Flottur fjarlægðamælir frá Bushnell

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Flottur fjarlægðamælir frá Bushnell

Ólesinn póstur af maggragg » 04 Jul 2011 16:09

Bushnell er kominn með mjög áhugaverðan fjarlægðamæli á markaðin en þetta er svokallaður binocular sem er eins og hefðbundinn sjónauki með tvemur glerjum þannig að maður sér í þrívídd en að auki er hann með fjarlægðarmæli að 1600 yördum og innbyggðan hallamæli ásamt einhverskonar feriltölvu til að reikna feril skota og örva þannig að þetta hentar bæði riffilskyttum og bogveiðimönnum.

Mynd
Mynd
Sjónaukin heitir Fusion® 1600 ARC

Sjónaukin er 10-42 og er ekki þyngri né stærri en sambærilegur sjónauki að sögn Bushnell. Sjónaukin hefur nokkrar fídusa eins og Bow mode sem reiknar út vegalengd miðað við halla upp að 99 yd. Riffilstilling sem reiknar "holdover" eða hversu hátt að að miða fyrir í tommum, cm eða MOA uppá allt að 199 tommur og er hægt að velja núllstillingu riffils á 100 yd, 150, 200 og 300.

Einnig er stillingar fyrir fjarlægðamælirinn eins og scan, bullsey og svo brush mode eða runnastilling.

Fyrirtækið gefur upp að fjarlægðamælingin sé eftirfarandi:
Hlutir sem endurkasta vel: 1600 yd
Tré: 100 yd
Hreindýr: 500 yd

Tækið styður bæði yarda og metra

Hérna eru leiðbeiningarnar með tækinu.

Og verðið: Ætti að vera undir 750 - 900$ og því mun ódýrara en t.d. Leica GeoVids eða Zeiss Victory RF.

Svo er hér myndband með umfjöllun um tækið:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=OYKhbiBR ... r_embedded[/youtube]
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Flottur fjarlægðamælir frá Bushnell

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Jun 2012 10:55

Ég er með Bushnell 1200 ARC með svona fallreikni en það þarf að taka hann með miklum fyrirvara.
Því fallforitið er meðaltal af nokkrum kúlum með meðalhleðslu.
Með þyngstu kúluni í mínum riffli er þetta á skori +/- 1cm út á 250 metra en eftir það er betra að hunsa bara fallreikninn :-)
En þessi mælir er með annan fídus sem er stórgóð viðbót við fjarlægðarmælinguna og það er að hann sýnir þér hvort skotmarkið sé halla eða ekki og sýnir þér nákvæma gráðu á hallanum.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara