March sjónaukar

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
Skyttan.is
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:02 Jul 2010 12:29
March sjónaukar

Ólesinn póstur af Skyttan.is » 24 Jan 2013 22:36

Sælir drengir og stúlkur

Við hjá Skyttan.is ætlum að kanna áhuga landsmanna á þessum sjónaukum. Við getum útvegað allar gerðir. Sem dæmi um verð er March-X 8-80x56 með CH krossi á 560.000 krónur miðað við stöðu í dag. Eingöngu er um sérpantanir að ræða.

http://www.deon.co.jp/march/March-X.htm

Hafið endilega samband í skyttan@skyttan.is varðandi upplýsingar.

Kær kveðja
Skyttan.is Akureyri

kra
Póstar í umræðu: 3
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: March sjónaukar

Ólesinn póstur af kra » 25 Jan 2013 20:16

Er þá ekki bara einfaldara að menn panti sjálfir og sleppi kostnaði við milliliðina..
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: March sjónaukar

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Jan 2013 21:55

Mín reynsla er að skyttan býður nánast sama verð og væri maður að leita að ódýrasta dílnum og flytja inn sjálfur en munurinn er að þeir eru ábirgðaraðilanir og það er mikið betra heldur en að vesenast í því lendi maður í óhappi eða öðru .
Og ég get mælt með skyttuni þeir eru traustir aðilar og gott að eiga viðskipti við.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

kra
Póstar í umræðu: 3
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: March sjónaukar

Ólesinn póstur af kra » 26 Jan 2013 08:12

Varla í öllum tilfellum :roll: ef ég get pantað sjónauka og fengið hann fyrir innan við 170 en boðið á 235 hjá þeim, borgar sig að gera það sjálfur..burt séð frá ábyrgðarhlutanum.
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: March sjónaukar

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Jan 2013 08:21

Væriru til í að segja mér nákvæmlega hvaða sjónauka og hvar þú færð hann ? Svo þetta sé ekki bara út í loftið hjá þér.
Ég skal allavega sýna hvað ég á við
http://www.eshop.is/skyttan/VaraInfo.as ... nCatID=317
Þetta er ekki sá sami heldur ódýrari típa en samt svipaður
http://www.opticsplanet.com/sightron-si ... 4x50d.html
Og kostar úti 887 og ef við gefum okkur frýan flutning þá er verðið á honum hingað kominn
114.139 kr. + 29.105 kr. = 143.244 kr.og svo 1500kr í umsýslugjaldið eða hvað það nú heitir.
Og hver er niðurstaðan ?
Skyttan með milrad sjónaukan á 145.900kr
optics með mildot sjónaukan hingað kominn á 144.744kr
Það munar 1.156 krónum svo í mínum huga er þetta ekki spurning.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

kra
Póstar í umræðu: 3
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: March sjónaukar

Ólesinn póstur af kra » 26 Jan 2013 10:33

þarf ekkert að réttlæta þetta neitt sérstaklega. En buðust til að útvega mér Sightron 10-50x60.
Fékk hann frá 4scopes.com miklu, miklu ódýrara. og ef menn þurfa að bíða vikum og mánuðum saman eftir hlutum, lítið til, er þá ekki best að gera hlutina sjálfur ? hægt að spara sér í mörgum hlutum stórfé. En þetta er algjörlega mitt álit en ekki þjóðarinnar allrar. Td borgar sig að panta orðið Berger kúlurnar sjálfur að utan
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: March sjónaukar

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Jan 2013 18:50

Jæja hafðu það eins og þu villt en ég fór á síðuna sem þú bemtir á og tók þennan dýrasta og jú skyttan auglýsir hann á 226 þúsund en á janúar tilboðinu á 4scopes
er þetta niðurstaðan
160.850 kr. + 41.017 kr. = 201.867 + 1500 kr =203.367
Það munar 23.000 þúsund en ekki þessum mun sem þú vildir vera að láta og ef við tækjum janúar tilboðið af munar ekki nema 10.000 Ég get enganvegin séð þennan 65.000 krónu mun og á það er ég að benda að það sé ekki nema sanngjarnt að menn sanni svoleiðis fullyrðingar.
Ég hef engra hagsmuni að gæta en ég þekki þessa menn hjá skyttuni bara af góðu og þeir eru ekki okrarar.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: March sjónaukar

Ólesinn póstur af 257wby » 26 Jan 2013 19:08

Alltaf jákvætt þegar bætist við dótaflóruna :)
Menn geta svo rökrætt endalaust um verð á hlutum ;)

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Atli S
Póstar í umræðu: 2
Póstar:13
Skráður:22 Feb 2012 17:55
Fullt nafn:Atli Steinar Stefánsson

Re: March sjónaukar

Ólesinn póstur af Atli S » 19 Mar 2013 09:30

Get sagt fyrir mig að ég keypti Sigtron SIII hjá skyttunni og það var satt best að segja talsvert ódýrara að kaupa af þeim en að flytja inn sjálfur. Og var lengi leitað að ódýrari til að flytja inn sjálfur.
Kv Atli Stefánsson
Föndur kall með meiru.

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: March sjónaukar

Ólesinn póstur af TotiOla » 19 Mar 2013 11:17

Atli S skrifaði:Get sagt fyrir mig að ég keypti Sigtron SIII hjá skyttunni og það var satt best að segja talsvert ódýrara að kaupa af þeim en að flytja inn sjálfur. Og var lengi leitað að ódýrari til að flytja inn sjálfur.
Þrátt fyrir að vera þákklátur þeim sem hafa fyrir því að standa að innflutningi, sölu og þjónustu við okkur veiði- og skotmenn þá sé ég mig knúinn til þess að taka það fram að þetta er ekki rétt fullyrðing hjá þér (nema að þetta eigi við einhvern ákveðinn, hugsanlega ódýran, sjónauka). Þetta á amk. ekki við SIII línuna í heild sinni.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Atli S
Póstar í umræðu: 2
Póstar:13
Skráður:22 Feb 2012 17:55
Fullt nafn:Atli Steinar Stefánsson

Re: March sjónaukar

Ólesinn póstur af Atli S » 19 Mar 2013 11:28

Mun það hafa verið einn svona, sett á hann 950$ með þeim kross sem ég tók.
http://www.opticsplanet.com/sightron-si ... scope.html

Til að mynda er hann bannaður til útfluttnings frá usa nema með sér leyfum sem kosta. Og fékk ég minn á rétt um 156 þús. síðasta sumar. Hef ekki fundið hann svo ódýran neinstaðar annarsstaðar, en ef þú getur bent mér á aðlila sem vill flytja hann hingað og það ódýrari þá skal ég fyrstur maður samþykkja það.

verð ég reyndar að segja núna þá rakst ég aldrei á 4scope síðuna. Hægt að gera ótrúlega góða díla þar.
Kv Atli Stefánsson
Föndur kall með meiru.

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: March sjónaukar

Ólesinn póstur af TotiOla » 19 Mar 2013 12:41

Atli S skrifaði:Til að mynda er hann bannaður til útfluttnings frá usa nema með sér leyfum sem kosta.
Þetta er ekki rétt. Mismunandi vefverslanir hafa mismunandi reglur.

Ég pantaði 8 sjónauka (Sightron SIII og Vortex Viper PST - Meðal annars þennan sem þú segir að megi ekki flytja út) heim frá USA fyrir tæpu ári síðan og var þá búinn að vera í samskiptum við nokkra aðila varðandi útflutning á sjónaukum. Hjá flestum var það ekkert mál en örfáir vísuði í einhverja túlkun á einhverjum reglum (sem greinilega skipta ekki máli eða eru rangtúlkaðar).

En við erum náttúrulega komnir langt út fyrir efnið á þessum þræði og ég ætla ekki að mæla með því við neinn að standa í þessum innflutningi.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Svara