Nýr spotting sjónauki frá Zeiss

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Nýr spotting sjónauki frá Zeiss

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Jan 2011 10:46

Mynd
Zeiss er kominn með nýjan spotter á markaðinn sem gæti hentað veiðimönnum mjög vel. Er hann 18 - 45 x65 og aðeins 1.2 Kg. Heitir hann Dialyte Field Spotter.

Gæti nýst vel fyrir tófuveiði og aðra veiði þar sem hann er mjög meðfærilegur en væntanlega virkilega skýr og bjartur eins og við er að búast hjá Zeiss. Sjónaukin er ryk og vatnsþéttur og var hann hannaður fyrir evrópska alpaveiðimenn. Sjónaukin er með festingu fyrir þrífót og auðvitað með marglaga húðun á glerjum og hentar vel í rökkri. Einhvernvegin hljómar þetta vel fyrir Íslenskar aðstæður.

Mynd

Mynd

Og verðið... Eitthvað nálægt 1299 dollurum erlendis.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara