann er reyndar 3-5 en held að það skipti ekki máli :)
Bjarki þór Guðmundsson.



Slow is smooth, smooth is fast

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: byssuskápur..

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Dec 2012 20:48

Er með svona skáp 8-10 byssu með digital lás frá Vesturröst og hefur bara aldrei verið til vandræða. Búin að eiga hann í 4-5 ár og einusinn skipt um battery þrátt fyrir mikla notkunn og bara virkilega sáttur. Þetta er samt enginn skápur við hliðina á Remington skáp bróður míns sem vegur á fjórða hundrað kíló. En að mínu mati flottir skápar fyrir peningin.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: byssuskápur..

Ólesinn póstur af skepnan » 05 Dec 2012 21:24

Sæll Gunnar, ég þekki ekki þessa skápa ég er með Buffalo River sem er dýrari og reyndar líka svona ódýran skáp líka frá Veiðihorninu. En ég hef líka séð byssuskápa hjá Verkfærasölunni í Síðumúla og leist bara vel á man ég, svo að ef þú ert á ferð í gegnum borg óttans þá væri alveg í lagi að renna þar við og skoða og spjalla. Fínir kallar þar.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Svara