Sjónauki

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
Njáll Jónsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:4
Skráður:21 Sep 2012 22:11
Staðsetning:Grindavík
Sjónauki

Ólesinn póstur af Njáll Jónsson » 11 Apr 2013 13:16

Sælir/ar allir.
Getur einhver sagt mér einhvað um þennan sjónauka, hann er soldið spes finnst mér túpan ekki hringlótt heldur eins og það sé steiptur klossi neðan á hana samt alveg heilt stykki. Hann er í sér festingu sem er öruglega sérsmíðuð fyrir þessa sjónauka sem síðan skorðast þétt á riffilinn tveir pinnar í festingunni sem ganga inn í sitthvorn basann á rifflinum sem er Brno 22 Hornet og setur vel með þessum sjónauka.
Er að velta þessu fyrir mér af því að ég er að hugsa um að selja riffilinn, og hvort ég láti sjónaukann þá með. Eru menn með einhverjar verð hugmyndir fyrir svona sjónauka ? eða er þetta verðlaust drasl ?

Allar upplýsingar vel þegnar.
Til dæmis.
Verðhugmynd ?
Aldur ?
Gæði?
Framleiðandi?

Kveðja Njáll Jónsson
Viðhengi
IMG_0031.jpg
IMG_0030.jpg
IMG_0027.jpg
IMG_0024.jpg
IMG_0021.jpg
Njáll Jónsson
Austurhóp 33
240 Grindavík
Sími 564-1304
Vefpóstur nalli@visir.is

Njáll Jónsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:4
Skráður:21 Sep 2012 22:11
Staðsetning:Grindavík

Re: Sjónauki

Ólesinn póstur af Njáll Jónsson » 11 Apr 2013 15:59

Fleiri myndir
Viðhengi
IMG_0036.jpg
IMG_0035.jpg
Njáll Jónsson
Austurhóp 33
240 Grindavík
Sími 564-1304
Vefpóstur nalli@visir.is

Hailtaxi

Re: Sjónauki

Ólesinn póstur af Hailtaxi » 11 Apr 2013 21:49

Sæll

Þetta er Carl Zeiss með 6x fastri stækkun. Hefur komið orginal á Brno þar sem tegund vopnsins er stimpluð í festinguna. ZBM stendur fyrir ZB(Zbrojovka Brno) Mauser. Þessir sjónaukar voru líka eitthvað notaðir á þýska riffla, nappaði Brno ekki Mauser teikningum til að fara eftir þegar stríðinu lauk? Ef svo er þá ætti hann að passa á mauser líka en ekki hafa það eftir mér.

Ekki viss um að ég þori að skjóta á aldur, ein færsla sem ég fann á netinu segir að þessir riflar hafi verið framleiddir 1949-1973.

Mér finnst þeir mjög tærir og gott að horfa í gegnum þá, minn hefur alveg fengið að finna fyrir því og aldrei gefið neitt eftir.
Festingin er sniðug, quick release system sem er alveg skemmtilega nákvæmt, hliðarfærslan er stillt á basanum með litlum boltum sem eru þar en ekki á sjónaukanum sjálfum. Upp/niður færslan er svo stillt á sjónaukanum sjálfum á aftari snúðnum (þessum sem er hægt að læsa með skrúfu).

Persónulega finnst mér að þú ættir að láta hann fylgja vopninu en það er bara mín skoðun, þeir eiga vel saman ;)

Hailtaxi

Re: Sjónauki

Ólesinn póstur af Hailtaxi » 11 Apr 2013 21:50

Gleymdi alveg verðinu, þessir eru til í misgóðu ástandi á ebay, ódýrastir á 250-300 dollara þannig að þetta er nú ekki verðlaust.

edit: fann gamlan þráð á Hlað vefnum þar sem tegundin er rædd nánar http://www.hlad.is/forums/comments.php? ... did=122235...

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Sjónauki

Ólesinn póstur af E.Har » 12 Apr 2013 10:02

Ok sá einu sinni einn mjög líka frá Zeiss Jena.

Sá var framleiddur strax eftir stríð ca 50 -55!
Zeiss verksmiðjurnar klofnuðu eins og Þýskaland eftir stríð.
Verksmiðjuhlutinn varð austan megin og framleiddi undir nafninu Zeiss Jena.
Eigendurnir voru vestan megin og framleiddu undir nafninu Karl Zeiss :?

Þetta voru fínar græjur á sínum tíma. Góð gler.
Í dag er þetta fyrst og fremst safnaraverkfæri.

Ervitt að selja svoleiðis hér heima.
Helst ef einhver á gamlan Brno sem vill hafa hann orginal.
þannig að verð er afstætt, kannski http://www.egun.de/ í þýskalandi!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara