Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37
Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 10 Jan 2013 22:54

Þar sem ég sé oft spurningur hér á síðunni þar sem menn eru að spyrja hvar hitt og þetta er keypt, hverjir senda til Íslands, hvað má senda o.s.frv. datt mér í hug að stofna þráð þar sem við getum sett inn upplýsingar um erlendar vefversalanir sem hafa reynst okkur vel. Einnig væri gott að fá sögur af hlutum sem ganga ekki vel þannig að maður geti forðast þær verslanir.

Ég vill samt byrja á að taka fram að ég versla mest hér heima og hef fundið út að oft borgar sig ekki að standa í þessum innflutningi. Strákarnir í Hlað hafa t.d. oft verði með mjög samkeppnishæf verð og fína þjónustu.

Það sem ég hef nánast alltaf verið að kaupa að utan er eitthvað sem ég hef ekki getað fengið hér heima.

En hvað um það ég skal byrja á þeim vefverslunum sem hafa reynst mér vel eða félögum mínum.

www.libertyoptics.com
Hef verslað riffilsjónauka, sjónaukafestingar, handsjónauka og fjarlægðarmæli af þessum. Fínn karl sem hefur alltaf staðið sig vel. Hann var reyndar frekar tregur að senda mér ákveðna tegund af riffilsjónaukum sem fengust ekki hér (Vortex - núna er Hlað komið með umboðið), en eftir að ég hafði keypt af honum nokkra hluti - mýktist hann og sagði einfaldlega "ég sendi þér allt sem ég sel".

www.tikkaperformance.com
Hér hef ég keypt aukahluti fyrir Tikkuna mína. Virðast senda nánast ALLT út fyrir USA nema sjónauka. Mjög góð þjónusta en það getur tekið alveg 3 vikur+ að fá hluti frá þeim - virðast senda löngu leiðina :) Fínir karlar sem gott er að eiga samskipti við.

www.riflesonly.com
Ekki verslað hér sjálfur en kunningi minn keypti sér Atlas tvífót hjá þeim um daginn. Skv. honum var það fljót og góð þjónusta. Hafði sjálfur reynt að fá svona tvífót sendan til Íslands af mörgu vefverslunum en án árangurs. Prufaði ekki þessa en hann fann hana og það gekk vel. Mælir með henni.

www.hss.net.au
Selja aukahluti fyrir Tikku. Eru í Ástralíu og framleiða þá hluti sjálfir. Ég keypti vörurnar þeirra frá www.tikkaperformance.com en sami félagi minn og nefndur er hér að ofan keypti boltahandfang og shroud frá þeim og það tók 10 daga að koma til Íslands. Nokkuð gott frá Ástralíu finnst mér.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 10 Jan 2013 23:04

Þessir hafa reynst mér vel til þessa. Að sjálfssögðu senda þeir ekki allt. Enn fram til þessa hafa þeir sent mér magazine, útdragar, sjónaukafestingar og eitt og annað sem ég hef látið glepjast af.

http://www.gunpartscorp.com/
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af TotiOla » 10 Jan 2013 23:36

Flottur þráður.

http://theopticzone.com/
Ég hef verslað sjónauka hjá The Optic Zone og var þjónustan alveg framúrskarandi. Sendu til Íslands án allra vandræða. Þeir bjóða einnig oftast upp á 7-11% afslátt.

http://www.opticsplanet.net/
Eins var ég kominn langleiðina með að panta frá Optics Planet og get ég staðfest að þjónustan þar er mjög góð. Býst við að Árnmar hérna á spjallinu geti sagt ykkur nánar frá viðskiptum við þá :)
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af skepnan » 11 Jan 2013 10:59

Sælir, ég hef skipt við opticsplanet og lenti í því að flutningskostnaðurinn var allt annar og hærri en átti að vera :cry: Sá það svo á Hlaðvefnum einhverntíman að ég var ekki sá eini sem að hafði lent í því sama hjá þeim :x Hafið það í huga þegar verslað er við þá.

En hérna er vefsíða sem að ég mæli virkilega vel með:
http://www.riflescopes.webyshops.com/

Verslaði sjónauka hjá þeim á útsölu og á meðan verið var að komast að samkomulagi með hvernig ætti að greiða hlutinn,(gátum ekki sætt okkur við reglur USA um Visa kort þar sem þeir vilja fá sent myndir af kortinu í bak og fyrir,myndir af reikningum,úttektum,heimilfang korthafa osfrv...). Þetta tók 2-3 vikur og tilboðið löngu liðið en verðið til mín breyttist ekki og það stóðst allt sem þeir sögðu og þeir hafa líka verið í sambandi eftir á til þess að kanna hvort að ég sé ekki örugglega sáttur við gripinn og að allt hafi verið í lagi. Þeir sendu sjónaukann yfir helgi hingað heim en tollurinn gleymdi honum svo upp í hillu hjá sér. Tollurinn hér var margfallt lengur að afgreiða vöruna en fyrirtæki í USA að ganga frá vörunni og senda út í hafsauga :?

Svo eru þeir með töluvert fleirra en bara sjónauka:
http://www.webyshops.com/

Hef ekki skoðað þetta mikið en ég get virkilega mælt með þjónustunni hjá þeim og hægt að gera góð kaup ef maður er heppinn ;)

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Stefán_Jökull
Póstar í umræðu: 1
Póstar:76
Skráður:28 May 2012 10:41
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af Stefán_Jökull » 11 Jan 2013 13:17

http://www.boydsgunstocks.com/

Þeir senda vandræðalaust hingað.
Kv. Stefán Jökull

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 11 Jan 2013 14:33

Svo ég haldi áfram.

www.roedale.de
Þetta er breskur byssusmiður sem starfar í Þýskalandi. Flottar vörur, m.a. fyrir Tikka, Remington og Howa. Pantaðir hlaupbremsu (muzzelbrake) á Tikku frá honum.

Það tók langan tíma að fá bremsuna og það var upp og ofan hvernig hann svaraði þegar ég sendi fyrirspurnir eftir að ég pantaði. Hún kom þó að lokum (ca 4 mánuðir). Hann má eiga það að varan sem hann selur er flott. Mjög ánægður með bremsuna og þetta er flott smíði. Arnfinni leist m.a. mjög vel á þetta þegar að hann var að vinna í rifflinum.

Ef mönnum er sama um tímann er ok að panta frá honum. Margt spennandi til að mynda ansi verklegur tvífótur sem hann er með.

www.milehighshooting.com
Lét þessa reyndar ekki senda til Íslands, heldur á hótel þegar ég fór til USA. Mjög liðlegir að aðstoða mig svo ekki sé meira sagt. Snögg og góð þjónusta. Lenti í veseni með að nota VISA kortið á vefversluninni. Þá báðu þau mig um að hringja sem ég gerði og viðskiptin voru kláruð í gegnum síma.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 04 Apr 2013 14:50

Og nú er hægt að bæta www.sinclairintl.com í þennan hóp. Flott þjónusta.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Baldvin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af Baldvin » 04 Apr 2013 15:06

http://www.brownells.com sem er systursíða Sinclair er líka mjög fín. Þeir vara þó við því að varahlutir í byssur að heildarverðmæti 100 dollarar eða meira verði ekki flutt út úr BNA án dýrra útflutningsleyfa.

Ég hef keypt hjá þeim aukahluti og og varahluti og engin vandræði. Fékk reyndar bréf með bakslagsgormum sem ég pantaði núna síðast þess efnis að bandaríska innanríkisráðuneytið hefði veitt mér leyfi til útflutnings á þessum hlut, og mér væri óheimilt að selja hann áfram á nokkurn hátt, hvort sem væri stakan eða sem hluta af heild.
Jæja, ég var svosem ekkert á leiðinni að selja byssuna hvort sem er ... :roll:
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af Gisminn » 04 Apr 2013 15:09

En er ekki enn vesen með kúlurnar ?
Því það er leiðinlegt að Hornardy 120 A-maxinn skuli ekki henta Mínum því þær eru ódýrar hjá Ellingsen og mér líkar líka vel við sölumannin og langar ekkert í þyngri kúlurnar strax.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 04 Apr 2013 17:02

Var reyndar ekki að kaupa kúlur. Vikt, monopod, benchrest sleði á piccantiny og ýmislegt fleira. Gekk vel.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af Gisminn » 04 Apr 2013 17:07

Jamm ég prufa að senda þeim póst.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
oskararn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:30
Skráður:18 Dec 2012 11:35
Fullt nafn:Óskar Arnórsson
Staðsetning:Akranes

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af oskararn » 04 Apr 2013 21:11

Átti viðskipti við ágætan verslunarmann hjá https://madcommando.com/eStore/ síðustu tvö ár en lítið undir það síðasta. Rick reyndist mér vel með ýmislegt smálegt.
Óskar Arnórsson, Akranesi
oskararn@gmail.com

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af Árni » 05 Apr 2013 00:45

Sé það er tvisvar minnst á opticsplanet hérna og hef ég átt viðskipti við þá tvisvar.
Mæli með að ef þið ætlið að panta þaðan að gera það þá í gegnum Amazon.com, þá fæst upp raunvörulegur sendingarkostnaður og líka upp hvort þeir sendi til Íslands áður en þeir strauja kortið, ég lenti í báðu, straujuðu kortið fyrir of hárri upphæð og sögðu mér svo að þeir sendu ekki þessa týpu til Íslands og ég þurfti að bíða í 3 vikur eftir endurfærslu á kortið með tilheyrandi veseni.
En ef þetta er gert í gegnum amazon.com þá er það lítið vesen.

Svo pantaði ég nú timney gikk frá brownelss í síðasta mánuði, kostaði í kringum 160$ minnir mig og það flaug í gegn án athugasemda, hef verslað við þá áður og þjónuta og hraði er til fyrirmyndar þar!
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af TotiOla » 05 Apr 2013 00:56

Tek undir þetta með OpticsPlanet.
Eftir síðustu viðskipti/samskipti mín við þá get ég ekki mælt með þeim.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Góðar vefverslanir sem senda til Íslands

Ólesinn póstur af Spíri » 05 Apr 2013 09:19

Fékk í gær dæja sett sem ég pantaði fyrir skemmstu frá brownells.com tók ekki langan tíma og gékk alveg hnökralaust fyrir sig. Get vel mælt með þeim, pantaði um daginn frá tikkaperformance.com og gékk það líka vel en tók svolítið langan tíma.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

Svara