Lifetime Garanty / Warranty

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Lifetime Garanty / Warranty

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 04 Apr 2013 23:41

Of gott til að vera satt? Já stundum er það svo og það sem meira er að kaupendur slökkva stundum á öllu sem gæti kallast skynsemi. Sölumenn láta þess ógetið hvað gera þarf til að uppfylla kröfur framleiðenda og jafnvel vita það ekki sjálfir.
Gott dæmi um það eru væntingar um endurgjaldslausa og eilífa ábyrgð á ýmsum vörum. Það er ævinlega framleiðandinn sem bíður viðbótar ábyrgð en ekki endursöluaðilinn og oftar en ekki með ýmsum kvöðum.
Svo að ég víki aftur að skynseminni þá er það nokkuð ljóst að þróun í gerviefnum og tækni hefur verið ákaflega hörð. Efni sem voru notuð fyrir fimm til tíu árum fást í sumum tilfellum ekki lengur og ekki í boði. Auk þess sem framleiðendur setja fram ýmsa varnagla sem geri ferlið snúnara.

Það er undantekningarlaust gerð krafa um kvittun og staðfestingu á viðskiptum. Nútíma kassakvittanir endast í besta falli í sex mánuði og því þarf að fá staðgreiðslukvittun prentaða á viðeigandi pappír. Svo er heiminum skipt upp í markaðssvæði og þar er enn einn þröskuldur fyrir neytendur.

Svo er það þessi klassíska lína sem kveður á um að eingöngu séu bættir gallar en ekki það sem gengur úr sér við eðlilega notkun. Sá kostnaður sem fellur til við að koma svo því til framleiðanda sem gallað er fellur á eigandann. því að framleiðandi bætir eingöngu það sem gallað er og flutningur telst ekki til galla. Svo þarf að gera viðeigandi ráðstafanir gagnvart tolli því ekki viljum greiða aðflutningsgjöld tvisvar.
Það er einnig þekkt að framleiðendur rukki svokallað þjónustugjald og þá fáum við skattgreiðendur nokkrar krónur í kassann í formi aðflutningsgjalda og vsk. Já þú þarft að borga skatt af þjónustugjaldi.
Já þetta getur orðið svekkjandi og stundum endar þetta með því að viðkomandi situr uppi með sárt ennið. En þetta þarf ekki að fara á versta veg og það eru líka dæmi um hágæða fyrirtæki sem hugsa vel um sína. Gott dæmi um það eru sjónaukaframleiðendur sem eru með betri gerðina.

En ekki skal gleyma ábyrgð þess sem verslar vöruna og ætla ég að heimfæra það á sjónauka því að það er okkur skotmönnum hugleikið. Auk þess standa vönduð gler fyrir sínu mun lengur en flest annað sem okkur hugnast að kaupa.
Ábyrgð kaupanda felst í því að uppfylla ábyrgðarskilmála. Þeir sjónaukaframleiðendur sem ég þekki til og eru með betri gerðina krefjast þess að varan sé skráð á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis. Hér kemur dæmi um svoleiðis skráningu.

http://www.minox-optik.de/reg_cf_eng/sites/index.php

Það þarf að fylla út alla viðeigandi dálka og skrá framleiðslunúmer. Þetta er einfalt og flestir eiga að geta klárað sig á þessu. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að framleiðendur gera þessa kröfu og má þar nefna markaðsrannsóknir. koma í veg fyrir vörufölsun og fyrirbyggja að höndlað sé með stolna vöru. Nú er það nokkuð þekkt og alveg sérstaklega ef um er að ræða fyrirtæki í Ameríkuhrepp að ábyrgðir séu aðeins í boði fyrir upprunalegan eiganda. Íhugunarvert fyrir þá sem versla notað og standa í góðri trú um eilífðina.

Endursöluaðilar koma og fara og reyndar framleiðendur líka. EN þú hefur allt að vinna með því að gefa þér skamma stund til að fylla út viðeigandi skjal á heimasíðu framleiðenda og muna eftir alvöru kvittun þegar greitt er fyrir vöruna..

Ekki treysta á að maðurinn í búðinni sem þú hefur oft verslað við standi þar til eilífðar og muni eftir því þegar þú gerðir kaup á glerjum sem kosta góð mánaðarlaun. Ég hef ekki heyrt þess getið að Þórhallur miðill sé í reglulegum samskiptum við framliðna sölumenn.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Baldvin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: Lifetime Garanty / Warranty

Ólesinn póstur af Baldvin » 05 Apr 2013 10:41

Skemmtilegur pistill og þörf áminning.

Það eru til örfá fyrirtæki sem bjóða alvöru "lifetime- warranty" og jafnvel lengri en það, en þá er oftast um að ræða ódýrari hluti og einfaldari en sjónauka eða þvíumlíkt.

Sem dæmi má nefna ZIPPO kveikjaraframleiðandann sem gerir við alla kveikjara sem þeim eru sendir endurgjaldslaust og án spurninga. Ég veit um einn hérna heima sem hafði brotið sinn og sendi hann út og fékk hann viðgerðan til baka. Eins las ég frásögn frá einum kana sem hafði erft kveikjara eftir föður sinn. Sá hafði keypt kveikjarann þegar hann fór til Normandy 1944 og hafði öll herdeildin gert slíkt hið sama og látið grafa skjaldarmerki deildarinnar í kveikjarana ásamt ártali. Þessi kveikjari var því orðinn um 60 ára gamall og úr sér genginn og upprunalegi eigandinn farinn yfir móðuna miklu. Maðurinn sendi kveikjarann til ZIPPO og fékk hann til baka með bréfi þess efnis að því miður hefðu þeir ekki getað lagað kveikjarann en þar sem augljóslega væri um grip með mikið tilfinningalegt gildi hefðu þeir silfurkveikt allt húsið saman svo það passaði utan um nýtt innvols. Kveikjarinn virkaði og leit út eins og nýr.

Mér skilst að Leatherman hnífaframleiðandinn hafi svipaða ábyrgðarstefnu, en hef sem betur fer ekki þurft að sannreyna það.

Eins veit ég um einn sem framleiðir dýrar töskur og aðra hluti úr leðri sem lofar 100 ára ábyrgð á öllu sínu. "Láttu barnabörnin þín senda barnabörnunum mínum hlutinn ef hann gengur úr sér innan 100 ára"
Ekki fylgir sögunni hvort afkomendur mannsins hafi skrifað undir samning ennþá. :)
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Lifetime Garanty / Warranty

Ólesinn póstur af E.Har » 05 Apr 2013 16:05

Zeiss heldur :-) Kunningi minn lennti í að húðun gaf sig komu doppur í hann.
Ekkert vésin bara græjað.

Leupould líka.
Veit um Leupold sem fór í sjóinn og fékk móðu. Svarið var........... kemur ekki móða á Leupould og eigandin fékk nýjan. :D

Einhverntíma var ég með fjarlægðarmæli sem mældi vitlaust.
Óli í Veiðihorninu tók hann, ekkert vésin bara annan eins :-) ;)

Svo hef ég líka lennt í hjá umboðsaðilumhér heima sem neita vegna þess að varan var ekki keypt hjá þeium. Slíkt er oft brot á samningi við eigenda vörumerkissinns.
Hef lennt í því hjá Apple og einnig Hátækni sem er með Nokia.
Þar var sennilega versta þjónusta sem ég hef fengið. :evil:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Lifetime Garanty / Warranty

Ólesinn póstur af sindrisig » 06 Apr 2013 00:12

Sælir.

Ég veit ekki betur en að öll alvöru vörumerki ábyrgist sína hluti, hvort heldur sem USA vara er stödd í annari heimsálfu eða ekki. Skrítið ef Japsarnir ábyrgjast ekki bíla sem keyptir eru í USA og fluttir til Evrópu, þeir myndu ekki láta það spyrjast út.

Umboð framleiðanda sem skýla sig á bakvið það að varan sé ekki keypt hjá þeim, eru ekki umboð heldur eitthvað allt annað.
Sindri Karl Sigurðsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Lifetime Garanty / Warranty

Ólesinn póstur af karlguðna » 06 Apr 2013 00:33

þú nefnir MINOX ! ja éskal segja þér það , sá feiti með hárið setti 270 varmint tikkuna með minoxinum
í 21 mm á 200 metrum á hellis heiðinni í roki og regni . sá feiti er kannski ekki eins skjálfhentur og hann hélt hann væri.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Lifetime Garanty / Warranty

Ólesinn póstur af Björn R. » 06 Apr 2013 14:52

Ekki veiðitengt en tengt þessum þræði. 11 ára gamall keypti ég Philips vasa disko í Kongsins Sverige. ábyrgðin átti að gilda á öllum norðurlöndunum. Auðvitað bilaði tækið eftir örfá mánuði fór ég með það til Heimilistækja, umboðsaðila Philips. EInhvernveginn lánaðist 11 ára gömlu barninu að halda uppá nótuna. En "sei sei nei. Tækið var ekki keypt hjá okkur" var þeirra svar. Frænka mín sem var þá orðin fullvaxta vildi fara í hart, átti lögfræðimenntaða vini.
Ég sagði bara nei nei ekkert vesen. Ég bara versla aldrei svo mikið sem rafhlöðu af Heimilistækjum. 33 árum síðar hef ég enn staðið við mitt loforð en fer til þeirra í hvert sinn sem mig vantar upplýsingar um vöru, kaupi hana svo annarsstaðar.

Með neytendakveðju
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Lifetime Garanty / Warranty

Ólesinn póstur af karlguðna » 07 Apr 2013 14:58

Sveinbjörn þú benntir mér ekki á þennan link sem þú gefur upp er ég verslaði Minoxxinn af þér !!
en það gerir ekkert til því ég sá það í fylgi-pappírunum og skráði mig þar þrátt fyrir að Jói segði
að þess þyrfti ekki er ég sló á þráðinn í búðina og spurði um þetta. Bara að benda á að það þarf stundum að leiða okkur þessa "hæg hugsandi" í gegnum svona regluverk, en ég er mjög ánægður með gripina
og eins og ég segi hér á undan varðandi hittnina ,þá kom hún skemmtilega á óvart.
Ég kann nú ekki alveg réttu aðferðina við að mæla en utan málið á grúbbunni var 28.mm
Tek það fram að þetta var þriggjaskota grúbba, 110 grein með plastoddi mjög hröð Norma skot 980 ms.
3425 fps.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Lifetime Garanty / Warranty

Ólesinn póstur af iceboy » 07 Apr 2013 16:49

Ég þarf kannski að skoða þetta betur, er með kiki með lísttíðar ábyrgð, keyptan í USA en umboðsaðilinn hér á landi harðneytar að honum komið það eitthvað við að koma honum til framleiðanda. Segir að þetta sé alfarið mitt mál. Vill ekki einusinni hafa hann með í sendingu þegar hann sendir vörur út til þeirra í viðgerð
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Lifetime Garanty / Warranty

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 07 Apr 2013 17:14

Í þetta eina skipti sem mér vitanlega hefur reynt á ábyrgð hjá Minox var sjónaukinn sendur út og ekki höfð um það fleiri orð. Í því tilfelli var um að ræða handsjónauka sem bar öll merki um talsverða notkun og var honum skipt út fyrir nýjan. Ekki man ég lengur hvað var að honum en þetta ferli tók einhverjar vikur. Það má vera að það séu fleirri tilvik sem ér er ekki kunnugt um.

Því miður hefur það gerst með vöru sem ég hef starfað við að selja og tengist skotveiði ekki á neinn hátt að sá framleiðandi var með mög góða ábyrgð og hátt þjónustustig.
Fyrir allmörgum árum dró viðkomandi framleiðandi sig út af Evrópumarkaði. Í framhaldi af því eiga þeir sem þurfa þjónustu að hafa sjálfir samband við framleiðanda.

Framvísa kvittun og staðfestingu á kaupum. Borga kostnað við sendingu og sjá til þess að það sem kallar á þjónustu berist til USA. Hvað eru svo miklar líkur á því að sá sem gerði kaupin í góðri trú hafi fyllt út viðkomandi skráningarblað og eigi kvittun til að staðfesta að um sé að ræða upprunalegan eiganda?

Það vill svo til að undirritaður tók á móti biluðum Leupold fjarlægðarmæli úr hendi Einars Har. (Reyndar á öðrum vinnustað) Svo mallaði þetta sinn gang og einhverjum vikum seinna fékk hann nýjan í hendur. Það er markmið allra sem starfa í þjónustu að gera sem best hvort heldur það eru framleiðendur eða endursöluaðilar.

Að sjálfssögðu eiga menn sína slæmu og góðu daga. Það væri löngu búið að reka mig fyrir gleymsku ef ég væri heilaskurðlæknir :roll:

Það sem fyrir mér vakti var einfaldalega að benda á hvernig við getum tryggt hagsmuni okkar sem allra best til og til framtíðar.
Í stuttu máli gerum við það með því að fylgja leiðbeiningum framleiðenda og taka alvöru kvittun. Og alveg sérstaklega þegar verið er að gera kaup í vöru sem á að duga í áratugi og kallar á talsverð fjárútlát.

Lakasti kosturinn í hagsmunagæslu er að halda eitthvað. Láta stjórnast af því að okkur finnst að þetta eigi að vera svona eða hinsegin. Treysta á eitthvað sem þú heyrir frá einhverjum sem þú heldur að sé sérfræðingur. Ásamt því að slökkva á allri skynsemi af því að þér langar í viðkomandi hlut.

Konur á skóútsölu sem selja sjálfum sér þá hugmynd að skórnir passi betur á morgun og kaupa þá af því að þeir eru á svo góðu verði. Ég þori varla að setja þetta á prent ef þið lofið að hafa það ekki eftir mér þá læt ég það flakka.
Þær eiga það til að slökkva á allri skynsemi og selja sér sjálfar skó sem ekki falla að þeirra fæti. Þetta bara gerist og þrátt fyrir góð ráð frá starfsfólki um að það sé íhugunarvert að skoða aðra vöru þá er búið að taka ákvörðun. Mig hefur alltaf langað í svona SKÓ :twisted:

Svo er ALLTAF skilti sem stendur á útsöluvöru fæst ekki skilað.

Hver gætir þinna hagsmuna betur en þú sjálfur? Farðu á heimasíðu viðkomandi framleiðenda og lestu ábyrðaskilmála og íhugaðu þinn gang þegar þér finnst eitthvað vera of gott til að vera satt.
Sum fyrirtæki eru einfaldlega trúverðugri en önnur og það er þitt að meta það.

Sumt er einfaldlega of gott til að vera satt.

Já OK og það á einnig við kosningaloforð sem við fáum í löngum bunum þessa daganna. Allt frá heiðalegum stjórnmálamönnum með manlega kosti og galla.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Lifetime Garanty / Warranty

Ólesinn póstur af karlguðna » 08 Apr 2013 20:12

Iceboy, hvaða verslun er það sem ekki vill kannast við ábyrgðina, það væri fallega gert af þér að nefna hana svo hægt sé að vara sig á svona kónum.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: Lifetime Garanty / Warranty

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 10 Apr 2013 08:44

sælir/sælar

Timney er gott dæmi um góða og skjóta þjónustu. þannig var að ég keypti mér gikk frá þeim í gegnum Hlað og vildi svo "skemmtilega" til að gikkurinn eða öllu heldur hluti af honum brotnaði. ég hafði samband við Hlað sem sagði mér að þeir skildu skoða það að láta laga fyrir mig gikkinn en áttu þó ekki von á því að það tækist. ég prufaði þá að senda póst á Timney og það stóð ekki á svörum, 8-10 dögum seinna (ef minnið er ekki að svíkja mig) var gikkurinn kominn aftur í riffilinn.

enginn aukakostnaður fylgdi varahlutnum og í raun ekkert vesen, þurfti bara að tilgreina í hvernig riffil gikkurinn væri (eðlilega).

og enn og aftur kviknar sú spurning hjá mér hvort ekki sé betra fyrir söluaðila hér að fylgja eftir þessum ábyrgðum frá framleiðanda?
er vara ekki sölulegri fyrir vikið?

veit að ég vel frekar sambærilega vöru með lengri ábyrgð frá framleiðanda enn styttri!

kv. Gunnar Óli
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

Svara