Meindl og Baikal

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.
Meindl og Baikal

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 02 Nov 2012 11:43

Daginn meistarar.

Tvær eldsnöggar spurningar:

(1) Hvar haldið þið að viturlegt sé að fara með Meindl gönguskó í viðgerð?
(2) Hvað mynduð þið telja hámarks hleðslu á skotum í gamla Baikal einhleypu? (Giska á 20+ ára)

Þakkir og kveðjur....
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Meindl og Baikal

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Nov 2012 12:51

Sæll ég held að hvaða viðurkendi skósmiður sé góður fyrir skóna.
En ég held að undir hlaupinu öðruhvorumegin við festinguna sem leggst á skeptishlutan sé gefin upp þrýstingurinn.
En ég átti baikal einhleypu sem Keli (skepnan) á nú og hún er að vísu ekki mikið notuð en það má hiklaust nota 42gr hleðslu í hana en bara svona að nefna það að 3" passar ekki fyrir þær.
En er baikalinn þinn með fugli í skreytinguni eða héra?
En baikalinn fór mjög vel með hleðslur frá 32-38gr mjög góð dreifing ég bara man ekki hvernig hann stti 42gr orðið svo langt síðan.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Meindl og Baikal

Ólesinn póstur af sindrisig » 02 Nov 2012 17:42

Fór með mína Meindl til skósmiðs sem er staðsettur í blokkunum á Rafhareitnum í Hafnarfirði. Yngdust upp um 15 ár.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Meindl og Baikal

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 02 Nov 2012 18:11

Takk fyrir þetta.
Ertu nokkuð með adressu eða símanúmer hjá þessum gaur Sindri?
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Meindl og Baikal

Ólesinn póstur af skepnan » 02 Nov 2012 20:41

Sæll Ólafur, þessi hefur verið að gera góða hluti fyrir okkur Snigla í gegnum tíðina, meðal annars leðurskó og leðurjakka. Ég myndi prívat og persónulega sjálfur spyrja hann um að gera við og ef að hann vildi það ekki þá veit hann hvern ætti að fá í málið. Toppmaður þarna á ferð.
#Skóarinn
Reykjavíkurvegur 68
220 Hafnarfirði#

Fengið af vef snigla.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Meindl og Baikal

Ólesinn póstur af sindrisig » 03 Nov 2012 00:47

Sæll.

Fyrirtækið heitir Stoðtækni, við Lækjargötuna í Hafnarfirði.
Sindri Karl Sigurðsson

Svara