Atlas tvífótur - fyrstu kynni

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37
Atlas tvífótur - fyrstu kynni

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 04 Oct 2012 10:14

Þá er Atlasinn kominn í hús. Hann er hluti af "upgrade" sem ég er að vinna í þessu dagana á Tikku Varmint í 260 Rem.

Tvífóturinn var keyptur í USA og við fyrstu skoðun þá er óhætt að segja að ég sé sáttur. Allt við þennan fót gefur til kynna gæði og fagmennsku. Efni, áferð og allar stillingar eru tipp topp. Allt mjög traustlegt og "solid".

Get í raun ekki beðið eftir að setja railið á riffilinn og prufa græjuna. En til þess að það gerist þarf ég nú fyrst að fá skeftið :D

Mynd

Mynd

Mynd
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Atlas tvífótur - fyrstu kynni

Ólesinn póstur af maggragg » 04 Oct 2012 21:47

Á þessi ekki að gefa örlítið eftir þegar maður "loadar" riffilinn í stellingu. Sem vantar í Harrisinn. Hvernig er að stilla tiltið á honum?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Atlas tvífótur - fyrstu kynni

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 04 Oct 2012 21:53

Jú hann á að gera það. Er náttúrulega ekki kominn á riffilinn en ég tel mig finna á honum að hann mun gera það. Allar stillingar á honum er frábærar. Hvort sem það er halli - snúningur eða gráðustillingar á fótunum.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Atlas tvífótur - fyrstu kynni

Ólesinn póstur af maggragg » 04 Oct 2012 21:58

Þetta er spennandi græja og það er klárt að ég mun fá mér svona fyrr eða síðar :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Atlas tvífótur - fyrstu kynni

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 04 Oct 2012 22:03

Veit að það hljómar furðulega en þó svo að hann sé ekki kominn á riffilinn þá finnur maður á honum öllum að hann er í annari deild en Harrisinn.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Atlas tvífótur - fyrstu kynni

Ólesinn póstur af 257wby » 18 Oct 2012 19:24

Atlas er einfaldlega toppurinn í tvífótum! Það sem hefur alltaf "böggað" mig varðandi Harris og Caldwell er þetta utanáliggjandi gormadót....klunnalegt og virkar sem heljarinnar mekanismi í kringum þetta. Og manni hefur tekist að flækja ótrúlegustu hluti í þessu í gegnum tíðina :)

Vonandi styttist í að hægt verði að bjóða riffilskyttum uppá þessar græjur ;)

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Atlas tvífótur - fyrstu kynni

Ólesinn póstur af Morri » 18 Oct 2012 20:16

Sælir

Þetta er nú ansi álitlegur gripur.

Tek undir með Guðmanni, ótrúlegt hvað mikið af gróðri getur festst í þessum gromadrasli á harrisnum.

Hvað kostar svona gripur?
Er nokkur verslun hér á landi að selgja þetta?

Ómar
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Atlas tvífótur - fyrstu kynni

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 19 Oct 2012 04:21

Þessi kostaði um 280 dollara og síðan keypti ég rail sem var á 30 dollara.

Vandamálið er að það vill enginn senda þetta út fyrir USA.

Og nei þeir fást ekki hér heima. Spurning hvað Sportvík gerir.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Svara