Hlaupbremsa

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Hlaupbremsa

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 16 Jan 2013 22:03

Flestir sem hafa stundað skotæfingar í einhverri mynd kannast við hávaða og læti af hlaupbremsu.
Annað hvort við eigin not eða það sem er öllu óþægilegra þegar maður á næsta borði er með hlaupbremsu.

Þetta er sem sagt hávaði og læti þegar einhver annar er að nota þennan búnað. :evil:

Það sem ég er að velta fyrir mér snýr að veiðum og skotfimi á opnum svæðum. Hljóðbylgjur ferðast á misjafnan hátt og væri gaman að heyra frá ykkur hvaða áhrif þetta hefur í fjarlægð.

Skiptir þetta kannski ekki neinu máli? Eða er þetta betra eða verra gagnvart umhverfis/hljóð mengun?

Truflar hlaupbremsa sauðfé, menn og aðrar lifandi verur meira eða minna en hefðbundinn veiðirifill??
Fyrir nokkrum árum lá ég á greni ásamt veiðifélaga og var sá með 300Win Mag .Sá riffill var búinn hlaupbremsu. Í þetta skipti var svona um það bil 100 metrar á milli okkar. Þá upplifði ég hvellinn á annan hátt heldur en í skothúsi. Hvellurinn var þungur og þéttur en ekki óþægilegur eins og í skothúsi. Rétt að geta þess að það var rok og rigning af bestu gerð.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hlaupbremsa

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Jan 2013 17:42

Valur Rigter hefur smíðað lokaðar hlaupbremsur.
Þær kasta hávaðanum fram. Eru samt ekki eins og hljóðdeyfar heldur fer hávaðinn framm úr bremsunni en ekki aftur eða til hliðanna.
Flesta hlaupbremsur kasta hávaðanum aftur á bak og til hliðar þannig upplifum við hann verri í skothúsi eða við hliðskyttunnar. Rigtrinn kastar hávaðanum framm.

Annars erf þú hefur pláss þá er moderaror deyfor auðvitað fín bremsa en þar förum við að nálgast grátt svæði.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:37
Skráður:21 Jun 2012 18:23
Staðsetning:Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Hlaupbremsa

Ólesinn póstur af atlimann » 17 Jan 2013 22:31

Það er frekar hvimleitt að vera við hliðina á einhverjum sem er með "brake" á sinni byssu í skothúsi, væri ekki vitlaust ef að nokkrir básar væru þannig gerðir að skyttan situr nær glugga þannig að hlaupið stendur út úr skothúsi ;)
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hlaupbremsa

Ólesinn póstur af TotiOla » 18 Jan 2013 00:25

atlimann skrifaði:Það er frekar hvimleitt að vera við hliðina á einhverjum sem er með "brake" á sinni byssu í skothúsi, væri ekki vitlaust ef að nokkrir básar væru þannig gerðir að skyttan situr nær glugga þannig að hlaupið stendur út úr skothúsi ;)
Styð þetta. Góð hugmynd :geek:

Við vorum nú við hliðina á einum um daginn sem var með svo stutt hlaup að hann komst varla nálægt opinu með bremsuna, sem auðvitað leiddi til þess að manni leið eins og í þetta eina skipti sem maður prófaði svona electronic ab-flex belti. Kipptist til og herptist allur á 10 sek. fresti :P
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hlaupbremsa

Ólesinn póstur af E.Har » 18 Jan 2013 07:38

Man altaf þegar ég tók fyrsta leyfið fyrir leiðsögn á hreindyraveiðum.
Srefán Geir var við hliðina á mer með 300 og bremsu.
Maður skaut í sama takti og hann bara mitt á milli skotanna og svo sónaði í eyrun einhverja daga á eftir! :cry:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hlaupbremsa

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 18 Jan 2013 07:56

Flestir kanast við þetta fyrirbæri úr skothúsum.

En hvernig er þetta undir berum himni og þá velti ég fyrir mér árhifum á umhverfi versus hefðbundinn hlaupenda
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hlaupbremsa

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Jan 2013 11:48

Held að á lengri færum sé munur á hávaða ekki svo ýkja mikill. Það sem hlaupbremsan gerir er að kasta þrýstibylgjum til hliðar og aðeins aftur og því fylgir hávaðinn. Hann er mestur næst en þegar lengra dregur minnkar hann. Líklega heyrist aðeins meira til hliðar og aftur en án, en ég held að það muni ekki ýkja miklu samt. Það er aðalega þeir sem standa næst sem finna fyrir þessu.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hlaupbremsa

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 18 Jan 2013 22:15

Er með hlaupbremsu og jú, ég kannast við að menn kveinki sér við að vera við hliðina á mér þegar ég er að skjóta.

Þess vegna væri ansi ljúft ef að maður gæti löglega notað hljóðdeyfi í staðinn.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hlaupbremsa

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Jan 2013 12:45

Ég hef mikla reynslu af að nota veiðiriffil með hlaupbremsu, hef átt svoleiðis græju í átta ár og notað til veiða á hreindýrum ref og fuglum.
Auðvitað er extra hávaði af bremsunni, sérstaklega aftur með rifflinum og til hliðar, ég get ekki séð að svona bremsuhvellur hafi neitt önnur áhrif á bráð en hefðbundinn hvellur.
Sennilega hefur bremsuhvellur minni áhrif á bráð ef eitthvað er vagna þess að hann leggur aftur með rifflinum og heyrist minna í átt að bráðinni.
En nota bene, öll bráð hræðist skothvelli nær undantegningalaust, jafnvel úr 22 lr.
Hin hliðin á peningnum er að sjálfsögðu sú að bremsuhvellirnir eru mun hættulegri fyrir heyrnina, en það skiptir kannski ekki höfuðmáli vegna þess að alltaf, undantekningalaust eiga menn að nota heyrnarhlífar eða tappa sem vernda heyrnina, þegar verið er að nota skotvopn af einhverju tagi og passa vel upp á að allir sem eru nálægt noti undantekningalaust heyrnvörn.
Það hvílir ákveðin ábyrgð á okkur sem erum að nota riffla með hlaupbremsu, vegna þess að fólk í nágrenni okkar áttar sig ekki alltf á hvaða áhrif hlaupbremsan hefur á nágrennið.
Í fjarlægð er bremsuhvellurinn ekkert hærri, en hann virkar sneggri og ekki eins langur og hefðbundinn hvellur og ekki svona eftirbergmál sem fylgir honum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hlaupbremsa

Ólesinn póstur af E.Har » 20 Jan 2013 16:30

Persónulega hálfleiðast mér hávaða söm brake.
Er soldið með Tóta héra í þessu.
Miða og sá vinnur sem stendur upp á undan :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara