Síða 1 af 1

Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 10 Sep 2013 21:23
af krossdal
Sælir félagar nú vantar mig upplýsingar.
Þannig er mál með vexti að ég á orðið nokkra riffla í misjöfnum hlaupvíddum en bara einn sæmilegan sjónauka. Mig langar að geta fleygt sjónaukanum á milli riffla með lítilli fyrirhöfn án þess að þurfa að vera stanslaust að skipta um kíkisfestingar.
Ég geri mér grein fyrir því að það þarf að eyða einhverri vinnu í rifflana en hvað er best að gera?
Eru þið með töfra lausn?

Mbk,
Kristján Krossdal

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 10 Sep 2013 21:35
af konnari
Það er ósköp einfalt og margborgar sig í dag að fá sér Apel swing off ferstingar í hlað og það tekur eina sekúndu að skipta sjónaukanum á milli riffla ! Þær kosta reyndar sitt en eru fljótar að borga sig því góður sjónauki í dag kostar um 400.000 kall !!

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 10 Sep 2013 23:41
af sindrisig
Apel og þegar ég skipti hjá mér fyrir um ári þá voru þær á um 60 þúsund á komnar.

http://www.eaw.de/

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 11 Sep 2013 07:59
af Dui Sigurdsson
Sjálfur myndi ég t.d. skoða LaRue Tactical festingar ef ég væri í svona pælingum.
sem dæmi http://www.laruetactical.com/larue-tact ... -qd-lt-135

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 11 Sep 2013 08:57
af krossdal
Takk fyrir svörin.
En undirbúningur á rifflunum? Þarf hann kannski ekki að vera neinn?

Ég hef verið að hugsa um að setja weaver/picatinny rail á þá alla.. er það bara vitleysa?
Kæmist maður ekki ódýrast út úr því? Er það kannski lélegra en það sem þið nefnið - Apel?

Sindri þú talar um 60 þúsund á komnar. Eru það basar og festingar á einn riffil? Eða líka basar á fleiri riffla?

Mbk,
Kristján Krossdal

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 11 Sep 2013 09:06
af konnari
60.000 er basar og hringir á einn riffil, svo þarftu bara eins basa á hina rifflana sem kosta um 20.000 per riffil. Hringirnir eru fastir á sjónaukanum og hann fer á milli riffla.

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 12 Sep 2013 07:54
af Dui Sigurdsson
Ef þú ert að spá í einhverjum festingum sem eru auðveldar af á og halda nokkuð góðu núlli þá þarftu að setja basa á hvern riffil fyrir sig. Og hvort þú ferð í Picatinny eða Weaver fer aðallega eftir hvaða festingar þú velur þér.

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 12 Sep 2013 09:22
af Árni
Hvað með þessa?
http://www.opticsplanet.com/leupold-qui ... rings.html

Töluverður verðmunur

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 12 Sep 2013 13:30
af TotiOla
Dui Sigurdsson skrifaði:Sjálfur myndi ég t.d. skoða LaRue Tactical festingar ef ég væri í svona pælingum.
sem dæmi http://www.laruetactical.com/larue-tact ... -qd-lt-135
x2 á þetta 8-)

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 13 Sep 2013 12:42
af E.Har
Abel fær mitt atkvæði eða selja bara lagerinn og fá sér Blaser.
Hitt er annað að þar sem þú þarft altaf stiila fyrir hvern riffil.
Auðvitað veitu að þetta hlaup er 5 klikk í þesa átt og sex niður eða einhvað en það samt altaf bög!

Ég er með 3 mismunandi hlaup á Blaser 6.5-284. 300 Wsm og 9,3*62
3 sjónaukar 3-12. 6-24. og aimpoint.
Það endar svo til altaf sama settupp :-)

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 13 Sep 2013 13:56
af krossdal
Er búinn að skoða Apel festingarnar. Málið er að þær hentar ekki nema að þú sért með alla rifflana eins. Þ.e. það þarf að vera jafn langt á milli basanna svo þetta virki eins og ég óska mér - geta notað sama sjónauka á mismunandi gerðir riffla án þessa að þurfa að eiga við hringina á kíkinum (er ekki að fara að selja neitt).
Mér sýnist að LaRue, Leupold eða sambærilegar festingar gætu hentað en það er þá bundið því að maður setji picatinyy/weaver rail á þá riffla sem maður ætlar sér að vera að svissa á milli.

Er eitthvað sem mælir á móti því, þ.e. að bora og festa rail á rifflana?

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 13 Sep 2013 18:46
af Dui Sigurdsson
nei það er í raun ekkert sem mælir gegn því að setja rail á, svona framalega sem að það sé gert vel.
T.d. með LaRue festingarnar þá þarftu einn heilan basa á alla rifflana svo þú getir flutt alltaf á milli án vandræða.
t.d.
Mynd

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 13 Sep 2013 18:52
af Dui Sigurdsson
Gleymdi því líka að Burris er með QuickDetach rail mount líka. http://www.youtube.com/watch?v=BGFwfXM7BbU

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 14 Sep 2013 03:01
af Sveinbjörn V
http://nightforceoptics.com/accessories ... -unimount/
þetta er gert fyrir þennan tilgang.
Nightforce festingarnar mínar enda á sama stað aftur ef ég herði þær með mæli þó þær séu hefðbundnar, tvískiptar.

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 16 Sep 2013 13:59
af E.Har
Ok skil ég þig rétt, ætlast þú til að hægt sé að skrúfa rail það beint á riffil að hægt sé að henda sjónauka milli riffla án teljandi vandræða! :?

Held að þú verði altaf að stilla þá inn í hvert skipti. má ekki muna mikklu með uppsetningu á rail svo hann sé aðeins skakkur! :cry:

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 16 Sep 2013 18:17
af 257wby
Athyglisverðar pælingar.
Ég er hræddur um að þetta verði ekkert nema vesen, bæði þarf að stilla kíkinn fyrir mismunandi kaliber og ferla,og svo yrði kíkirinn að sjálfsögðu alltaf á öðrum riffli en þú ætlar að nota hverju sinni.
Svo má bæta við að festingar sem bjóða uppá þennan möguleika kosta helv....helling þannig að ekki yrði mikill sparnaður við þetta.

kv.
Guðmann

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 18 Sep 2013 01:01
af Sveinbjörn V
Ég sé ekki neitt vandamál við þetta hjá þér Kristján ef þú kaupir þér vandaða festingu og svo rail á alla rifflana.
Ég var að núlla inn 87graina kúluna sem ég nota mest áðan og tók eftir því að ég get núna verið með 100graina kúluna sem cartridge 2 í Strelok+ (kostaði 600kr.) og sett inn frávik td -3 vertical og -2 horizontal.
Þá er 87 graina kúlan í cartridge 1 sem er "Base cartridge " og tactical turnarnir núllaðir þar..
svo setti ég 75 V-max í cartridge 3 með frávik Vertical+4 og Hor. +1.
Og nú get ég notað allar þrjár kúlurnar með 3 mismunandi ferilforrit fyrir hverja
Strelok+ gefur kost á að skipta í rifill nr 2 og uppí riffil nr 10.
Sé ekki vandamál við að setja inn 30 click til vinstri og 40 upp td. í riffil nr 2.
Tæknin er að verða eins og í bíómyndunum ;) Ef þú kannt að nota hana! :lol:
Svona líta 100 metrarnir út fyrir 100 grs. kúluna
IMG_1991.JPG
100 grs. Sierra GK
IMG_1991.JPG (90.26KiB)Skoðað 3867 sinnum
IMG_1991.JPG
100 grs. Sierra GK
IMG_1991.JPG (90.26KiB)Skoðað 3867 sinnum
og 75grs. V-max

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 18 Sep 2013 10:03
af E.Har
Þetta er samt vésin.
Ég er með Blaser og þetta er mun skárra þar.
Þar er ég bara með skrifað á blað hve mörg klikk eru á milli mismunandi hlaupa.
En ef þú ætlar að nota rail, þar sem ekki er þúsundprósent víst en samt nokkuð líklegt að
sjónaukin festist eins á í hvert skipti þá myndi ég ekki fara á veiðar án þess að prufuskjóta fyrst.

Þá er hluti sportsinns farin úr þessu!

Málið er þannig hjá mér að ég nota mest 6-24 m turnum á 6,5-284, veit hve mörg klikk hann er á 300 wsm ef ég fer með hann þangað. Á 600 wsm nota ég 3-12 en hef ekki farið með hann á 6,5 en fer með hann yfir á 9,3-62 veit klikkin en treysti þeim illa, án prufuskots. Á 9,3 er Aimpoint og hef ekki farið með hann annað!

En heilt yfir þá hugsa ég að Það sé skárra að vera með droppturna og vera þá bara með skrifað hve mörg klikk á næsta riffli, en ef þú ert ekki með alvöru swingoff þá myndi ég varla hlaupa mikið milli riffla án þess að prufuskjóta. Fúlt ef rebbi skoppar á 300 m og rifillinn ekki hárrréttur!

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 18 Sep 2013 14:47
af krossdal
Er búinn að panta mér rail á rifflana og ætla að prufa þetta. "Vésinið" er ekkert í mínum augum - hef gaman af svona tilraunum :)
Takk fyrir upplýsingarnar..

Læt ykkur vita hvernig til tekst! :)

Re: Einn sjónauki, margir rifflar

Posted: 18 Sep 2013 22:26
af Sveinbjörn V
Líst vel á þig. Verður gaman að heyra hvernig gengur.
Það þarf alltaf að passa að kíkirinn fari í sama skarðið í railinu og ýta kíkinum svo fram áður en byrjað er að herða fast..