Uppáhálds sjónaukar

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Uppáhálds sjónaukar

Ólesinn póstur af E.Har » 25 May 2013 21:48

Annar þráður er að fara aðeons út á þessa braut og því langaði mig að oðna þessa umræðu aðeis ;)

Spurningarnar eru einfaldar.

Hvað er uppáhálds sjónauki.
Hversvegna?
Hvaða sjónauki er mest notaður?
Hvað hafa menn not annað og hefur einhvað reynst afspyrnu illa? :roll:

Smelli minni reynslu inn seinna. :D
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Uppáhálds sjónaukar

Ólesinn póstur af iceboy » 25 May 2013 22:07

Minn uppáhaldssjónauki er Vortex Viper 6,5-20 x 50.

Mjög bjartur og góður sjónauki.

Sá sjónauki sem er mest notaður, einfaldlega vegna þess að hann er á þeim riffli sem ég nota mest er sjónauki sem er líklega 30 ára gamall.

Það er Bushnell sjónauki með fastri stækkun 8x32 og situr á Sako vixen i cal 222.

ég ætla ekki að tjá mig um lélega sjónauka.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Uppáhálds sjónaukar

Ólesinn póstur af Spíri » 25 May 2013 22:19

Verandi eigandi af fjórum meopta, tveim night force og einum sightron þá verð ég að segja að night force nxs 5,5-22x56 er sennilega besti sjónaukinn sem ég á. Af hverju? já hann er mjög bjartur, svo þegar að skyggja tekur og jafnvel rigning, þá sér maður ótrúlega vel í gegnum hann þá að stækkunin sé mikil. Hinn night forcinn er nxs 8-32-56 og er ég bara ekki búinn að nota hann nógu mikið til að geta úttalað mig um hann, en sannarlega mikill gæðagripur. Þá er Sightroninn mrad 8-32x56 og er hann býsna góður en hann er samt ekki eins góður og NF, enda má hann alveg vera það um helmingi ódýrari. Meopta sjónaukarnir eru fínir líka en þeir stækka ekki nema 12x en eru mjög bjartir og vandaðir. Ég er þeirrar skoðunar að lífið er of stutt til að eiga lélegar byssur og sjónauka þannig að ég nenni ekki að eiga eitthvað dót, hef átt ódýra sjónauka og þá reyndi ég að telja mér trú um að það væri ok, en það er ekki þannig ef menn gera einhverjar kröfur, maður borgar fyrir gæðin!
(vona samt að ég hljómi ekki eins og einhver hrokagikkur) :lol:
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Uppáhálds sjónaukar

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 25 May 2013 22:32

Sælir/ar.

Er að nota Swarovski í dag á mína riffla.
Þórður er búinn að svara því hversvegna ;)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Uppáhálds sjónaukar

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 May 2013 01:40

Ég er með Sightron 8-32x56 og er rífandi ánægður með hann enda bara haft Leupold sjónauka til samanburðar og svo Zeiss ákveðnar tegudir og voru þær mjög viðkvæmar fyrir tíbrá sem minn hunsaði að mestu. . Ég verð var við hana liggjandi í svörtum sandi í sól og hita en ég sé samt nógu skýrt til að fella svartbak á 200 metrum átti sightron 6-24x50 áður og var svakalega ánægður með hann líka og mér líkar líka svakalega vel við söluaðilana þeir eru bara snild og ef það kæmi upp vandi með sightron djónauka þá myndu þeir á núll einni laga það er ég viss um.
Reyndar var Burris Fullfield II sem ég átti mjög skýr og góður en hentaði ekki vegna krossins sem var í honum
Og Þórður minn þú hljómar aldrei eins og hrokagikkur enda bara höfðingi :-) og það sem þú sagðir er alveg satt og ef ég get bætt einhverju við fyrir nýliða þá er betra að safna aðeins lengur og fá gott og treysta því.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Uppáhálds sjónaukar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 May 2013 11:07

Minn uppáhals sjónauki er Tasco 6-24x40 !

Vegna þess að ég er búinn að nota hann í 30 ár stöðugt (mikið) !

Það er sá sami sem er mest notaður hann er búinn að lifa hjá mér þrjá riffla og fjögur skefti á þessum um það bil 30 árum !

Ég hef notað Red dot á combi byssuna mína GA12/222 rem.

Nei ekkert reynst illa hef gripið í ýmsa sjónaka og ekki hitt með sumum, það geta verið ýmsar ástæður fyrir því, en mér hefur samt ekki fundist þeir reynast afspyrnu illa, þá væri ég kominn að hinu fornkveðna ,,árinni kennir illur ræðari"!
Ég hef haldið mig við þá speki gegn um tíðina að það sé maðurinn sem stillir sér upp fyrir aftan sjónaukann sem skipti meira máli, en sjónaukinn sem hann horfir að skotmarki í gegn um :D
Viðhengi
Riffill-4578[1].jpg
Tasco 6-24x40
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Uppáhálds sjónaukar

Ólesinn póstur af E.Har » 26 May 2013 14:15

ok ég er búinn að vera með einhverja riffla frá 1984 í minni eign.

Fyrst voru það 22-250 2 stk annar með Busnell 12x fastur og hinn fyrst með vewer og seinna Leopould. 3-12 Veaverinn var fastur 32 eða 36 minnir mig og hentaði illa til veiða.
Einnig var ég mikið með í láni 243 með Svaro föstum 8 x

Heilt yfir stóðuþeir sig framan af. Busnellinn endaði samt ótraustur og fór á hornet hjá kunningja.
Bæði hann og veawerinn voru þröngir, og dimmir. Samanburðurinn var 8x Svaro :mrgreen:

Seinna var ég svo með tasco á 243 og aftur annar tasco á 6,5*55
Sá var í raun í láni frá Ívari. Hann var bjartur pg skarpur, 30 mm tuba og 50 mm linsa en undir lokinn hætti ég að treysta honum. Held samt að það hafi frekar verið festingarnar.

Siðan á 300 winmag endaði leopould vxiii og seinna Zeiss.
Leupoldinn var fínn, traustur 6-24 með turnum. 30 mm tubu Topp sjónauki, þangað til ég eignaðist fyrsta Zeissinn. Diavari 3-12 lokaðir turnar, bjartur skarpur tær, 50 mm safn linsa
Gagnvart fræbærum leopould þá var hann betri. Mér fannst tunnel vition í leupoldanum eftir að ég fór í Zeissinn. Áður þá var hann frábær :lol:

Zeissinn kom svo á Blaser og öðrum Zeiss bætt við. Þar sem afsmellanlega kerfið á Blasernum leifði skipti valdi ég 6-24 Diavari Með ljósi og droppturnum. Tilgangurinn var að hafa hann þegar reglulega Þarf að teygja sig. 3-12 er enn svona vinnuhestur. Einhvað sem aldrei er stilt, turnarnir bara altaf fastir! Man ekki hvenær ég hreyfði þá seinast, og ekket til að rekast í.

Seinna var aimpointi bætt við svona fyrir skóg eða hvalveiðar. :ugeek:

Heilt yfir bera Zeiss Diavari af. Ef ég ætti að eiga bara einn þá yrði það 3-12 Zeissinn.
Ef ég ætlaði bara að veiða hér heima þá 6-24. :P

Samt þá var ég sáttur við Tascoinn.
Svili minn er með Busnell elite sem virðist fínn.
Ivar notar S&B og eru þeir ekki síðri Zeissunum
Hef altaf verið pínu veikur fyrir Nightforce

Aðrir eru minna minnisstæðir eða stoppað stutt við, eða verið á 22 sem gefur ekki nógu góða mynd þeim.
Er t.d með Bsa 4-16 sem er á leðinni á 22 á næstunni.

Kannski fær maður það sem maður borgar fyrir en hjá mér eins og mörgum öðrum þá rulla sjónaukar áfram milli riffla, :mrgreen:

Þannig að a er í lagi að birja ódýrt en á endanum eru kíkjarnir orðnir dýrari en rifflarnir!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Uppáhálds sjónaukar

Ólesinn póstur af T.K. » 26 May 2013 16:28

Þessi Trijicon er alvarlega góður

http://www.snipercentral.com/trijicon.phtml
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Uppáhálds sjónaukar

Ólesinn póstur af gylfisig » 26 May 2013 16:49

Ég er búinn að eiga nokkra sjónauka. Byrjaði með Tasco, á 222 Rem, og lika á 243.
Um 1985 fékk ég fyrstra "alvöru" sjonaukann, sem var Redfield 6-18 x 40. Fannst það algjör bylting, og var ekki spenntur fyrir að horfa í 6 x Tasco eftir það. Síðan þróaðist þetta smátt og smátt. og sjónaukarnir urðu betri. Birgir Sæm setti saman fyrir mig góðan varmint riffil, vorið ´88 og á hann fór Leupold Target 6,5-20 x 40. Það fannst mér einfaldlega toppurinn þá. Átti þann kíki á rúml. 20 ár, og hann klikkaði aldrei.
Núna er úrvalið orðið mun meira, og af nógu að taka. Ég þreytist aldrei á að horfa í Zeizz 6-24x 56 sem er á TRG-inum mínum. Ég verð að viðurkenna að það kemur mér á óvart hvað menn virðast hrifnir af Nightforce. Satt best að segja varð ég fyrir miklum vonbrigðum með þann sjónauka. Ég er með Nightforce 8-32 BR týpuna á 6 mm BR riffli, og í stuttu máli, þá finnst mér hann bæði dimmur og "loðinn". Hef aldrei verið almennilega sáttur við hann. Set Sightron sjónaukana skör ofar heldur en NF BR og NXS. Keypti stóran Sightron fyrir 2 árum, en lét hann frá mér vegna þess að krossinn í honum var of fínn í veiði. Annars frábær kíkir.
Topp sjónaukarnir að mínu viti eru : Zeizz sjónaukarnir með tölu, Schmidt & Bender, Svarowski,Leupold og Sightron, ásamt Nightforce.
Í veiðina, er Zeizz yfirburðasjónauki, ásamt Schmidt & Bender.
Svarowski, einn sá tærasti sem ég hef horft í gegnum.
'i pappann þá veldi ég Sightron og Leupold.
Gaman væri að prófa S&B með mikilli stækkun. Einnig er Svarowski að bjóða sjónauka með mikilli stækkun, og það væri án vafa góður kostur í markskotfimi.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara