Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Ágú 2010 13:40

Nú er komið á markað mjög fullkomið ferilforrit fyrir þá sem eiga síma með Android stýrikerfi. Bryan Litz prófaði forritið og var mjög ánægður en hann skaut með Sako TRG 42 .338 lapua magnum riffli 2400 yarda og var forritið með hárréttan útreikning. Fallið var 103 MOA á þessu færi en hann var í 6500 feta hæð yfir sjávarmáli.

Forritið er með flotta eiginleika eins og að geta tengst Kestrel veðurstöð með Bluetooth, með BC stuðla frá Litz, getur reiknað bæði ferla út frá G1 og G7 drag staðli. Ef síminn er með GPS getur forritið reiknað coriolis áhrifin út frá staðsetningu of fullt af fleirri útreikningum.

Forritið má nálgast hér. Það kostar aðeins 9.99$ sem þykir ekki mikið fyrir góð forrit í dag.

Mynd

Mynd

Mynd

Hægt er að sjá greinina í heild sinni hér
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

G.ASG
Póstar í umræðu: 1
Póstar:16
Skráður:06 Ágú 2011 22:09

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af G.ASG » 06 Ágú 2011 22:29

Er að prufukeyra þetta núna. Pósta seinna hvernig til tókst

G

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Ágú 2011 14:52

Hefurður eitthvað getað prófað. Verður gaman að heyra :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Nov 2011 12:36

Þess má geta að þetta forrit er komið út fyrir Iphone og Ios stýrikerfið.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 23 Mar 2012 15:12

Sælir

Varstu búinn að gera einhverjar prófanir með þetta?

Var að spá í að kaupa þetta, en langar að vita hvort það sé í þessu forriti leiðrétting á færum. Þannig að ég gæti skotið á 500 og ef þetta er undir þá geti ég leiðrétt töfluna og hún bakreiknar sig.

Þetta má t.d. sjá gert í þáttunum Magpul Dynamics - The Art of the Precision Rifle, en það væri gaman að vita hvaða forrit þeir væru að nota.

Kv,
Hrafn Jóhannesson
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Mar 2012 15:59

Ég er með þetta í Iphoneinum. Ég held að það sé ekki svoleiðis fídus. Ef kúlan lendir ekki þar sem forritið spáir þá er maður að setja inn einhverja vitlausa breytu. Ef maður veit hraðan og BC stuðul kúlunnar og kúlan fer ekki þar sem forritið segir, þá er sjónaukin að trakka vitlaust eða maður er að halla rifflinum, eða maður setti inn rangar upplýsingar um hita og loftþrysting.

Ef maður er ekki viss á hraða eða BC stuðli verður maður að prófa sig áfram með því að breyta þeim stillingum og finna út hvar það passar. Maður verður eiginlega að vita annað hvort með vissu, helst bæði.

En ég verð að kíkja á þessa þætti og sjá hvað þeir eru að nota þar ( grunar að það sé Patagonia ballistics ), hef samt ekki trú á því að það sé það besta, að bakreikna svona. Það fær menn til að sleppa því að passa að allur búnaðurinn er í lagi og allar tölur réttar og frekar bara bakreikna og svo þegar breyta á um færi virkar það ekki eins vel og ef þetta er allt pottþétt í upphafi.

En þetta forrit er dead on ef ég geri allt rétt og hefur eitt umfram hin forritin en það er leiðrétting fyrir target-turnana, þ.e.a.s að sjónaukin trakkar yfirleitt ekki 100% rétt, til dæmis ef ég still hann 30 MOA þá fer hann í raun bara 28,5 eða eitthvað svipað. Þetta er hægt að mæla og gera ráð fyrir þannig að forritið miðar við þinn sjónauka.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af TotiOla » 24 Apr 2012 16:07

Sælir
Ef einhvern langar að prufa einfalt (þó með slatta af breytum) og ókeypis forrit fyrir Android þá rakst ég á þetta um daginn. Hef reyndar ekki komst að skjóta síðan og á því eftir að prufa þetta sjálfur.

https://play.google.com/store/apps/deta ... ov.strelok

Vildi bara deila þessu :)
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Apr 2012 18:09

Hrafnjo skrifaði:Sælir

Varstu búinn að gera einhverjar prófanir með þetta?

Var að spá í að kaupa þetta, en langar að vita hvort það sé í þessu forriti leiðrétting á færum. Þannig að ég gæti skotið á 500 og ef þetta er undir þá geti ég leiðrétt töfluna og hún bakreiknar sig.

Þetta má t.d. sjá gert í þáttunum Magpul Dynamics - The Art of the Precision Rifle, en það væri gaman að vita hvaða forrit þeir væru að nota.

Kv,
Hrafn Jóhannesson
Forritið sem notað er í Magpul Dynamics er frá Horus Vision og heitir ATrag. Það er mjög fullkomið og líka frekar dýrt. Það er að koma út útgáfa 4.0 sem verður fyrir snjallsíma og PC tölvur líka og verður spennandi að sjá. Mér sýnist að fídusin til að backtracka feril sé svona það sem lætur þetta forrit skera sig úr. Shooter og önnur öpp sem maður fær í snjallsímana í dag duga vel uppí 1000 metra.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=pg6oqT5jVds[/youtube]

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=7SkRnbwoPmw[/youtube]
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 11 May 2012 08:46

Sæll Maggi

Takk fyrir þetta, ég ætla að forritið frá Litz og sjá hvernig mér líkar það.

Tóti: Ég prófaði Strelok um daginn, tók það út aftur, hugsanlega var ég of fljótur á mér.

Hafið þið annars prófað Kestrel vindmælana?
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 23 May 2012 13:46

Sælir

Það er komið nýtt forrit frá meistara Litz fyrir þá sem hafa áhuga á þessháttar hlutum.
Sjá AB
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af Pálmi » 23 May 2012 20:44

Sælir

Tékkið á forriti sem heitir Bulletflight ( military grade 30$) sem er frá Knight's Armament. Þetta er talið rolssin í þessu, ég er búin að nota þetta í eitt ár og þetta er þægilegt í notkun og virkar MJÖG vel,
hef skotið upp á 1375 metra með góðum árangri.

https://play.google.com/store/apps/deta ... QuTWlsIl0.

þetta er líka til fyrir Iphone.

Pálmi
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af maggragg » 23 May 2012 23:17

Er mjög spenntur fyrir þessu forriti frá Litz, en það kemur ekki strax á Iphone. Ég hef verið með Bulletflight, reyndar ekki dýrustu útgáfuna og hef þó mest notað Ballistic og núna síðast Shooter en þessi forrit eru öll afbragðs góð og skila nákvæmum niðurstöðum ef maður gerir sitt.

Með hverju varstu að skjóta Pálmi ef ég má spyrja?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af Pálmi » 24 May 2012 18:28

sæll

338 lapua er málið:-)
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fullkomið ferilforrit fyrir Android OS síma

Ólesinn póstur af maggragg » 24 May 2012 18:35

Já sæll!
Það er ekki leiðinlegt í svona vinnu :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara