Riffiltöskur

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Riffiltöskur

Ólesinn póstur af iceboy » 12 Sep 2012 12:18

Hvar get ég fengið góða LANGA riffiltösku.

Riffillinn hjá mér er með frekar löngu hlaupi þannig að hann er of langur til að passa í þessar hefðbundnu töskur sem eru 120 cm að lengd.

Því vantar mig lengri tösku en hef verið í vandræðum með að finna tösku.

Er einhver sem veit um tösku?

Þær eru ekki til í Hlað, Vesturröst , Veiðihorninu eða Ellingsen síðast þegar ég athugaði ( ca 2 vikur síðan)

Þannið að ef enhver veit um aðra staði þá er það vel þegið að fá þær upplýsingar.

Annars er það þi stöðunni að tala við þá í Flugtöskur og láta smíða tösku fyrir mig
Árnmar J Guðmundsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Riffiltöskur

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 12 Sep 2012 19:22

Mikið pælt í þessu líka Árnmar. Hef lengi ætla að hringja í Beco (www.beco.is) því þeir virðast vera með umboðið fyrir Storm Case sem eru hágæða töskur. Athuga hvort að þeir flytji inn riffiltöskur þá svo að þeirra aðal "business" séu ljósmyndavörur.

Láttu mig amk vita ef þú athugar þar hvað þeir segja.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Riffiltöskur

Ólesinn póstur af skepnan » 12 Sep 2012 21:37

Sæll Árnmar, heima í "héraði" eða næstum því er Veiðiflugan (á Reyðarfirði) og þeir eru með Flambeau töskur sem að samkv. framleiðanda eru 133 sm á lengd (53,5 tommur). Eins er tvöfalda Negrini taskan hjá Hlað 133 sm. Kannaðu þetta amk, það getur varla sakað :P

kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Riffiltöskur

Ólesinn póstur af iceboy » 13 Sep 2012 07:57

Já það er spurnign um að athuga í beko.

Keli síðast þegar ég athugai í hlað þá var ekkert til sem var nogu langt en ég kiki samt að sjálfsögðu þangað þegar heilsan lagast nóg til þess.

Svo mun ég kikja við í veiðiflugunni þegar ég fer á héraðið, enda er ég á leið í Fljótsdalinn eftir helgi og aldrei að vita nema maður endi niður á fjörðum ef timi gefst til
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Riffiltöskur

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Sep 2012 09:21

Ég pantaði að utan tösku frá Tac-Force, en það var eina "mjúka" taskan sem riffillinn minn pasaði í, en hún er 52", meðan allar hinar voru um 50". Þetta er svokölluð "drag-bag"

Mynd

http://tac-force.com/52strykerdragsystem.aspx

Keypti hana í gegnum OpticsPlanet
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Riffiltöskur

Ólesinn póstur af skepnan » 13 Sep 2012 13:25

Sæll Magnús er þetta ekki svipuð taska og Skyttan.is er að flytja inn?
Svo var Veiðihornið með hálf-stífa byssupoka í yfirstærð, eru þeir ekki með þá ennþá?
Ég var í bölvuðum vandræðum með að fá harða tösku undir Howuna, engin var nógu djúp, fyrr en Hlað fékk nýja sendingu frá Negrini. Það getur nefnilega reynt á taugarnar að vera með vopn sem að er eitthvað utan við "kassan", þá fer allt í stóran búðing og enginn virðist eiga nokkuð sem passar :?
Vonandi finnur þú eitthvað bráðlega Árnmar.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Riffiltöskur

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Sep 2012 13:32

Sæll Keli

Þessi taska er örlítið lengri en taskan hjá Skyttan.is, þar sem það þrufti þessa auka tvær tommur til að koma rifflinum mínum í hana. Hefði annars tekið töskuna hjá Skyttan.is

En riffillinn hjá mér er líka leiðinlega langur, með mauser lás sem er long action, 27" hlaupi og hlaupbremsu framan á það :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Riffiltöskur

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 13 Sep 2012 14:14

Hvernig eru þessir Drag bag annars að reynast. Hef bara notað harðar töskur undir rifflana mína. Lengi langað að fjárfesta í svona.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Riffiltöskur

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Sep 2012 18:20

Bara fínt, kosturinn er að hægt er að setja þá á bakið og ganga með þá og svo eru allskonar hólf á þeim þannig að maður er með allt með sér...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Riffiltöskur

Ólesinn póstur af 257wby » 20 Sep 2012 09:42

Við hjá Sportvík flytjum inn töskur frá Megaline og Negrini.
Ef það er eitthvað sem við getum liðsinnt þér með þá endilega
hafðu samband,annaðhvort í síma eða E-mail.

Gsm. 8482760
E-mail. snjolaug.maria@sportvik.is

Kv.
Snjólaug og Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Svara