Óska eftir riffilsjónauka. Kominn með !!!!!!!

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06
Óska eftir riffilsjónauka. Kominn með !!!!!!!

Ólesinn póstur af hpþ » 19 Apr 2013 20:17

Er spenntastur fyrir Meopta ZD 3-12x50 og háum turnum / Zeiss Conquest 4,5-14x50 eða 6,5-20x50 og
þá einnig með háum turnum. Annað kemur til greina. Skilyrði að sjónaukinn líti vel út.
Síðast breytt af hpþ þann 18 May 2013 13:12, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af Gisminn » 19 Apr 2013 23:18

Sæll vinur varð bara að benda á þennan
http://www.eshop.is/skyttan/VaraInfo.as ... nCatID=317
Ekki dýr miðað við gæðin en ég veit ekki hvaða útlits smekk þú hefur mér finnst þeir fallegir :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af Spíri » 20 Apr 2013 09:00

Sæll ég á Meopta artimes 3-12x50. er það eitthvað sem þíu hefur áhuga á?

doddi76@simnet.is
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af hpþ » 20 Apr 2013 15:31

Sælir strákar, Sightron segirðu, þyrfti að fá að kíkja í gegnum einn, slíkur kæmi til greina.. hef bara heyrt vel látið af þeim. Artemis er ekki það sem ég er að leita að hins vegar, veit að þeir eru góðir þar sem ég á einn fyrir ;) En sá sem ég er að leita að þarf að vera með markturnum, mega samt vera lokaðir. :)
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Apr 2013 18:15

Hvar á landinu ert þú Halldór ? Og ég hef átt 6-24x50 og svo núna 8-32x56 Sightron og er bara rífandi ánægður með þá báða og mér finnst þeir hjá Skyttan bara frábærir og traustir.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af hpþ » 20 Apr 2013 20:26

Ég er í Mosfellsbæ Þorsteinn, sé að þú ert á Blönduósi, eða hvað?
Það væri kannski rétt að reyna að nálgast einn slíkan til að kíkja í gegnum. Eins og ég sagði áður þá hef ég bara heyrt gott af þeim.
Hvernig er glerið þegar farið er að slá á birtu, er hann að tapa mikilli skerpu á 24x stækkun?
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af Spíri » 20 Apr 2013 20:42

Ég á Sightron 8-32x56 er hann mjög góður en ég á líka Night Force 8-32x56 og er hann betri en Sightroninn, en hann er líka helmingi dýrari en sennilega ekki helmingi betri :) Svo hafa menn verið með mikla standpínu :oops: yfir Vortx sjónaukunum sem hlað er að selja, ég hef ekki skoðað svoleiðis grip en eftirspurnin virðist vera langt á undan framboðinu og eru þeir uppseldir i hlað og að mér skilst biðlistar í kanalandinu.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Apr 2013 20:59

Sæll það er ótrúlegt hvað hann er bjartur þegar birtu fer að bregða.Eina örugga dæmið sem ég persónulega get borið saman en það var Leupold 4-10 stækkun en ég bara man ekki hver linsan var stór en hann var á 8x og það var komið kvöldhúm en í ca 200 metrum frá voru tré sem hann sá ekki lengur. En minn á 8x sá enn gras sinuna við tréin og laufin á þeim en það getur verið að hann hafi haft minna ljósop en svo á vinur minn annan polda með 14x max stækkun en við bárum þá saman á 8x stækkun og komumst að því að 8x stækkun er ekki það sama og 8x stækkun. Minn stækkaði meira og að mínu mati skýrar en allavega vorum við sammála með að minn væri með betri stækkun þá poldin væri góður.
Og jú ég er á Blönduósi en það eru nokkrir nálægt þér á spjallinu sem geta örugglega leift þér að horfa í gegn nú ef ekki þá verð ég á Akranesi á laugardæginn næsta með tíkina í veiðiprófi og gæti gripið græjuna með ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af skepnan » 20 Apr 2013 22:14

Sæll Steini, LSP-inn er með 45mm linsu 8-)
En minn er 4,5-14x50 og það munar um þessa auka 6mm sem að þinn hefur fram yfir :roll:
En þetta er nokkuð sem að ég hef tekið eftir að stækkun er ekki það sama og stækkun á milli merkja.
Ég hef horft í gegnum mismunandi sjónauka með jafn stóru safngleri fremst en á sömu stækkun er stækkunin ekki sú sama :?: Þetta hefur oft vafist fyrir mér og virðist ekki vera staðlað eins merkilegt og það nú er, ætli þetta hafi eithvað með yarda gagnvart metrum að gera?
En að aðalatriðinu, þá er vel hægt að mæla með Sightron en ég neita samt að hann sé betri en Leupoldinn minn :lol: :lol: :lol: Nei-nei þú verður ekki svikinn af Sightron það er alveg á tæru, ég mæli eindregið með því að þú horfir í gegnum sem flesta og finnur þann sem að hentar þér best og spáir líka í hvaða krossi þér líkar best við. Það er bara gaman að velta þessu fyrir sér og spá og spekúlera :D

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af hpþ » 22 Apr 2013 09:45

Er enn að leita að rétta sjónaukanum.
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af karlguðna » 22 Apr 2013 15:38

ég gét mælt með þessum , verulega góður en ég hef nú ekki mikla viðmiðun við önnur alvöru merki.
þAð er alveg þess virði að kíkja á hann í búðinni.
http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/f ... vara/73324
e.þ. þessi er nú ekkert slor heldur að mér sýnist.
http://www.hlad.is/netverslun/sjonaukar ... d5-5-25x50
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af hpþ » 22 Apr 2013 22:28

Já Zeissinn er örugglega góður, þessi nýi Conquest lofar góðu, búinn að kynna mér hann aðeins og skoða í Hlaði.
Takk fyrir ábendingarnar Karl og þið hinir. ;)
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af oliar » 23 Apr 2013 18:48

Sæll vinur minn er að selja þennan.......og hann er meira að segja í Mosó :-)

af oliar » 21 Mar 2013 08:44

Er að auglýsa fyrir vin minn Khales Helia C 3-12x56 með kross no 4.
http://www.kahles.at/eng/products/helia-c/
Sex ára gamall í óaðfinnanlegu ástandi.
Verðhugmynd er 160.000 krónur og allar upplýsingar veitir Arnar í síma 8957563
Ath. Ekki senda svör hér, hringið í manninn !
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af hpþ » 27 Apr 2013 18:45

Enn að leita að rétta sjónaukanum. :)
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Óska eftir riffilsjónauka.

Ólesinn póstur af hpþ » 18 May 2013 00:14

Takk fyrir sýndan áhuga, er kominn með sjónauka.
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Óska eftir riffilsjónauka. Kominn með !!!!!!!

Ólesinn póstur af skepnan » 18 May 2013 15:08

Sæll Halldór, má maður vera með frekju og forvitnast um hvers konar sjónauka þú fékst þér að lokum?

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 8
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Óska eftir riffilsjónauka. Kominn með !!!!!!!

Ólesinn póstur af hpþ » 18 May 2013 17:12

Sæll Þorkell, já þú mátt alveg vera forvitinn, ég komst yfir Zeiss Conquest 4.5-14x50 með markturnum,
eða nákvæmlega það sem ég ætlaði mér. :)
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

Svara